Fréttablaðið - 13.11.2020, Qupperneq 6
Þekkirðu lyn þín?
GLÆSIBÆ / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Sími 517 5500 / lyfsalinn@lyfsalinn.is
VESTURLANDSVEGI / OPIÐ 10:00-22:00 alla daga
Sími 516 5500 / vesturlandsvegur@lyfsalinn.is
URÐARHVARFI / OPIÐ 08:30-18:00 mán.- fös.
Sími 516 5505 / urdarhvarf@lyfsalinn.is
og þér líður betur
Komdu eða pantaðu tíma í síma
517 5500 eða sendu póst á
lyfsalinn@lyfsalinn.is
Fáðu faglega aðstoð lyafræðings
UMHVERFISMÁL Jón Þórir Frantz-
son, forstjóri Íslensku gámaþjón-
ustunnar sem gagnrýndur var í
Fréttablaðinu í gær fyrir fullyrð-
ingar sínar í blaðinu á miðvikudag
um afdrif sorps frá fimm sveitar-
félögum á Suðurlandi, er enn ekki
sannfærður um að sorpið sé brennt
en ekki urðað.
„Ástæða fyrirspurnar minnar til
þriggja sveitarfélaga á Suðurlandi
um afdrif almenns úrgangs er sú að
undirritaður hafði reynt að fá þessar
upplýsingar frá tveimur sveitar-
félögum sem treglega hafði gengið
að fá,“ segir Jón Þórir.
„Þegar síðan á það bættist að við-
skiptavinir Íslenska Gámafélags-
ins á Suðurlandi komu til okkar
og sögðust geta fengið ódýrari leið
til förgunar hjá samkeppnisaðila
okkar með því að urða úrganginn
samkvæmt verðskrá Sorpu þá vakn-
aði þessi spurning, hvernig fara þeir
að þessu, þar sem til dæmis verðskrá
Kölku er 50 prósentum hærri fyrir
þennan úrgang og lengri vegalengd
á förgunarstað. Auk þess sem Kalka
urðar ekki úrgang,“ segir Jón Þórir.
Af þessum ástæðum kveðst Jón
Þórir hafa svarað spurningu frétta-
manns á þá leið að hann teldi sig
vita að farið væri með úrganginn til
urðunar á löggildan urðunarstað í
Reykjavík, Borgarfirði eða Húna-
vatnssýslu.
„Ég hafði hreinlega ekki hug-
myndaflug til þess að áætla að fyrir-
tækið færi að borga um tíu krónur
með hverju kílói til þess eins að fá
viðskiptin. Sem aftur vekur upp
spurninguna um samkeppnis-
sjónarmið og gagnsæi til viðskipta-
vinarins,“ segir forstjóri Íslensku
gámaþjónustunnar.
Ítrekað skal að umrædd sveitar-
félög og þjónustufyrirtæki þeirra
Terra höfnuðu í sameiginlegri yfir-
lýsingu sem Fréttablaðið birti í gær
algerlega fullyrðingum Jóns Þóris
um að heimilisúrgangur frá þeim sé
fluttur til förgunar á urðunarsvæði
sem þau hafa ekki heimild til að
nota. Úrgangurinn sé allur brennd-
ur hjá Kölku á Suðurnesjum. – gar
Kveður sér ekki hafa hugkvæmst að
borgað væri til að fá sorpviðskipti
Ég hafði hreinlega
ekki hugmyndaflug
til þess að áætla að fyrir-
tækið færi að borga um tíu
krónur með hverju kílói til
þess eins að fá viðskiptin.
Jón Þórir Frantz-
son, forstjóri
Íslensku gáma-
þjónustunnar
DÓM SM ÁL Sex landeigendur í
Hornafirði hafa kært Vegagerðina
fyrir eignarnám sem þeir telja ólög-
legt. Eignarnámið var gert vegna
þess að ekki tókst að semja við
landeigendurna vegna breytingar
á Þjóðvegi 1 í Hornafirði. Fram-
kvæmdir eru stutt á veg komnar og
ekki hafnar á viðkomandi jörðum.
Vilja landeigendurnir stöðva þær
áður en jörðunum verði raskað.
Breyting á hringveginum og
bygging nýrrar brúar yfir Horna-
fjarðarf ljót hefur verið meira en
áratug í pípunum. Nokkrir tugir
landeigenda sömdu við Vegagerðina
en ellefu vildu það ekki. Gert var
eignarnám og ákvað matsnefnd að
Vegagerðin greiddi þeim samtals 76
milljónir króna.
„Mínir umbjóðendur vildu ekki
semja enda töldu þeir að ekki hafi
mátt velja þessa vegleið. Þeir telja
vera það marga annmarka á ákvörð-
uninni að það valdi ógildingu,“ segir
Hlynur Jónsson lögmaður landeig-
endanna sex sem þegar hafa höfðað
mál. Voru þau tekin fyrir í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Í undirbúningsferlinu vor u
nokkrir valkostir í boði. Í fyrra
varð loks Leið 3b fyrir valinu en
umræddir landeigendur vildu að
Leið 1 yrði valin.
„Umbjóðendur mínir telja að
Vegagerðin hafi valið þessa vegleið
eingöngu vegna hagsmuna sveitar-
félagsins,“ segir Hlynur. „Vegagerðin
valdi fyrst Leið 1 en féllst á að fara
3b eftir að sveitarfélagið bað um
það.“ Leið 3b er á aðalskipulagi
sveitarfélagsins Hornafjarðar en
hún styttir leiðina inn á Höfn.
Bendir Hlynur á að Leið 1 hefði
verið talsvert ódýrari kostur fyrir
Vegagerðina. Samkvæmt úttekt
VSÓ frá árinu 2015 voru leiðirnar
metnar á 3,4 milljarða króna ann-
ars vegar en 4,2 hins vegar. Í sömu
skýrslu kemur fram að Leið 3b hafi
talsvert neikvæð áhrif á umhverfið
en að áhrif Leiðar 1 séu óveruleg til
talsvert neikvæð.
Reynir Karlsson, lögmaður Vega-
gerðarinnar, segir öryggi hafa skipt
meira máli þegar Leið 3b var valin.
„Leið 3b er öruggari umferðarlega
séð, styttri, beinni og með færri
vegtengingum. Vegagerðin horfir
frekar til umferðaröryggis en til
kostnaðar og umhverfisáhrifa þegar
að þessi atriði vegast á,“ segir hann.
„Við nýbyggingu vega leitast Vega-
gerðin við að fækka T-tengingum
því þar verða slysin helst.“
Segir hann sættir fullreyndar í
málinu. Vegagerðin krefst sýknu
og krefst þess að eignarnáms-
bæturnar verði lækkaðar með
gagnsök. „Vegagerðin telur það
landsvæði sem matsnefnd eignar-
námsbóta taldi falla í verði vegna
vegalagningarinnar vera allt of stórt
og hátt metið,“ segir Reynir. „Einn-
ig er stofnunin ósátt við þær bætur
sem nefndin ákvað vegna rasks og
ónæðis af framkvæmdum. Í mörg-
um tilfellum eru framkvæmdirnar
langt frá bæjunum sjálfum.“
Aðalmeðferð í málinu hefst í
febrúar og verður sakarefninu skipt.
Fyrst verður dæmt um lögmæti
eignarnámsins og ef það verður
staðfest verður bótafjárhæðin tekin
fyrir. Að óbreyttu hefjast vegafram-
kvæmdirnar að nýju á næsta ári.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Landeigendur fóru í mál við
Vegagerðina út af eignarnámi
Í gær voru tekin fyrir mál sex landeigenda í Hornafirði gegn Vegagerðinni. Verið er að breyta Þjóðvegi 1
þannig að hann færist nær Höfn en ekki náðust samningar við landeigendurna sem telja ákvörðun um
vegleið ólöglega. Vegagerðin hefur stefnt landeigendunum til baka og vill lækka eignarnámsbæturnar.
Höfn í Hornafirði séð frá fjallinu Vestrahorni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Við horfum frekar
til umferðaröryggis
en til kostnaðar og umhverf-
isáhrifa þegar vafaatriði
koma upp.
Reynir Karlsson,
lögmaður Vegagerðarinnar
VIÐSKIPTI Að mati Samtaka iðn-
aðarins er það grafalvarleg staða
að langtímavextir hafi hækkað
hratt undanfarna mánuði og eru
nú á svipuðum slóðum og fyrir
kóróna veirufaraldurinn. Mikil-
vægt sé að Seðlabanki Íslands snúi
þeirri óheillaþróun við og beiti til
þess þeim hagstjórnartækjum sem
bankinn býr yfir.
Eins og Markaðurinn fjallaði um
í gær hafa vextir á ríkisskuldabréf-
um og sértryggðum skuldabréfum
farið hækkandi á síðustu þremur
mánuðum. Nemur hækkunin um
einu prósentustigi. Að sögn Ingólfs
Bender, aðalhagfræðings Samtaka
iðnaðarins, er þessi umtalsverða
hækkun langtímavaxta andstætt
markmiðum hagstjórnar sem er
að skapa kröftuga viðspyrnu fyrir
efnahagslífið.
„Vaxtahækkunin á sér stað á
sama tíma og fyrirtæki og heimili
landsins eru að takast á við einn
dýpsta og snarpasta samdrátt í
íslenskri efnahagssögu. Hækkun
langtímavaxta dregur enn frekar
úr innlendri eftirspurn, eykur dýpt
niðursveif lunnar og ýtir undir
fækkun starfa,“ segir Ingólfur.
Að hans mati er tvennt sem hefur
valdið hækkun langtímavaxta und-
anfarið. Í fyrsta lagi kallar umtals-
vert aukinn halli á hinu opinbera
á auknar lántökur. Væntingar um
slíkt hafi þau áhrif að langtíma-
vextir hækka.
Í öðru lagi boðaði Seðlabankinn
að hann ætli að vinna á móti þessu
með uppkaupum á ríkisbréfum
fyrir allt að 150 milljarða króna,
svokölluð magnbundin íhlutun.
Hins vegar hefur lítið sem ekkert
verið um efndir af hálfu bankans
hvað þetta varðar. Aftur hafa vænt-
ingar áhrif en lítil kaup bankans
grafa undan trú fjárfesta á að hann
ætli að fylgja eftir orðum sínum
með aðgerðum.
„Það er mikilvægt að þessu sé
snúið við því töf er kostnaður
fyrir fyrirtæki og heimili í land-
inu og kemur ekki síst fram í því
að atvinnuleysi heldur áfram að
aukast. Með skjótum aðgerðum
af hálfu bankans má hins vegar
tryggja lækkun langtímavaxta og
milda þannig þessa djúpu niður-
sveiflu,“ segir Ingólfur. – bþ
Hækkun
vaxta er
grafalvarleg
Ingólfur
Bender
SAMFÉLAG Sendiherra Póllands, Ger-
ard Pokruszynski, sakar talsmenn
kvenréttindasamtakanna Dzie-
wuchy Islandia um að fara með
ósannindi í viðtölum sínum við
íslenska fjölmiðla. Kvenréttinda-
samtökin hafa staðið fyrir hörðum
mótmælum í kjölfar þess að hertar
reglur um þungunarrof voru sam-
þykktar af stjórnarskrárdómstól
Póllands. Meðal annars var settur
upp mótmælaborði á móti húsi
sendiherrans. Var því haldið fram að
hringt hefði verið á lögreglu og farið
fram á að borðinn yrði fjarlægður.
Í yfirlýsingu segir Pokruszynski að
það sé ekki rétt. Hann myndi ekki
vega að tjáningarfrelsi með slíkum
hætti. „Lögreglan var kölluð á stað-
inn í tengslum við ágengni á svæði
sendiherrabústaðarins,“ segir Pok-
ruszynski. Einkaheimili sendierind-
reka eigi að njóta sömu friðhelgi og
verndar sem sendiráðssvæðið. – bþ
Segir mótmælendur hafa farið með ósannindi
1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð