Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.2020, Page 28
HEIMAÆFING SEM ALLIR GETA GERT Þjálfarinn Birna Dís deilir hér skemmtilegri æfingu sem allir geta gert, hentar bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Hún gefur einnig góð ráð til að koma sér af stað. Birna Dís deilir skemmtilegri heimaæfingu sem hentar öllum, bæði byrjendum og lengra komnum. „Heimaæfing sem mig langar að deila er ótrúlega ein- föld en samt sem áður krefjandi. Það er hægt að að- laga æfinguna getu hvers og eins bæði með því að gera auðveldari útgáfur af æfingunum og erfiðari. Ég mæli með því að taka góða upphitun fyrir æfinguna og liðka sig með hreyfiteygjum. Einnig er gott að teygja vel á eftir æfinguna og gefa sér tíma í smá slökun.“ EMOM er skammstöfun á Every Minute On The Minute. Hér byrjum við á nýrri æfingu í upphafi hverrar mínútu og hvílum svo út mínútuna ef við náum að klára fjölda endurtekninga sem gefinn er upp í æfingunni á innan við mínútu. Reynum þó að vera ekki að vinna í meira en 45-50 sekúndur í senn til að fá smá pásu. Á síðustu mínútunni hvílum við svo út alla mínútuna áður en við byrjum á næstu umferð. EMOM24 = Vinnum í 24 mínútur Hér förum við 4 umferðir B irna Dís Ólafsdóttir er 28 ára verkfræðingur og þjálfari. Hún byrj- aði að þjálfa CrossFit árið 2017 og hefur síðan þá bætt við sig þekkingu í þjálfun í ólympískum lyftingum og ný- lega í meðgöngu- og mömmu- þjálfun. „Ég eignaðist dóttur mína í ágúst 2019 og á meðgöngunni fékk ég mikinn áhuga á hreyf- ingu á meðgöngu og eftir fæð- ingu og fékk síðan tækifæri núna í haust til að byrja með WorldFit Mömmur í World Class og ákvað í kjölfarið að sækja nám í þeim fræðum,“ segir Birna Dís. Góð ráð Það getur verið erfitt að finna metnaðinn til að taka æfingu heima. Að mati Birnu Dísar er vel skipulögð æfing lykil atriðið og skilar bestum árangri. „Ef þú ert ekki að fylgja ákveðnu plani er gott að vera samt sem áður búinn að skrifa niður æfinguna áður en þú byrjar. Góð tónlist er síðan mjög mikilvæg að mínu mati og getur gert kraftaverk til að koma sér í gírinn,“ segir hún. „Það er ótrúlega gott að vera búin að ákveða það dag- inn áður hvenær þú ætlar að taka æfinguna og enn betra að Birna Dís segir vel skipulagða æfingu vera lykilinn að árangri. MYNDIR/ SIGTRYGGUR ARI Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is ákveða hvaða æfingu þú ætlar að taka. Það getur verið erfitt að koma sér af stað, sérstak- lega ef maður er að æfa einn. En með því að byrja æfinguna rólega, til dæmis með liðkun sem krefst ekki mikillar ákefðar kemst maður oft í gírinn og vill halda áfram. Einhverja daga kemst maður bara engan veginn í gírinn og þá er líka bara gott að taka rólega æfingu til að liðka sig og hreinsa hugann. Einnig er gott að breyta um umhverfi og þegar veðrið er gott að færa æfinguna einfaldlega út, finna fallegan stað og gera nokkrar æfingar með góða tónlist í eyrunum.“ Búnaður Þú þarft ekki að eiga alls kon- ar búnað til að taka æfingu, segir Birna Dís. „Það er alveg hægt að taka góða æfingu án þess að eiga búnað, en fyrir fjölbreytni er hægt að bæta við alls konar æfingateygjum og svo er auðvitað algjör lúxus að vera með annaðhvort ketil- bjöllu eða handlóð. Einnig er hægt að nota ýmislegt á heim- ilinu, eins og stól eða sófa,“ segir hún. Áhugasamir geta fylgst með Birnu Dís á Instagram, @bd.thjalfun. Hún er dugleg að deila ýmsum fróðleik og miðla þekkingu sinni áfram til fylgjenda. n ÆFINGIN 1: 16-20x Hnébeygjur Erfiðari: Hnébeygju- hopp Auðveldari: Hnébeygja á stól 2: 20-30x Mountain Climbers Auðveldari: Planki á tánum eða hnjánum 4: 12-16x Dýfur á kassa/bekk/stól Æfingin verður auðveldari eftir því sem fæturnir koma nær bekknum – erfiðast með beinar fætur. 5: 12-16x Kassauppstig Auðveldara því lægri sem upp- hækkunin er. Erfiðari: Kassahopp 6: Hvíld 3: 8-12x Split Squat á hvora hlið Erfiðari: setja aftari fótinn á upphækkun 28 FÓKUS 23. OKTÓBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.