Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Síða 4

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Síða 4
4 Sjónarhorn Heill Gerd Brantenberg fimmtugri! Að hoppa fram af hengiflugi hefðir viðurkennt fyrir sjálfri þér að þú vœrir venjuleg? Hvað seg- irðu, hefurðu aldrei skilgreint þig sem venjulega? Elskan mín, ég held að það sé tími til kominn. Hvað ertu eiginlega gömul? Ogþú hefur ekki ennþá viðurkennt sjálfa sig - þá geturðu varla ætlast til að ÉG skilji þig. Eg sem veit svo lítið um venjulegt fólk. En auðvitað get ég rœtt við fólkþótt það sé venjulegt og verð ekkert vandrœðaleg þótt þérþyki karlmenn spennandi. Það er bara ekki mín deild. En svo verð- urfólk miður sín þegar ég segist vera lesbía. Ég lít nefnilega ekki útfyrir að rölta um með flygil á bakinu allan daginn. Þess vegna er kannski nauðsynlegt að koma sér upp nýjum frasa eins og „laðastu frekar að konum en körlum?“ eða „ertu með báðum kynjum? “ rétt eins og við segjum „hvernig hefurðu það? “ - „hvar ertu að vinna núna?“ Það sést ekki utan á mér að pabbi sé að norðan og samtfinnst engum það óeðlilegt. „Jahá, er hann að norðan?“ segir fólk - eins og það sé heimsins eðlilegasti hlut- ur. “ Að neyðast til að taka upp reglur meiri- hlutans Þú hefur lýst yfir stríði við þá aðferð fjölmargra lesbía og homma að ganga inn í mynstur samfélagsins og búa við kjarna- fjölskylduformið í mismunandi slæmum samböndum. Eini munurinn sé að hjá okkur séu tveir af sama kyni í staðinn fyrir einn af hvorri tegund. Þú hefur mótmælt því að heimskulegt samfélag neyði samkynhneigða til að taka upp reglur meirihlut- ans og þú mótmælir því að les- bíur og hommar séu stöðugt að breiða yfir sérkenni sín. Þvert á nróti eigum við að segja þessu samfélagsformi stríð á hendur. Sem góður marxisti hefurðu sett spurningarmerki við öll hefðbundin viðhorf- og þú hef- ur ekki einu sinni hlíft ÁST- INNI. „Einhvern veginn hafði ég sannfærst um að heimurinn vœri fullur aj'pörum sem vœri œtlað að eigast. Ég veit ekki af hverju ég varð svona viss um að þetta vœri einmitt svona. Eins og meðfœtt. Þið megið ekki skilja mig sem svo að ég hafi haldið að þau nœðu saman í öllum tilvikum. Svo heimsk var ég þó ekki. En að alla- vega œttu allir sinn betri helming einhvers staðar. Ef síðan þessir tveir helmingar vœru svo heppnir að hittast, myndu þeir elskast að eilífu. eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur Gerd Brantenberg - trúlega kannast flestir samkynhneigðir á Norðurlöndum við nafn þitt og ef ekki, er meira en tímabært að bæta úr því nú á fimmtíu ára afmælinu þínu. I mínum huga ertu svo sannarlega ein af braut- ryðjendunum í baráttu okkar lesbía fyrir því að vera sýnilegar í samfélagi sem hvorki umber samkynhneigð né sterkar konur með kynhvöt og kröfur um að vera til. „Það er þversögn að nota of mikinn tíma í fyrirlestra því þeir taka af þeirri orku sem ella hefði verið notuð í nýja bók. En það skipt- irsvo miklu máli að vita afeinhverj- um þarna fyrir utan. Oll upplifun mín sem rithöfundur, eini tilgangur- inn með skriftunum er sá að ég veit að ég á lesendur. Síðan er nauðsyn- legt að eiga sér rœtur í einhverjum hópi. Annar lesendahópurinn minn er samkynhneigða liðið og svo er það Friðriksstaðsfólkið. “ skapaðir þú egalískt samfélag þar sem öllum viðteknum hug- myndumvarsnúiðvið.Konurn- ar voru við völd, drengirnir sátu heima með börnin og kvöldust í pungbindum og stöðug- um fegrunaraðgerðum. Þú skap- aðir meira að segja nýtt tungumál og kvenkenndir málið. Gyðja mín almáttug. Að hugsa sér, 350 þúsund eintök hafa verið seld af þessari bók og við ís- lendingar höfum ekki séð ástæðu Heimskulegt samfélag með heimskulegum hefðum Ég nefndi hér að framan fyrstu bókina þína, Op alle jordens homofile, sem kom út árið eftir að hin illræmda lagagrein númer 213 um samkynhneigð var felld út úr norskri refsilöggjöf. Það réðstu til atlögu við fordóma umhverfisins gagnvart samkynhneigð. Þú hlífð- Ég hef lesið allar bækumar þínar og sumar oftar en einu sinni. Mér til lífs var fyrsta bókin sem ég náði í um samkynhneigð, ekki Brunnur ein- manaleikans eftir Radclyffe Hall, heldur bókin þín Op alle jordens homofile sem mér þótti vera vitnis- burður stoltrar lesbíu. Þessa bók las ég þegar ég var að koma úr felum, sællar minningar, og eignaðist þar með biblíu sem lá á náttborðinu í mörg ár. Hún kom víst út 1973 og síðan hafa þær komið hver á fætur annarri. Ég hef dáðst að afköstum þmurn því ég veit að auk ritstarfanna hefurðu bjargað þér um háskóla- gráður í sögu, ensku og stjómmála- fræði, kennt við Háskólann í Kaupmannahöfn og verið afkasta- mikil og afburða vinsæl fyrirlestra- kona. Ég sá í viðtali í Lpvetann að það er að koma út ný bók eftir þig sem hefur að geyma safn fyrirlestra og ritgerða. Gyðja mín almáttug! Einmitt. Þú ert fædd og uppalin í þessum norska smábæ, Fred- rikstad sem fæstir þekktu fyrr en þú smelltir bænum inn á sam- norrænt landakort með trílogíu sem hófst fyrir tólf árum með út- komu bókarinnar Sangen om St. Croix og endaði nú nýverið með For alle vinder. Þessi bókaflokkur er víst byggður á þinni eigin ævi. Annars skiist ntér að Egalias dótre eða Dœt- ur Egalíu sé sú af bókunum þínum sem náð hefur mestum vinsældum. Hún kom fyrst út í Noregi 1977 og hefur síðan verið þýdd á sænsku, dönsku, þýsku ensku, hollensku og ég veit ekki hvað og hvað. Ég las að á næsta ári bætist finnsk, ítölsk og pólsk útgáfa við. Bókin er líka hrein snilld. Þar til að gefa hana út. Svo er ágætis „samkynhneigð hugmyndafræði“ ríkjandi í bókinni - er það ekki? „Ég er reyndar orðin dálítið þreytt á að vera lesbía. Ég meina - þreytt á merkimiðanum en ekkifram- kvæmdinni (nema einstaka sinnum). Trúlega er ég þreyttust á merkimið- anum „lesbískur rithöfundur“. Nú síðast var ég nefnd á nafn í kennslu- bók fyrir framhaldsskóla og í kynn- ingu á mér var sagt: „I ritstörfum sínum og baráttu í kvennahreyfing- unni og samtökum lesbía krefst hún jafnréttis og virðingar . . .“ og svo völdu þeir sem sýnishorn fyrsta kafl- ann úr bókinniJá, við hœttum - dag- bókinni síðan ég hœtti að reykja. Var það besta leiðin til að sýna baráttu mína fyrir réttindum lesbía? Og s\>o má skella stimplinum á: „Aha, svo það er svona sem lesbíur hætta að reykja. ir ekki einu sinni fordómum okkar sjálfra, og ég reikna með að þú hafir fengið mismiklar þakkir fyr- ir. I þeini bók kom strax fram sú snilld sem síðan hefur fylgt þér. Þú dregur fram öfgar, snýrð öllu niður sem venjulega snýr upp, hlærð að heimskulegu samfélagi með heimskulegum hefðum og oft ansi heimskulegu fólki. Þú hefur aldrei talið þér skylt að afsaka þig sem lesbíu og telur meira að segja óþarft að skilgreina þig og útskýra af hverju... „Hefur þú einhvern tíma þurft að svara spurningalista umþað af hverju í ósköpunum þú værir venjuleg? Hvenær þú hefðir fyrst uppgötvað að þú værir venjuleg? Hvort þú œttir við vandamál að stríða sem venjuleg? Hvort fjöl- skyldan, vinnufélagarnir og vin- irnir vissu og viðurkenndu að þú vœrir venjuleg? Og hvenær þú

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.