Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Side 14
14 FRÉTTIR Niðurstaða kosninganna 2016 kom öllum á óvart. MYND/WIKI Þegar tæpar tvær vikur eru til kosninga í Banda­ríkjunum virðist Demó­ kratinn Joe Biden óstöðvandi. Hann mælist með yfirgnæf­ andi stuðning í öllum þeim ríkjum sem máli skipta og fjáröflun Demókrata, sér­ staklega Bidens, slær met í hverjum mánuði. Á meðan þarf Donald Trump Banda­ ríkjaforseti að sætta sig við að draga úr birtingu auglýsinga á stöðum þar sem hann þarf nauðsynlega á þeim að halda sökum fjárskorts. Á sama tíma elta hneykslis­ mál Trump og lítið virðist ganga hjá forsetanum að koma þeim málefnum sem honum eru þóknanleg í umræðuna. Í vikunni bárust svo þær fregn­ ir að meirihluti kjósenda hefði meiri trú á efnahagsstefnu Bidens en Trumps. Fauk þar síðasta tromp Trumps. En, hér er vert að staldra við. Hefur þessi saga ekki verið sögð áður? Var það ekki svo að sigur Donalds Trump árið 2016 var útilokaður? Sigur Clinton talinn óumflýjanlegur Í októberbyrjun árið 2016 birti Washington Post ellefu ára gamlar upptökur af Don­ ald Trump ræða við þáttar­ stjórnanda NBC­sjónvarps­ stöðvarinnar og mátti þar heyra Trump segja að sökum frægðar sinnar kæmist hann upp með að gera hvað sem er við konur. „Ég laðast að feg­ urð. Þetta er bara eins og seg­ ull. Ég bíð ekki einu sinni, ég bara byrja að kyssa þær,“ sagði Trump. „Þegar þú ert stjarna þá leyfa þær manni að gera það. Maður getur gert hvað sem er. Gripið í klofið á þeim. Þú getur gert hvað sem er.“ Margir töldu þetta endalok framboðs Donalds Trump. Mánuður var í kosningar og tveir dagar í kappræður Trumps og Clinton þegar upp­ tökurnar birtust. Kappræðnanna var beðið með talsverðri eftirvæntingu og vakti útspil Trumps í að­ draganda þeirra furðu áhorf­ enda. Tveimur klukkustund­ um áður en kappræðurnar áttu að hefjast í beinni útsend­ ingu boðaði Trump til blaða­ mannafundar. Fyrir svörum sátu hann sjálfur, Paula Jo­ nes, Kath leen Willey, Juanita Broaddrick og Kathy Shelton. Konurnar fjórar höfðu áður komið við sögu í tengslum við Clinton­fjölskylduna. Jones, Willey og Broaddrick höfðu sakað Bill Clinton á forsetatíð hans um kynferðislega áreitni og Hillary Clinton var lögmað­ ur nauðgara Kathy Shelton. Blaðamannafundur Trumps skilaði sínu. Umræðan af­ vegaleiddist og Trump náði vopnum sínum aftur í tæka tíð fyrir kappræðurnar seinna það sama kvöld. Engu að síður sögðu skoð­ anakannanir að sigur Clinton væri óumflýjanlegur. Hún var með afgerandi forskot í bláum ríkjum og sveifluríkin voru hennar að tapa. 8% forskot í Wisconsin og 6% í Pennsyl­ vaníu, til dæmis. Þetta var í höfn hjá henni, sögðu þeir. Tölvupóstarnir knýja á dyr Þann 26. október var Rudy Giuliani, fyrrverandi borgar­ stjóri New York og stuðnings­ maður Donalds Trump, í við­ tali á Fox News og var þar spurður út í þverrandi fylgi „síns manns“. Giuliani var alls ekki tilbúinn til þess að lýsa yfir ósigri á þeim tíma, og sagði að Trump ætti eftir að „koma á óvart á næstu tveimur dögum“. Enginn vissi þá hvað hann átti við. Daginn eftir settist James Comey, forstjóri FBI, niður með stjórnendateymi sínu í höfuðstöðvum alríkislögregl­ unnar í Washingtonborg. Til­ efni fundarins var þúsundir tölvupósta sem höfðu fundist Heimir Hannesson heimir@dv.is DRAUGUR 2016 VOFIR ENN YFIR FORSETAKOSNINGUNUM Biden mælist nú með yfirgnæfandi stuðning bandarískra kjósenda. Sambærileg staða var uppi árið 2016, en lauk svo eftirminnilega með óvæntum sigri Trumps. Getur Trump endurtekið leikinn? 23. OKTÓBER 2020 DV Munurinn, skekkjan, sveifl- an, hvað sem það má kalla, var einfaldlega of mikil og út- breidd. Framhald á síðu 16 ➤

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.