Fréttablaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 38
ÞÓTT ÞAÐ SÉ HEIMS-
FARALDUR Í GANGI ÞÁ
MEGUM VIÐ EKKI MISSA
MIKILVÆGASTA KENNILEITI
MIÐBORGARINNAR, SEM ER
LÍFIÐ.
Tryggðu þér áskrift á dv.is eða nældu þér í
eintak í næstu verslun.
EKKI MISSA AF NÝJASTA DV
Eigendur Priksins, þeir Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Guðfinnur Sölvi Karlsson, hleyptu af stað verkefninu Sköp-um líf í lokun í gær. Því
er ætlað að glæða miðbæinn lífi á
þessum flóknu tímum og munu þeir
gera það sem í þeirra valdi stendur
til að aðstoða listafólk og aðra við að
hrinda góðum hugmyndum í fram-
kvæmd.
„Við komum með hugmynd að
þessu slagorði, Sköpum líf í lokun.
Okkur fannst það ná vel yfir hvað
takmarkið hjá okkur er. Við erum
í þeirri stöðu að við getum hjálpað
fólki að komast inn í þessi tómu
rými og með annað skapandi.
Okkur langaði að rífa þetta svolítið
upp ef svo má að orði komast,“ segir
Geoffrey.
Góðar viðtökur
Hann segir þá hafa langað að skapa
sterkt samstöðuafl.
„Þótt það sé heimsfaraldur í gangi
þá megum við ekki missa mikilvæg-
asta kennileiti miðborgarinnar, sem
er lífið. Nú spretta upp tóm rými
þar sem áður voru lundabúðir. Þetta
eru nýir tíma og nýir tímar kalla á
nýja nálgun. Við viljum bara hjálpa
eins mikið og við getum, ýta undir
sköpun í þessum rýmum sem kalla
eftir því,“ segir Geoffrey.
Hann segir verkefnið strax nán-
ast sprungið á fyrsta degi.
„Þegar við kynntum þetta þá létu
undirtektirnar ekki á sér standa.
Þær voru miklu meiri en við bjugg-
umst við. Við erum ekki í þessu til
að eigna okkur einhverja orðræðu.
Okkur langaði bara að tendra bál
sem við vonum að brenni sem
lengst. Þetta snýst um þessi tómu
rými og borgarásýndina. Það græða
allir á því að hún sé góð.“
Úr vörn í sókn
Sjálfir eru þeir með nokkur rými
á sínum vegum en bjóða líka fram
aðstoð sína við að ræða við aðra
leigusala.
„Við viljum hjálpa fólki að koma
sér af stað. Oft snýst þetta um
ábyrgðaraðila eða leigu. Stundum
er um að ræða himinháa leigu og
við getum þá hjálpað fólki við að fá
hana niður til skamms eða lengri
tíma. Í grunninn viljum við bara að
fólk tali við okkur, við erum að hefja
samtal,“ segir hann.
Hann segir það hag allra í mið-
bænum að gera hann sem líf leg-
astan.
„Þetta er búið að vera mjög varn-
arsinnað umhverfi undanfarin ár og
nú er bara kominn tími á sókn. Það
er hagur okkar allra í miðborginni
að hér sé líf.“
Hluti af verkefninu er svo fólginn
í því að reyna að mæta bágri stöðu
tónlistarfólks sem margt hvert
hefur verið tekjulaust síðustu mán-
uði.
„Þá getum við nýtt okkar lokuðu
rými og fólk getur spilað í þeim og
jafnvel streymt. Staðir á borð við
Prikið og Bravó. Okkur langar að
gera tónlistarfólki kleift að koma
fram hjá okkur gegn greiðslu. Við
viljum skapa eitthvert líf í kringum
þessa staði þótt þeir séu lokaðir. Því
þegar það er tómur gluggi er betra
að hafa manneskju í honum heldur
en ekki,“ segir Geoffrey og hlær.
Samstaða á skrýtnum tímum
Eftir að heimsfaraldurinn skall á
tóku þeir sig til og breyttu hóteli
við Lækjargötuna í aðstöðu fyrir
listafólk.
„Þetta er gamalt hús á þremur
hæðum með fimmtán herbergjum
sem við breyttum í stúdíó og
aðstöðu fyrir skapandi fólki. Í stað-
inn fyrir að það standi tómt þá hýsir
það núna sköpun af öllu tagi.“
Hann segist vonast til að sjá góða
samstöðu á þessum skrýtnu tímum.
„Við viljum hvetja fólk sem býr
yfir einhverjum spennandi hug-
myndum sem það situr á til að hafa
samband við okkur. Hvort sem það
tengist listum, matsölu eða öðru
skemmtilegu.“
Hægt er að hafa samband og nálg-
ast frekari upplýsingar á prikid.is.
steingerdur@frettabladid.is
Nýir tímar
kalla á
nýja nálgun
Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og
Guðfinnur Sölvi Karlsson, eigendur Priksins,
hrundu í gær af stað verkefninu Sköpum
líf í lokun. Því er ætlað að glæða miðbæinn
lífi með því að aðstoða skapandi fólk með
góðar hugmyndir við að nýta tóm rými.
Viðtökurnar strax á fyrsta degi fóru fram úr öllum vonum að sögn Geoffreys. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð