Fréttablaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 4
VIÐSKIPTI Hagnaður Hofgarða ehf. nam 947 milljónum króna árið 2019. Félagið fjárfestir í hlutabréfum og öðrum verðbréfum, bæði í skráðum og óskráðum fyrirtækjum. Árið á undan nam hagnaður félagsins 180 milljónum króna. Helstu eignir Hofgarða eru hluta- bréf í skráðum íslenskum félögum svo sem í Marel hf. en gengisþróun þess félags var mjög hagstæð á árinu 2019. Af óskráðum íslenskum fyrir- tækjum má nefna Bláa lónið en Hofgarðar eiga 6 prósent í því félagi. Heildareignir félagsins í lok árs 2019 námu um 2,7 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikn- ingi, skuldir voru 151 milljón króna og eigið fé 2,5 milljarðar króna. Eigandi Hofgarða er Helgi Magn- ússon. Félag í hans eigu á 82 prósent hlutafjár í Torgi sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. – jþ Góð afkoma hjá Hofgörðum Skemmtileg og spennandi bók skrifuð af mikilli virðingu og næmi fyrir flóknum tilfinningum sem fylgja unglingsárunum Sigurvegari Íslensku barnabókaverð- launanna 2020 DÁSAMLEGA FYNDIN Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA REYK JAVÍK Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki eiga von á því að breytingar verði á meðferð reikningsskila Félagsbústaða í sam- stæðu Reykjavíkurborgar í kjölfar álits reikningsskila- og upplýsinga- nefndar sveitarfélaga um sam- stæðureikning Reykjavíkurborgar. Hann segir að skýrt hafi komið fram í álitinu að borginni sé heimilt að taka uppgjör Félagsbústaða inn í samstæðureikning borgarinnar. „Þetta eru atriði sem endurskoð- endur og endurskoðunarnefnd borgarinnar hefur til skoðunar á hverjum tíma en þessu hefur verið nokkuð skýrt svarað. Í samræmi við 39. grein ársreikningalaga eru fjárfestingareignir Félagsbústaða færðar við gangvirði í saman- teknum ársreikningi Reykjavíkur- borgar. Í álitinu kemur skýrt fram að heimilt er að beita ofangreindu ákvæði,“ segir Dagur. Borgarstjórinn bendir einnig á álit reikningsskilaráðs, sem er önnur nefnd skipuð af iðnaðarráð- herra, frá því fyrr á þessu ári. „Þar er mælt með því að færa fjárfestingar- eignir á gangvirði óháð því hver til- gangur með eignarhaldi eignanna er,“ segir hann. Dagur bætir við að endurskoðunarnefnd borgar- ráðs muni fara yfir málið á næstu dögum. Í áðurgreindu áliti er tekið fram að Reykjavíkurborg sé heimilt, en ekki skylt, að taka ársreikning Félagsbústaða óbreyttan inn í sam- stæðureikning borgarinnar. Það sé þó háð þeirri forsendu að starf- semi Félagsbústaða sé skilgreind á sviði fjárfestinga í fjárfestingafast- eignum. Í lögum um ársreikninga er hugtakið fjárfestingaeign skil- greind sem „fasteign, land, bygging eða hluti byggingar, sem ætluð er til öf lunar tekna, svo sem til útleigu eða í öðru ágóðaskyni, en ekki til notkunar í rekstri eða, þjónustu“. Dagur segir að í áðurnefndu áliti reikningsskilaráðs komi fram að mælt sé með því að færa fjár- festingaeignir á gangvirði, óháð tilgangi þeirra. „Félagsbústaðir hafa verið að fjárfesta gríðarlega á undanförnum árum í samræmi við hús næðis áætlun borgarinnar og fjölgun félagslegra íbúða. Borgin á því í gegnum Félagsbústaði næstum því 5 prósent alls húsnæðis í Reykja- vík,“ segir hann. Einar S. Hálfdánarson, sem átti sæti í endurskoðunarnefnd borgarráðs, sagði að allar fasteignir Félagsbústaða ætti að færa á afskrif- uðu kostnaðarverði, til samræmis við fasteignir borgarinnar sem til- heyra A-hluta borgarsjóðs. Dagur segir að borginni sé heim- ilt að færa eignir Félagsbústaða inn á gangvirði, að því gefnu að matsaðferð Félagsbústaða sé hin sama og samstæðureikningur gerir ráð fyrir. Hann hafnar því að blikur séu á lofti um eiginfjárstöðu borgar- innar. „Öllum er það ljóst að gang- verð gefur mun betri upplýsingar um raunverulegt verðmæti eignar heldur en afskrifað kostnaðarverð, miðað við aðstæður á Íslandi. Ef það yrði ekki gert myndi gagnsæið minnka og miklar duldar eignir vera í bókum borgarinnar. Eitt af grundvallarhugtökum reiknings- skila er að þau gefi sem gleggsta mynd af öllum stærðum, þar á meðal eignum, skuldum og eigin fé.“ Dagur segir fjárfesta ánægða. „Fjárfestar sem eiga skuldabréf Reykjavíkurborgar og Félagsbú- staða hafa verið mjög sáttir við að fylgt sé alþjóðlegum reikningsskila- reglum varðandi Félagsbústaði en ekki einhverjum sérsmíðuðum eða sérviskulegum útúrdúrum sem gera ársreikninga ólæsilega og ósambærilega við hefðbundin uppgjör. Enda hafa ekki komið óskir frá fjárfestum um að breyta uppgjörsaðferðum Félagsbústaða, þvert á móti. Fjárfestar hafa líka verið mjög ánægðir með þá faglegu styrkingu sem skipun endurskoð- unarnefndar hefur haft í för með sér. Það er valinn maður í hverju rúmi þegar kemur að uppgjörum og endurskoðun hjá borginnni.“ thg@frettabladid.is Hafnar að eigið fé sé ofmetið Borgarstjóri segir álit reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga ekki kalla á breytingar á fram- setningu samstæðureiknings borgarinnar. Hann hafnar „sérviskulegum útúrdúrum“ við framsetningu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir fjárfesta ánægða.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VESTFIRÐIR Hafnarstjórn Ísafjarðar segir að nýju snjóflóðasetri sé ekki hægt að koma fyrir í Flateyrarhöfn vegna snjóf lóðahættu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í septem- ber er hópur fólks sem vill koma setri upp á Flateyri til að fræða fólk um þessa miklu náttúruvá. Upp- haflega stóð til að koma því fyrir í gömlu pakkhúsi í þorpinu en síðan hafa komið upp hugmyndir um að setja það í varðskipið Ægi. Veðurstofa Íslands vinnur nú að nýju hættumati fyrir Flateyri og fleiri staði vegna þess að snjóflóðin í janúar fóru yfir leiðigarða. Í ljósi þess telur hafnarstjórn að ekki sé tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina. Þá telur stjórnin einnig að plássið í höfninni sé of takmarkað til að koma varðskipinu þar fyrir undir snjóf lóðasetur og auk þess væri ekki hægt að koma því fyrir án fjár- stuðnings frá öðrum opinberum aðilum. Telur hafnarstjórn þó um áhugaverða hugmynd að ræða þó að þessi útfærsla henti ekki. Landhelgisgæslan hafði fyrir sitt leyti tekið vel í hugmyndina um að nota Ægi undir snjóflóðasetur. Ægir hefur ekki verið í notkun um nokk- urt skeið. Birgi Gunnarssyni, bæjar- stjóra Ísafjarðar, hefur verið falið að vinna málið áfram með þeim sem vilja koma setrinu upp. – khg Snjóflóðasetur ekki í höfnina vegna snjóflóðahættu Reynt er að finna snjóflóðasetri stað á Flateyri. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA COVID -19 Af þremur sjúklingum sem liggja á gjörgæslu vegna COVID-19 eru tveir í öndunarvél. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna í gær. Alls eru nú 1.159 einstaklingar í einangrun með virkt smit á land- inu og sæta 2.542 sóttkví. 21 liggur á sjúkrahúsi. Í gær greindust alls 33 með innan- landssmit hér á landi sem er fækkun frá fyrri dögum. Ísland er eitt fjög- urra landa í Evrópu þar sem tíðni daglegs smits og meðaltal síðustu viku fer minnkandi. Þrátt fyrir að faraldurinn sé í nið- ursveiflu varar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir við að sigurinn sé hvergi nærri í höfn. „Þetta er langhlaup eins og við höfum sagt margoft áður og það er ljóst að það þarf lítið út af að bregða til að við fáum bakslag í faraldurinn hér innanlands,“ sagði Þórólfur á fundinum. Þá greindust 17 smitaðir á landa- mærunum sem er óvenjuhá tala. – atv Tveir sjúklingar í öndunarvél Sóttvarnalæknir segir sigur á veirunni hvergi nærri í höfn. Það er valinn maður í hverju rúmi þegar kemur að uppgjörum og endurskoðun hjá borg- inni. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri 2 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.