Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Síða 5

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Síða 5
Sjónarhorn 5 Þau gœtu rifist alla daga, en þau myndu elska hvort annað. Allt annað vœri fáránlegt. Þau gœtu farið í taugarnar hvort á öðru, hrotnað niður - reynt sjálfsmorð - en þau myndu alltaf elska hvort annað. Þau gcetu hatað hvort ann- að, en samt myndu þau elska hvort annað. Þau gœtu sœrt hvort ann- að, harið og svikið - en efþau hara elska hvort annað, þá elska þau hvort annað að eilífu. “ Svona fallegar konur geta ekki verið lesbíur Ég leyfi mér ekki bara að smella á þig marxískum stimpli, heldur feminískum til viðbótar. Ég hef lesið úr skrifum þínum að við les- bíur búum við tvöfalda kúgun samfélagsins, bæði vegna sam- kynhneigðarinnar og svo vegna þess að konur séu undirsátar í þessum karlaheimi. Að við séum ekki aðeins áhrifalausar og undir stjórn drengja hvar sem er, heldur séum við í þeirra augum alltof nauðsynlegt tæki til að þeir geti svalað kynhvöt sinni - og þjónað hinu dýrlega tippi sem þeir tilbiðja öllu fremur. Hvað með allt með- ferðarkerfið sem um áraraðir hefur reynt að breyta kynhneigð sam- kynhneigðra? „Það erufyrst ogfremst homm- arnir sem hafa verið settir í “lœkn- ingu". Það hefur aldrei þótt mikilvœgt eða þess virði að bjarga leshíum - sem beturfer. “ Þessi munur á viðhorfum til lesbía og homma kemur víðar fram. Hommar eru teknir alvar- lega. Þeir eru stórhættulegt dæmi um svik karlmennskunnar og því háalvarlegt mál. Tvær konur eru hins vegar ekki teknar hátíðlega, og enginn tekur mark á konu sem kveðst vera lesbía. Einhvers staðar segir þú að auðveldasta og fljót- legasta leiðin til að ná sér í karl- mann sé að fara út með vinkonu sinni, sitja í áköfum samræðum - og horfast innilega í augu. Enginn sannur karlmaður stenst þá freist- ingu. „Eg skipti karlmönnum á skemmtistöðum í fjóra flokka. Fyrst eru þeir sem láta eins og þeir taki ekki eftir tveimur konum sem eru uppteknar hvor af annarri. Ætli það séu ekki hommarnir? / öðru lagi eru þeir sem koma að borðinu en hverfa kurteislega þeg- ar þeir eru heðnir um það. Þessi hópur er afskaplega fámennur og hlýtur að vera með einhver minni- hlutavandamál. 1 þriðja lagi eru þeir sem setjast við borðið - og þeim mun oftar sem þeir eru heðn- ir um að fara og þeim mun meiri skömmum sem á þá er ausið - þeim munfastar sitja þeir. Og þeir tala: Auðvitað er allt í lagi með tvœr konur saman, það er hara fallegt og ágœtt - hvort þeir megi kannski koma með heim og horfa á? Allt í lagi með tvœr konur, en hommarnir - það er allt annað og óskiljanlegt mál. Fjórði hópurinn er jafn þaulsetinn og sá þriðji. Ekkert dugar til að koma þeini í burtu og hver tilraun íþá veru œsir þá upp. „Lesbíur, nei takk. Svona fallegar konur geta ekki verið les- híur. Þið hafið bara verið óheppn- ar. Ef þú kœmir í rúmið með mér, skyldi ég sýna þér hvernig al- mennilegur karlmaður með al- mennilegar grœjur hjargar öllu.““ Spegill samvisku okkar Ég nefndi þig brautryðjanda í byrjun þessarargreinar-en það er ekki nógu skýrt að orði kveð- ið. Á margan hátt þykir mér þú vera sá spegill samvisku okkar sem best dugar gegn kröfum samfélagsins urn sektarkennd og skömmustu lesbía og homma fyrir það eitt að vera til. Þú hefur aldrei játast undir það ok - heldur staðið upprétt og hrópað um gleðina og styrkinn sem við getum ráðið yfir. Þú hefur manað okkur til að hrinda frá okkur samúð umhverfisins og ögrað okkur til að rjúfa fjár- ans þögnina sem lesbíur eru beittar. Þú hefur aldrei þagað sjálf - hversu óþægilegt sem það hefur verið fyrir umhverf- ið. Þú hefur aldrei hikað eitt augnablik í glímunni við drengi heimsins. Ég verð að nota tæki- færið til að segja takk - takk kærlega fyrir að hafa átt aðgang að orðum þínum og hugsunum í minni eigin glímu. Gyðjunni al- máttugri þakka ég síðan fyrir Þ'g- „Flefur þú heyrt brandarann um konurnar. Ef dama segir nei, meinar hún kannski. Ef hún segir kannski meinar hún já, og ef hún segir já - þá er hún alls engin dama. Ef ég hitti mann sem trúir því þegar ég segi nei, þaifég ekki að líta niður á hann. Efég hitti mann sem trúir ekki öllum karlalygunum og krefst þess ekki að ég trúi þeim heldur, þarfég ekki að líta niður á hann. En sá karlmaður sem ég þekki hefur alltaftalið það heilaga skyldu sína að segja konum fyrir verkum. Eg mun alltaf lítilsvirða hann og slást við hann því hann hefur alltaf lítilsvirt mig og slegist við mig og reynt að gera mig einskis virði. Ég er húin að af- skrifa hann fyrir lifandi löngu því ég veit að allt sem hann segir um mig er lygi. Þannig mun þetta verða áfram. Hann hefur notað aldir til að segja mér hvernig ég sé. Hann hefur not- að aldir til að útskýra heiminnfyr- ir mér. Hann hefur hrópað yfir höfin sjö og öskrað yfir slétturnar, þrumað úr ræðustólum og röflað yfir brennivínsglasinu. Sagan get- ur hvergi um annan eins tímaþjóf. Nú getur hann farið til fjandans fyrir mér. Og efhonum finnst þetta ókvenlega mœlt, get ég huggað hann með því að þetta orðhragð lœrði ég afhonum pahba. “ Gerd Brantenberg Faðmlag Kafli úr skáldsögunni Favntak (1983) Full löngunar og vonar segir hún það í símann einn daginn. Hún slengir því fram án útskýringa eða málalenginga. „Ég vil ekki vera í felum lengur.“ Þetta er gamalt umkvörtunarefni. Það sem liggur henni þyngst á hjarta hefur þjappast saman í brjósti hennar og orðið að neyðarópi. En Irena segist ekki geta verið lengur í símanum því Þorgeir komi heim á hverri stundu, stelpan sé að kalla á hana og hún eigi eftir að taka til matinn. Þær geti ekki talað um þetta núna. Eitthvað brestur í Auði og hún hrópar: „Þú getur elskað mig en ekki gengist við mér. Hvers vegna er hann raunverulegri en ég? Hvers vegna viðurkennirðu annað okkar upphátt en hefur hitt í felum úti í horni?" Skyndilega brýst þetta allt út á síðustu augnablikum samtalsins. „En,“ segir Irena - „ég vil ekki hafa þig í felum vegna þess að þú sért lesbísk.“ „Þú!“ segir hún. „Ert þú ekki jafn lesbísk og ég? Eða ertu kannski í venjulegu gagnkynhneigðu sam- bandi við mig???“ Algjör þögn verður í símanum. „Úff,“ segir Irena loksins. „Ég meina að þetta væri alveg eins þótt þú værir karlmaður. Ég mundi líka vera með elskhuga í felum.“ „En ég er ekki karlmaður." Þögn. Auður heyrir andardrátt Irenu. Irena heyrir í Auði. „Ég get ekki . .segir hún. „Ef þú getur það ekki, þá geturðu það ekki.“ Rödd Auðar er jafn köld og orðin sem hún segir. „En Auður,“ segir hún biðjandi. „Það er ekki vegna þess að þú sért . . . að við séum í lesbísku sambandi sem ég vil hafa þig í felurn." „Ég hef aldrei sagt það, þetta er þín hugmynd.“ „En hvers vegna bregstu þá svona við?“ „Vegna þess að þú ...“ Auðurbyrjar á setningunni af miklum krafti en gleymirframhaldinu. Síðan held- ur hún áfram, óöruggari með sig: „Þér hefur alltaf fundist sjálfsagt að hafa mig í felum. Þú hefur aldrei spurt mig. Frá fyrstu stundu - í rútunni - þú fjarlægðir höndina! Af því að einhver hefði getað séð okkur. Þú færðir þig ekki þegar við vorum einar.“ „Nei, þá gerðir þú það.“ „Já, og hvers vegna?“ ’Hvers vegna’ bergmálar í eyra Auðar. Síðan verður þögn drykklanga stund. Loks dregur Irena djúpt andann: „Ég veit það ekki, Auður. Ég veit bara að maður getur ekki komið hlaupandi til mannsins síns til að segja frá öllum smá hliðarsporunum sem maður tekur. Orðin streyma hratt fram, fljótandi og rökföst. „Og á bak við hliðarsporin? Er ekki eitthvert fólk þar?“ „Jú, en það verður að fylgja leikreglunum. Þú vissir mætavel í byrjun hvað þú varst að fara út í.“ „Þetta er enginn leikur, írena. Mér finnst fyrirlit- legt hvernig þú tekur á þessu.“ Irena fer í vörn. Þetta er hennar líf, hvernig sem það nú er. „Fyrirlitlegt," segir hún reið. „Er hjóna- bandið fyrirlitlegt?“ „Ekki í sjálfu sér. Annars veistu meira um það en ég. Það er lygin sem er fyrirlitleg.“ „Er samkynhneigt samband eitthvað betra?“ „Hvaðef svo væri ekki. Lyginerþó ekki lofsungin þar.“ Ég skil ekki hvað þú átt við," segir Irena þreytu- lega. „Ég held ekki að samkynhneigð sambönd séu neitt betri.“ „Hvað veist þú um það? Það er miklu erfiðara fyrir okkur að vera með ástkonur í felum því við getum ekki valið úr öllunr landsmönnum. Það er bara eitt lesbíusamfélag á landinu. Þess vegna neyðumst við til að vera heiðarlegar, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Hún hefði svo gjaman viljað ræða þessi mál við Irenu á annan hátt. Hvers konar leið var þetta eigin- lega til að kynnast hvor annarri? Hvers vegna vildu þærhvor aðra? Vildu þær ekki kynnast tilvem hvorrar annarrar-fortíðinni? Þess í stað lenti þeim saman við fyrsta tækifæri. Blendnar tilfi nningar bærast milli þeirra sem þeim tekst ekki að henda reiður á. Hvorug finnur lausnar- orðin út úr ógöngunum. Ruglaðar og bitrar halda þær báðar fast í sitt. Auður er sveitt. Röddin titrar, hún titrar öll. Irena andvarpar: „Þetta er ekki rétti tíminn fyrir svona þolraunir hér á heimilinu.“ Hér á heimilinu! Heimilinu. Heimilinu. „Jæja,“ segir Auður. „Ef þú getur ekki sagt honum frá þessu, vil ég ekki halda sambandinu áfram. Hann neyðist til að takast á við raunveruleikann.“ Orðin hræða hana þegar hún heyrir hvað rödd hennar sjálfrar erformleg. Henni finnst hún ekki skilja þessar leikregl- ur lengur og í heimskulegri tilraun til að leyna tapinu spilar hún af sér. „Ég hef gert svo margt heimskulegt um dagana,“ segir Irena. „Hann verður bara óöruggur með sig, og ekki bætir það úr skák.“ Rödd hennar er veik en þó áköf. Auður finnur að nú hefur hún náð tökum á henni; líður eins og óþægum krakka og nýtur þess. í sama vetfangi heyrir hún dyr opnast við hinn enda línunnar og rödd írenu breytist í vingjamlega síma- rödd. „Jæja, gaman að þú skyldir hringja.“ „En það varst þú sem hringdir.“ „Já, einmitt. Og takk fyrir spjallið.“ „Takk fyrir spjallið - takk fyrir spjallið,“ étur Auður upp eftir henni, „en þú skalt ekki halda að ég láti þig halda mér í felum. Það er ég sem ákveð það - ekki þú.“

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.