Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Page 8
8
Sjónarlnorn
Nœturlíf
Hvað er að gerast á Mulinni Rúst?
eftir Veturliða Guðnason
Fyrri hluti
,Jlow is the gay scene in
lceland?u er spurning sem
margir hafa heyrt í útlöndum.
Oft er hún bara byrjunarleikur
í tveggja manna tali og ekki bú-
ist við greinargóðu svari. Stund-
um vildi maður þó geta svarað
spurningunni í stuttu máli,
nokkurn veginn sannleikanum
samkvæmt en þó þannig að út-
lendingurinn skilji svarið. For-
sendan er auðvitað að maður
skilji spurninguna. „Hvernig er
gaylífið,“ hugsa flestir, sumir
jafnvel „hvernig er samskiptum
samkynhneigðra háttað“ og eru
þá komnir alllangt frá efninu því
það er hvorki verið að spyrja um
lífið né samskiptin heldur svo-
kallaðan „menningarkima sam-
kynhneigðra“, súbkúltúrinn, og
þá fyrst og fremst leiksvið
gaylífsins, þá staði þar sem þessi
ákveðni lífsstíll birtist Ijóslif-
andi: the gay scene.
Hér verður haft fyrir satt að
Þetta menningarsvið, „the gay
scene“ sé raunverulega til, eigi sér
sjálfstæða tilveru og lúti sömu
náttúrulögmálum og aðrar lífræn-
ar heildir, svo sem frumur, plöntur,
fiskar, spendýr, fólk, fjölskyldur,
félagasamtök, stofnanir, borgir,
nki og ríkjabandalög; fólkið kem-
ur og fer en „fyrirbærið“ helst: ef
það verður til og nær nokkrum
þroska halda eigin lögmál því
gangandi. Sú kenning hefur að
minnsta kosti þann góða kost að
með henni má benda á margt og
skýra ýmislegt, sem við fyrstu sýn
virðist órökrænt, án þess að
sökkva niður í hversdagslegt þras
um fordóma og einkahagsmuni.
Laust við allt annað er víst að þetta
„svið“ breytist, tekur við áhrifum
og hefur áhrif og umfram allt lagar
það sig að aðstæðum til að lifa af.
Biðstofa undir báru-
járni
Á voru landi Islandi eru tvö slík
svið: tveir staðir þar sem það er
eðlilegra að vera gay en ekki, ann-
að í litlu bárujárnshúsi við Lindar-
götuna, hitt í stórum kjallara við
Hlemm. Hvort tveggja eru stór-
fróðlegir staðir; innréttingin ein,
leiktjöldin, segir heilmikla sögu.
I bárujárnshúsinu er meginá-
herslan lögð á að allt sé sem „eðli-
legast“, sæmilega fágað og
smekklegt, pastellitir, speglar og
blóm en allt í hófi. Hugsunin var
líklega að þarna skyldi vera sendi-
ráð samkynhneigðra í heimi gagn-
kynhneigðra og einhver sagði að
útkoman væri eins og biðstofa hjá
fínum geðlækni. Umhvert'ið er
eins og gegnhannað til þess að
nokkrar sálir setjist þar niður um
hríð til að bíða. Þarna er eiginlega
ekki hægt að gera neitt annað og
þess vegna er heldur ekkert annað
gert.
Bárujámshúsið er móttöku-
staður fyrir fólk að koma úr felum
og biðstofa þar til lengra er haldið.
Hommamir tóku fyrst fullan þátt í
því starfi en var svo til öllum sagt
upp af því þeir misskildu hlutverk
sitt. Þeir héldu að ætlunin væri að
strákar kæmu þangað til að kynn-
ast strákum eins og í gamla daga
en það er ekki rétt.
Náttúrulegt siðgæði
Samkvæmt náttúrulögmáli líf-
rænna heilda vill „the gay scene“
vaxa og dafna, piltamir verða að
skila sínu menningarhlutverki
áður en þeim leyfist að sofa hjá.
Þess vegna er ótilhlýðilegt að karl-
menn reyni við karlmenn í félags-
heimili Samtakanna 78. Verði
slíks vart er
viðkvæðið:
„Heyrðu góði,
hér er fólk sem
er að koma í
fyrsta sinn.“
Séð frá öðm
sjónarhomi er
þetta að sjálf-
sögðu kynferð-
isleg bæling
Vesturlandanna
í öilu sínu veldi:
það má ekki
gera það strax,
fyrst verður að
bíða. Svo má
deila um það
hvort öll menn-
ing spretti af
göfgun kyn-
hvatanna eða
hvort allt kapít-
alískt arðrán
og öll kommúnísk kúgun byggist
á því að halda verkalýðnum kyn-
hungruðum og með sektarkennd -
en hér verður gengið út frá því að
siðgæðisveijumar í Samtökunum
þjóni hagsmunum „the gay scene‘\
vitandi eða óafvitandi. Það væri lítið
líf á Moulin Rouge ef Jón og Siggi
hittust niðri í Samtökum og fæm
beint heim.
Félagslegt taumhald í
þágu menningarinnar
Konum er aftur á móti eðlislægt að
hafa nokkurn aðdraganda að nán-
um kynnum og vilja ekki sex án
skuldbindinga. Að vísu hefurfrést
af tveimur lesbíum í Oskjuhlíðinni
en þær hljóta að hafa verið í skoð-
unarferð. Það lendir því eðlilega
og óhjákvæmilega á dömunum að
sjá um nauðsynlegt félagslegt
taumhald. Þær verja hagsmuni
„the gay scene“ og sjá til þess að
hommarnir haldist úti á lífinu.
Kannski vaknar líka móðurkennd-
in þegar þær sjá feimna, sæta
stráka stíga fyrstu sporin í gaylíf-
inu, albúna til að lenda í klónum á
karlmönnum.
Siðprýðin er slík að þegar þýsk
alnæmisplaköt, ætluð hommum,
voru hengd upp í Samtökunum á
dögunum varð að taka þau niður
því sjálfskipaðir siðgæðisverðir
töldu að þau gætu vakið óviður-
kvæmilegar kenndir hjá karl-
mönnum. Líklegaerþað einsdæmi
hjá slíkri stofnun. Þess verður þó
að geta að leyft var að hengja
plakötin upp þar sem lítið ber á.
Sumir telja að þar hafi siðsemin
gengið of langt en það er heldur
ekki rétt. Mörkin eru ofar. Sið-
prýðin gekk þá fyrst of langt þegar
kona ein beraði brjóst sín fyrsta
laugardagskvöldið í desember í
fyrra og lesbíumar sögðu:
„Heyrðu góða, hér er fólk sem er
að koma ífyrsta sinn.“ Þárugluðu
þær saman félagslegu hlutverki
sínu í móttökunni og eigin sveita-
mennsku.
Hefði karlmaður gert þetta
hefði þeim að sjálfsögðu borið að
taka í taumana þegar í stað því það
er eins líklegt að hann hefði brotist
gegnum múrinn og komist á séns
strax og á staðnum og orðið hæstá-
nægður með það - en það er á
móti náttúrulögmáli menningar-
sviðsins: það lagar sig að aðstæð-
um til að halda sér við og stækka.
✓
I gamla daga
Á leiðsagnar- og meðferðarstofn-
unni við Lindargötu er leikinn nýr
leikur, móttökuleikurinn, en á
Mulinni Rúst er allt annað geim í
gangi. Sá leikur hófst um leið og
fyrsti barinn var opnaður á íslandi,
1930 áHótel Borg, og varlengi vel
hvergi leikinn nema þar.
Þegar millilandavélar lentu á
Reykjavíkurflugvelli og Gullfoss
lagðist að bryggju í Reykjavíkur-
höfn, svona um það bil þegar Hall-
björg söng „Björt mey og hrein“
sjálf, var Borgin miðdepill bæjar-
lífsins og „the rear bar“ miðdepill
Borgarinnar.
I þessum brennidepli sam-
kvæmismenningarinnar var nógu
alþjóðlegt andrúmsloft til að
sveitamennskan gleymdist um
stund. Þar var auðvitað gífurleg
spenna í loftinu, „öll Reykjavík“
var á staðnum og eitt feilspor gat
kostað sjálfsmorð eða útlegðar-
dóm, en væri farið að settum regl-
um gátu glaðir og reifir menn
leikið af hjartans lystnákvæmlega
sama leikinn og nú er leikinn á
Myllunni.
Fyrsti dansinn
Strákamir á Borginni urðu ódauð-
legir í texta Bubba Morthens og
þeir eiga heiðurinn af því að verða
fyrstir til að dansa saman opinber-
lega á Islandi.
Það þykir sak-
laust gaman og
eðlilegt núorð-
ið, hvar sem er
næstum, en þeg-
ar glaður hópur
geystist út á
gólfið í Gyllta
salnum á miðj-
um 7. áratugn-
um stirðnaði
allur selskapur-
inn í kring;
þjónustufólk
kom fram úr
eldhúsi til að
horfa á þetta
og eftir nokkra
stund féllust
hljóðfæraleik-
urum hendur og
Haukur varð að
hætta að syngja.
Með tilkomu fleiri samkvæm-
isstaða færðist leikurinn um víðan
völl, á Laugaveg 11, í Hábæ, í
Naustið, í Klúbbinn, í Sesar, í Oðal
. . . og svo mætti lengi telja. 1
Klúbbnum kom upp það sérkenni-
lega tilbrigði að hommarnir höfðu
einn bar fyrir sig, á fyrstu hæðinni
í horni gegnt dansgólfinu. Það var
eins og ósýnileg lína væri dregin
rétt fyrir hornið og menn stóðu
þama eins og á sýningarpalli. Ekki
minnkaði spennan við það en
margir tóku örlagaríka ákvörðun
og gengu tvö spor yfir strikið,
gjarnan á fimmtudagskvöldum
þegar ekki var neitt sjónvarp.
Ekki á þessum skóm
Upp úr 1980 lauk ísöldinni í ís-
lensku skemmtanalífi og homm-
amir fluttu sig æ hraðar milli
skemmtistaða. Það olli ógurlegri
hræðslu hjá veitingamönnum, sem
vildu plokka peninga af drukknum
streiturum. Dyravarðastéttin varð
sérstaklega hómófóbísk og allt að
því illskeytt á köflum. Alræmdast
varð ástandið á Casablanca en það
á sér nokkra skýringu. Nokkru
áður en staðurinn var opnaður var
orðrétt haft eftir eigandanum að
allir gestir væru velkomnir. I
fásinninu spann þetta einhvern
veginn upp á sig og opnunarkvöld-
ið mætti allt gayliðið í bænum á
staðinn. Vesalings eigandinn og
starfsmennirnir þekktu ekki nok-
kurn mann en gestimir þekktust
greinilega meira og minna inn-
byrðis. Þetta var ágætt kvöld, fullt
hús og mikil viðskipti, en aðstand-
endur staðarins fengu taugaáfall.
Fráneygur dyravörður, sem leit út
eins og klónaður amerískur
hommi, taldi sig þekkja alla öf-
ugugga bæjarins í sjón og meinaði
þeim miskunnarlaust inngöngu.
Ástæðan var alltaf sú sama: Ekki á
þessum skóm. Ef menn laumuðust
nú samt inn kom oftar en ekki fyrir
að einhver félaginn hvarf. Hann
hafði þá verið sóttur eins og í
Þriðja ríkinu.
Eitt grófasta atvikið var
kannski þegar prúður og kurteis
maður á miðjum aldri sat á Casa-
blanca með tveimur vinkonum
sínum. Allt í einu kemurdyravörð-
urinn hommaglöggi, þrífur í gest-
inn, dröslar honum fram allan
staðinn og tleygir honum á dyr
með orðunum: „Við viljum enga
homma hér.“ Staðurinn auglýsti að
ekki væru allir velkomnir og þá
loks varð hommum ljóst að þetta
var ekki einkamál og hættu allir að
sækja staðinn.
Inn úr kuldanum
Allt olli þetta nokkmm úlfaþyt en
nú komu staðir með nýju sniði til
sögunnar, svo sem Kaffi Gestur,
og með harðnandi samkeppni
komust veitingamenn smám sam-
an niður á jörðina. Hin almenna
siðgæðiskrumla losaði aðeins tök-
in; eftir leirslagi og kroppasýning-
ar Pan-hópsins og dragshow Guys
and Dolls þótti ekki taka því að
vinsa úr gestum eftiráhugamálum.
Allan þennan tíma voru homm-
ar undir ströngu félagslegu taum-
haldi því meginhluti gesta var
auðvitað gagnkynhneigður og það
skapaði ávallt töluverða spennu.
Þá var tvennt öðruvísi en nú:
Hommana dreymdi um að eignast
eigin skemmtistað og lesbíur voru
óþekkt stærð í skemmtanalífmu.
Það furðulega er að þetta tvennt
breyttist svo að segja samtímis.
Lesbíur lærðu að skemmta sér
saman, eftir nokkur umbrot, og
opnaður var fyrsti barinn þar sem
gay fólk var beinlínis velkomið. Á
Gay-barnum, Laugavegi 22, var
þó enn nægur straumur af streitur-
um til að skapa ákveðna spennu.
Síðan kom fyrsta diskótekið og
þar fyrst voru hommar og lesbíur
svo að segja út af fyrir sig. Um
þessu merku menningarfyrirbæri
verður fjallað hér í næsta tölu-
blaði.