Fréttablaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 24
Miðhraun 2 · 210 Garðabæ · 587 1300 · kapp@kapp.is · www.kapp.is
KAPP er leiðandi í sölu og þjónustu á flutningstækjum og búnaði
KAPP leggur ríka áherslu á
góða þjónustu og vandað verk enda eru
einkunnarorð fyrirtækisins í stóru sem smáu
„Þú finnur traust í okkar lausn“.
Schmitz Cargobull trailervagnar.
• Innflutningur og sala.
• Nýjir og notaðir vagnar.
• Kassaviðgerðir.
Allar stærðir og gerðir.
• Lengjanlegar.
• Hefðbundnar.
• Nýjar eða notaðar.
• Viðgerðarþjónusta.
Allar gerðir frá DHollandia.
• Litlir sendibílar.
• Stórir flutningabílar.
• Langferðabílar.
• Hjólastólalyftur o.fl.
Rennismíði og fræsivinna á öllum
tegundum plasts og málma.
• Upptekning á hvers kyns
vélum og heddum.
• Verðtilboð í stærri viðgerðir.
Carrier fyrir bifreiðar og vagna.
• Allar gerir af bílum
• Allar gerðir af vögnum.
• Orkusparandi.
• Umhverfisvænt.
• Hedd plönuð og þrýstiprófuð.
• Ventlar og ventilsæti slípuð
og skorin.
• Sveifarásar mældir og renndir
• og svo margt fleira.
FLUTNINGALAUSNIR
TRAILERVAGNAR
GÁMAGRINDUR
KÆLIKERFI
VÉLAVERKSTÆÐI
VÖRULYFTUR
RENNIVERKSTÆÐI
Ford hefur frumsýnt nýja útgáfu af Transit-sendibílnum sem kallast einfaldlega 5.0
tonne. Að sögn Ford er hér um að
ræða sendibíl með mestu flutnings-
getu Ford-sendibíla og er honum
ætlað að keppa við MAN TGE og
Mercedes Sprinter. Hann mun fara í
sölu í næsta mánuði og verða fyrstu
bílarnir afhentir í byrjun næsta árs.
Eins og nafnið gefur til kynna er
heildarþyngd sendibílsins fimm
tonn og getur hann flutt allt að
2.383 kíló af varningi. Það er 300
kílóum meira en venjulegur Ford
Transit. Að sögn Ford er auðvelt
að breyta bílnum í sjúkrabíl eða
smárútu með allt að 19 sætum. Til
að ráða við aukna flutningsgetu er
bíllinn með sterkari bremsum og
hjólabúnaði. Auk þess hefur yfir-
bygging hans verið styrkt. Drifið
og afturöxullinn kemur úr Transit
fyrir Norður-Ameríkumarkað en
sá bíll getur flutt allt að 3.500 kíló.
Aðeins ein vél verður í boði sem er
tveggja lítra dísilvél með forþjöppu
og skilar hún 168 hestöflum, og 390
newtonmetra togi. Hægt verður
að velja um sex gíra beinskiptingu
eða tíu þrepa sjálfskiptingu. Fyrir
handhafa ökuskírteinis sem gefið
er út fyrir 11. ágúst 1997 þarf ekki
meirapróf á þennan bíl en svo-
kallað C1-próf fyrir þá sem tekið
hafa próf eftir það.
Ford frumsýndur
Með sjálfskiptingu er eyðslan kringum 10 lítrar á hundraðið. Rivian mun framleiða nýja bílinn fyrir Amazon í 10.000 eintökum til að byrja með.
Verða bílarnir tilbúnir fyrir 2022
en áætlað er að byggja alls 90.000
slíka fyrir árið 2030. Er verðmæti
þessa samnings áætlað í kringum
5 milljarða dollara. Ekki hefur
verið tilkynnt um tæknileg atriði
nýja bílsins en sagt hefur verið frá
nokkrum fídusum hans eins og
360 gráðu myndavélabúnaði sem
er tengdur við upplýsingakerfi
bílsins.
Einnig verður fullkomin
umferðaraðstoð í bílnum. Að
sjálfsögðu verður bíllinn með
Amazon Alexa raddstýribúnaði
og verður hægt að nota hann til
að stýra leiðsögukerfi og fá upp-
lýsingar um veður fram undan.
Á ameríska vísu verður aftur-
hurðin svokölluð rúlluhurð og
f lutningsrýmið með sérstöku
hillukerfi. Hjól bílsins eru eins
nálægt hornum hans og hægt er
til að auka rými innandyra en það
hjálpar líka bílnum við akstur
í þrengri aðstæðum. Amazon
keypti í febrúar síðastliðnum
hlutabréf í Rivina fyrir 700 millj-
ónir dollara en Ford hefur einnig
fjárfest í Rivina með það fyrir
augum að eiga samstarf um f leiri
rafdrifin farartæki.
Amazon og Rivianí í
samstarfi um sendibíl
Amazon hefur frumsýnt nýjan rafdrifinn sendibíl sem
hannaður var í samstarfi við Rivian-rafbílaframleiðandann.
Framendinn minnir nokkuð á andlit nýja Honda e rafbílsins.
Það er ekki laust við að maður finni til þó nokkurrar smæðar við að sjá
þennan samanburð manns og Komatsu 830E kolatrukks. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Stærstu bifreiðar veraldar eru það gríðarstórar að maðurinn verður bókstaflega
eins og mús í samanburði. Víða
eru gífurlegir risatrukkar notaðir í
námugreftri. Risa-sturtubílar, sem
notaðir eru til að ferja þung hlöss
af málmgrýti úr námum vega þá
hátt í 453.592 kíló og er burðar-
getan yfir 300 tonn. Trukkar af
þessari stærðargráðu eru knúnir
áfram með um 3.000 hestöflum
en til samanburðar er Honda Fit
með um 117 hestöfl og Jagúar XF
300 hestöfl. Hæð námutrukks af
þessari stærðargráðu er yfir sex
metrar, sem þýðir að bílstjórinn
gæti klöngrast úr bílstjórasætinu
inn um opinn glugga á annarri
hæð á venjulegu húsi.
Trukkarnir eru þá rúmlega
fimmtán metrar að lengd sem er
svipuð lengdinni á á fullorðnum
hnúfubak.
Slík ferlíki nota gríðarlegt magn
af jarðeldsneyti sem stuðlar að
töluverðri mengun. Framleið-
endur eru því farnir að skoða
umhverfisvænni orkugjafa. Anglo
American, ENGIE og Williams
Advanced Engineering hafa unnið
saman að framleiðslu heimsins
stærsta vetnisknúna námu-
trukksins.
Markmiðið er að hann sé
jafnvígur ef ekki kraftmeiri en
sambærilegir dísiltrukkar. Þessi
námutrukkur er um 290 tonna
sturtubíll og telst nú stærsta raf-
magnsbifreið í heimi.
Vetnisbúnaðurinn mun gera
námutrukkana hljóðlátari og
ódýrari í viðhaldi en dísiltrukka. Í
stað dísilvélar er lithium-rafhlaða
og er trukkurinn því bæði vetnis-
og rafmagnsknúinn. Þá hefur hann
orkuhleðslu upp á 1.000 kílóvatt-
stundir sem gerir honum kleift að
vinna í sömu erfiðu aðstæðunum
og dísiltrukkar. Fyrstu trukkarnir
fóru í framleiðslu á þessu ári og
fara prófanir fram í platínunámum
í Mogalakwena í Suður-Afríku.
Trukkar á stærð
við hnúfubak
Vetnisbúnaðurinn
mun gera námu
trukkana hljóðlátari og
ódýrari í viðhaldi en
dísiltrukka.
10 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR