Fréttablaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 16
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, ÖRUGGT START MEÐ EXIDE RAFGEYMUM Endingargóðir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir flestar gerðir vörubíla. Veldu vöru frá gæða- framleiðanda sem hentar íslenskum aðstæðum. Hafið samband við sérfræðinga Olís í síma 515 1100 eða pontun@olis.is og fáið nánari upplýsingar. Páll Halldór segir að vörubílar séu sitt líf og hafi verið alla tíð. „Ég man eftir mér sem ungum strák heima í Hnífsdal þar sem ég fylgdist með vörubílunum keyra með mjölpoka úr skipunum í bræðsluna. Pabbi minn, Halldór Friðbjarnarson, vann við þetta og stundum fékk ég að sitja í og vissi fátt eins skemmtilegt. Pabbi og Óskar, bróðir hans, áttu lítinn vörubíl sem þeir notuðu við að ferja efni í nýbyggingar í Hnífsdal og höfðu nokkra atvinnu af því. Svo þegar ég var orðinn sautján ára og fékk bílprófið vildi ég endilega vinna við að keyra. Ég fékk vinnu við að keyra ölbílinn á milli staða. Ölumboðið var í Bolungarvík og ég keyrði þaðan í sjoppurnar á Þing- eyri, Flateyri, Suðureyri, Súðavík, Ísafirði og Hnífsdal,“ rifjar Páll Halldór upp og ekki leynir sér að hann á margar góðar minningar frá þessum tíma. „Ég fékk svo meiraprófið um leið og ég hafði aldur til, þegar ég varð tvítugur, og fékk þá vinnu við að keyra glænýjan flutningabíl milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Á níu árum náði ég að keyra samtals milljón kílómetra. Í dag er hægt að ná þessari vegalengd á mun skemmri tíma, enda vegirnir betri og bílarnir kraftmeiri,“ segir hann. Er kominn hringinn Leiðin lá síðan til Reykjavíkur þar sem Páll Halldór fór að vinna hjá Vöruflutningamiðstöðinni, sem síðar varð Flytjandi. „Ég sá um forvarnir í umferðinni og fleira. Þaðan fór ég svo yfir til Öskju og var sölustjóri Benz-vörubíla og var þar í tólf ár. Þetta var eftirminni- legur tími. Ég fékk að fara víða um heim á fundi hjá fyrirtækinu, prufukeyra nýja bíla og koma með tillögur að því hvað mætti fara betur í hönnun á vörubílum fyrirtækisins. Ég var eini sölu- stjórinn á alþjóðavísu sem var með meirapróf og sá því hlutina stundum í öðru ljósi en aðrir. Núna er ég kominn hringinn og er farinn að keyra vörubíla aftur, er laus við skrif borðið, tölvuna og tölvupóstana,“ segir Páll Halldór og hlær en hann er í tímabundnum verkefnum hjá Öskju eftir að hafa unnið á sínum eigin bíl við ferða- þjónustu síðustu árin. „Ferðaþjónustan er í dvala eins og stendur og ég ákvað því að finna mér annað að gera á meðan svo er. Ég keyri tveggja hæða vörubíl og flyt fólksbíla um allt land. Það er mikill munur á því að keyra svona stóra bíla í dag miðað við hvernig það var fyrir fjörutíu árum. Ég keyrði til Egilsstaða í vikunni á níu tímum en áður tók það um fjórtán til sextán klukkutíma. Bílarnir eru kraftmeiri og tæknivæddari og keyra sig nánast sjálfir. Það er hægt að stilla hraðann, bílinn bremsar sjálfur, nemur línur á veginum og krafturinn er slíkur að maður þýtur upp brekkur sem maður fór áður á 30-40 kílómetra hraða,“ nefnir Páll Halldór og segir akstur- inn alltaf jafnskemmtilegan. Öryggismálin mikilvæg „Bílar eru mín ástríða og partur af því var minn keppnisferill í rallýi. Ég hef líka stundað ísakstur og ökuleikni, sem er mín hliðargrein í þessu. Öryggismálin eru mér líka hugleikin en mér finnst skipta miklu máli að fólk fari sér ekki að voða í umferðinni og komi heilt heim. Því miður er mikið um að atvinnubílstjórar sýni af sér það kæruleysi að nota ekki öryggis- belti, sérstaklega ekki innanbæjar, sem er slæmt. Rallýökumaður myndi til dæmis aldrei fara í rallý nema með öryggisbeltið spennt,“ minnir Páll Halldór á, en hann er ekki alveg hættur að keppa í rallý- íþróttinni. „Ég lét gamlan draum rætast og tók þátt í keppni í útlöndum fyrir tveimur árum. Þegar ég var 24 ára bauðst mér að keppa erlendis en það hentaði ekki á þeim tíma, við konan mín, Kristín G. Ingimund- ardóttir, áttum von á barni og ég vildi vera hjá henni. En þegar þetta tækifæri kom upp ákvað ég að slá til og það var hrikalega gaman. Ég komst í mark og varð mér ekki til skammar,“ segir Páll Halldór og skellir upp úr. „Keppendur voru 170 og við lentum í 50. sæti. Þessi keppni var bara upp á fjörið.“ Fer aftur í ferðaþjónustuna Páll Halldór er ákveðinn í að snúa sér aftur að ferðaþjónustu þegar bóluefni finnst gegn COVID-19 og fólk getur ferðast á ný. Hann þekkir landið út og inn og hefur einna mest verið með ferðir upp á hálendið. „Það er frábært að keyra ferðamenn og sýna þeim landið okkar, sem er svo fallegt. Margir hafa safnað sér fyrir Íslandsferð árum saman og væntingarnar eru miklar, svo maður verður að standa sig og gera gott úr öllum aðstæðum. Ég bíð bara þolinmóð- ur eftir að landið opni á ný en það má búast við skriðu ferðamanna þegar bóluefnið kemur. Ferðaþjónustan á eftir að blómstra á ný. Ég er klár með bílinn minn, sem ég fékk nýjan í maí. Um er að ræða Mercedes Benz Sprinter, sem er sérsmíðaður fyrir lúxusferðir. Ég sé samt fyrir mér að ég endi starfsævina á að keyra vörubíla. Þegar ég lít yfir feril minn sem atvinnubílstjóra er ég einna þakklátastur fyrir hvað ég hef verið farsæll í starfi, “ segir Páll Halldór að lokum. Með ástríðu fyrir bílum Bílar leika stórt hlutverk í lífi Páls Halldórs Halldórssonar. Hann hefur verið atvinnubílstjóri, unnið hjá bílaumboði, sinnt forvörnum í umferðinni og keppt í rallýi með góðum árangri. Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is „Núna er ég kominn hringinn og er farinn að keyra vörubíl aftur, er laus við skrifborðið, tölvuna og tölvupóstana,“ segir Páll Halldór. MYNDIR/AÐSENDAR Á níu árum náði ég að keyra samtals milljón kílómetra. Í dag er hægt að ná þessari vegalengd á mun skemmri tíma, enda vegirnir betri og bílarnir kraftmeiri. Páll Halldór hefur unnið við að keyra ferðamenn um landið. „Ferðaþjónustan á eftir að blómstra á ný. Ég er klár með bílinn minn, sem ég fékk nýjan í maí.“ Núna keyrir hann tveggja hæða vörubíl og flytur fólksbíla út á land. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.