Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Side 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Áróðursmerki lögreglumanna Athygli vakti þegar mynd birtist í fjölmiðlum af lögregluþjóni sem bar merki á búningi sínum sem sýndu fána með áróðri nýnasista. Myndin er nokkurra ára gömul en vakti fyrst at- hygli nú í vikunni. Málið hefur verið tilkynnt til nefndar um eftirlit með lögreglu. Embætti lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu, þar sem umræddur lögregluþjónn starfaði, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem atvikið var harmað og tekið fram að notkun slíkra merkja væri ekki studd með neinum hætti. Lög- reglumönnum hafi nú verið gert skylt að fjarlægja öll merki af búningum sínum sem ekki eru í samræmi við reglugerð. Snarpur jarðskjálfti Jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir klukkan 13.43 á þriðju- dag og fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftinn átti upptök í Núpshlíðarhálsi, 5 kílómetrum vestur af Seltúni á Reykja- nesskaga. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið. Þingfundur var á Alþingi þegar skjálftinn reið yfir og hefur myndskeið sem sýnir þingmann Pírata, Helga Hrafn Gunnarsson, hlaupa úr ræðustól vakið mikla athygli. Líkamsræktarstöðvar opnaðar Líkamsræktarstöðvar gátu hafið starfsemi að nýju í vikunni, þó með ströngum reglum. Aðeins má starfrækja hópatíma þar sem einstaklingar skrá sig í tíma fyrir fram og eru sturtur og búningsklefar lokuð svo dæmi séu tekin. Þetta vakti mikið um- tal. Sóttvarnalæknir kvaðst vera mótfallinn slíkum opnunum og benti á að gífurlegan fjölda COVID-19 tilfella mætti rekja til slíkra stöðva. World Class hóf starfsemi en stöðvarnar Hreyfing og Reebok kusu að gera slíkt ekki og vísuðu þar í vilja kúnna og til samfélagslegrar ábyrgðar. Fullbókað er í alla opna tíma hjá World Class. Manntjón í eldsvoða Kona á áttræðisaldri lést í eldsvoða í uppsveitum Borgarfjarð- ar á sunnudag. Talið er að eldur hafi kviknað út frá rafmagni. Íbúðarhúsið er gjörónýtt eftir brunann. Ekkill konunnar á nú um sárt að binda þar sem hann missti maka sinn og aleiguna og hafa aðstandendur hafið söfnun til að styðja við hann á þessum erfiðu tímum. Dómur fallinn í Mehamn-harmleik Dómur er fallinn í Mehamn-harmleiknum í Noregi. Íslend- ingurinn Gunnar Jóhann Gunnarsson var fundinn sekur um að hafa banað bróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, af ásetningi. Gunnari var gert að sæta 13 ára fangelsi en samkvæmt lög- manni hans verður þessari niðurstöðu áfrýjað á næsta dóm- stig. Afreksstarf leyft á höfuðborgarsvæði Meistaraflokkar og afrekshópar/-fólk mega hefja æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna en húsunum hafði verið lokað nokkru fyrr vegna kórónaveirunnar. Yngri flokkar verða þó að bíða áfram, en þeir sem eru fæddir 2005 og síðar mega ekki hefja æfingar fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Á æfingum þarf að virða tveggja metra reglu og ekki má snerta boltann með höfði. Allur búnaður verður hreinsaður eftir hverja æfingu. 1 Eygló og Valdís ákærðar fyrir stórfelld skattsvik – Gáfu sjálfum sér einbýlishús í Garðabæ Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur fyrir stórfelld skattsvik fyrir að hafa látið hjá líða að gera grein fyrir 85 milljóna króna tekjum frá árinu 2014. 2 Varað við leðurbuxum úr Zöru – Ástæðan sprenghlægileg Ung kona komst að því að leðurbuxur úr Zöru gefa frá sér prumpuhljóð þegar hún hreyfir sig í þeim. 3 Skammast sín ekki fyrir það sem hann gerði – „Það var ég eða hann“ Tom Brewitt, fyrrverandi akademíu-leikmaður Liverpool, viðurkennir að hafa meðvitað reynt að meiða liðsfélaga sinn til að fá sjálfur tækifæri með aðalliðinu. 4 Vaknaði við undarlegt hvæs-hljóð við höfðalagið – Áfallið var gríðarlegt þegar hún áttaði sig á upptökum þess Eiginmaður Pep itu Nicholls reyndi að koma henni fyrir kattarnef með því að dæla gasi inn í hjólhýsi hennar. 5 Þetta eru fyrirtækin sem Efling segir hafa svikið starfsmenn um laun Stéttarfélagið Efling nafn- greindi fyrirtæki sem eru með fleiri en 10 útistandandi launakröfur í ferli hjá félaginu. 6 Mynd hennar vekur athygli vegna kynfæris – „Ég sá það ekki fyrst en nú get ég ekki hætt að sjá það“ Ung kona birti mynd af sér fyrir framan spegil. Fótur hennar sést í speglinum en við fyrstu sýn minnir hann frekar á getnaðarlim sem virðist hanga á milli fóta hennar. 7 Þórólfur svaraði fyrir ákvörð-un sem vekur furðu margra: „Við erum að reyna að koma í veg fyrir hópmyndun“ Sóttvarnalæknir svaraði fyrir það hvers vegna farið var þá leið að loka fyrir keppnis- íþróttir á höfuðborgarsvæðinu. 8 Hertar sóttvarnareglur taka gildi á þriðjudaginn Hertar reglur tóku gildi í vikunni og gilda til 3. nóvember. Skemmtileg og spennandi bók skrifuð af mikilli virðingu og næmi fyrir flóknum tilfin- ningum sem fylgja unglingsárunum Sigurvegari Íslensku barnabókaverð- launanna 2020 DÁSAMLEGA FYNDIN Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 4 FRÉTTIR 23. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.