Fréttablaðið - 13.11.2020, Side 8

Fréttablaðið - 13.11.2020, Side 8
Hlutfall ungra kvenna sem nota nikótínpúða er 6 prósentum lægra. HEILBRIGÐISMÁL Samkvæmt nýrri könnun Gallup fyrir Embætti land­ læknis, sem gerð var í júní síðast­ liðnum, nota 19,7 prósent karl­ manna á aldrinum 18 til 34 ára nikótínpúða undir vör daglega. Nikótínpúðarnir hófu innreið sína á íslenskan markað á seinni helmingi ársins 2019. Eru nú margar tegundir, mismunandi styrkleiki og bragð­ tegundir seldar hér á landi. Embætti landlæknis hefur varað við púðunum, engin lög eða reglu­ gerðir séu til og lítið sé vitað um afleiðingar púðanna. Sala ÁTVR á neftóbaki hefur minnkað mikið á árinu, til að mynda um 37 prósent í janúar, að öllum líkindum vegna innreiðar nikótínpúðanna. Hlutfall ungra manna sem nota nikótínpúða af og til er 7,1 pró­ sent. Hlutfallið er talsvert lægra hjá ungum konum, 11,7 prósent nota púðana daglega en 6,3 prósent af og til. Nikótínpúðarnir eru mun óvin­ sælli hjá eldri aldurshópum en þó nota 9 prósent karla á aldrinum 35 til 54 ára þá daglega. 1,4 prósent kvenna á sama aldri nota nikótín­ púða daglega sem er sama hlutfall og hjá körlum 55 ára og eldri. Aðeins hálft prósent kvenna 55 ára og eldri notar nikótínpúða. Neftóbaksneysla, oftast undir vör, hafði verið á lítilli uppleið á Íslandi fyrir komu púðanna. Í talna­ brunni Embættis landlæknis fyrir árið 2019 kom fram að hlutfall not­ enda hafði hækkað úr 5 prósentum í 7 frá fyrra ári, og úr 21 prósenti í 24 hjá ungum körlum. Ekki er úr vegi að álykta að þetta hlutfall eigi eftir að lækka þegar tölurnar verða uppfærðar vegna mikillar notkunar púðanna. Í talnabrunninum kom einn­ ig fram að rafrettunotkun hefði haldist stöðug milli ára, 7 prósent, en reykingar væru á niðurleið. Árið 2019 reyktu 11 prósent Íslendinga, þar af 8 prósent daglega, sem sam­ svarar um 30 þúsund manns. Fyrir aðeins sex árum reyktu 17 prósent Íslendinga og árið 1991 var hlut­ fallið tæp 30 prósent. – khg Fimmtungur ungra karla notar nikótínpúða daglega Landlæknir hefur varað við púðunum enda sé lítið um afleiðingar notkunar þeirra vitað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR VÍSINDI Hópur eðlisfræðinga, stærð­ fræðinga og sálfræðinga við Oxford, Cambridge og þrjá aðra breska og írska háskóla gerðu greiningu á bók­ unum um Krúnuleika George R. R. Martin, sem hin vinsæla sjónvarps­ þáttasería var byggð á. Samkvæmt henni eiga Krúnu­ leikarnir meira sameiginlegt með Íslendingasögunum en breskum sögum á borð við Bjólfskviðu. Lyk­ illinn að velgengni bókanna sé að blanda saman raunsæi og ófyrir­ sjáanleika á vitrænan en jafnframt grípandi hátt. „Fólk skilur heiminn í gegnum frásagnir, en við höfum ekki haft vísindalegan skilning á hvað það er sem gerir f lóknar frásagnir aðgengilegar og skiljanlegar. Þessi greining er skref í áttina að því að svara þeirri spurningu,“ segir Colm Conn aughton, prófessor við War­ wick­háskóla. Í bókaseríunni koma um 2.000 nöfn fyrir og 41.000 samskipti þeirra á milli. Þessum fjölda er hins vegar deilt niður á kafla og hverja frásagn­ arpersónu, þannig að lesandinn nái að fylgja sögunni. Hver frásagnar­ persóna fylgist með um 150 öðrum, sem er um það bil það sem venju­ legur mennskur heili ræður við. Dauðsföll persóna virðast handa­ hófskennd þegar fljótt er á litið. En þar sem tímaröð sögunnar er hrist upp kemur í ljós að svo er ekki. „Þessar bækur eru þekktar fyrir óvæntar vendingar, oft dauðsföll stórra persóna. Það er mjög athyglis­ vert að höfundurinn raðar köflun­ um í þannig röð að þessir atburðir virðast enn handahófskenndari en ef sagan væri sögð í réttri tímaröð,“ segir Padraig MacCarron, doktors­ nemi við Limerick­háskóla. Hann hefur einnig rannsakað Íslendingasögurnar. – khg Rannsókn sýnir tengsl Krúnuleika við Íslendingasögurnar Það er mjög athyglis- vert að höfundurinn raðar köflunum í þannig röð að þessir atburðir virðast ennþá handahófskenndari en ef sagan væri sögð í réttri tímaröð. Padraig MacCarron, doktorsnemi við Limerick-háskóla SKIPULAGSMÁL Faxaflóahafnir leggj­ ast gegn því að fimm smáhýsi fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs Reykja­ víkurborgar verði á milli Sorpu og Ellingsen úti á Granda. Tvö félög sem eiga hagsmuni á Klettssvæðinu við Laugarnes mótmæla síðan að jafn­ mörg smáhýsi rísi við Héðinsgötu. Reykjavíkurborg hefur hug á að fimm smáhýsi verði á Héðins­ götu 8 í Laugarnesi og önnur fimm á Fiskislóð 1. Báðar lóðirnar eru á eignarlandi Faxaflóahafna að því er fram kemur í umsögn skipulags­ fulltrúa félagsins. Til kynningar eru nú breytingar á skipulagi svo þetta megi ganga eftir. „Tillagan var unnin án vitneskju eða aðkomu Faxaflóahafna, sem er andstætt því verklagi sem gilt hefur á eignarlandi hafnarinnar,“ er tekið fram í byrjun umsagnar Faxaflóa­ hafna. Félagið setji sig ekki upp á móti smáhýsum við Héðinsgötu en tekið er fram að ekki sé heppilegt að stofna sérstaka lóð fyrir smá­ hýsin þar sem þau eiga aðeins að vera til bráðabirgða. Hægt væri að gera skammtímaleigusamning við borgina. Annað gildir um svæðið við Fiski­ slóð sem hafi verið nýtt sem bíla­ stæði fyrir Ellingsen samkvæmt samkomulagi. Ekki sé heppilegt að staðsetja smáhýsin þar. „Við Fiskislóð 1 er rekin verslun Ellingsen, lyfjaverslun, gæludýra­ búð, sjúkraþjálfun og dansskóli fyrir börn. Inngangur inn í bæði lyfja­ verslunina og í gæludýrabúðina er beint á móti bílastæðunum þar sem gerð er tillaga að smáhýsum. Vestan megin við svæðið er enduvinnslu­ stöð Sorpu og útkeyrsla frá stöð­ inni,“ er rakið í umsögn hafnarinnar sem býður fram lausn. „Mun heppi­ legri staðsetning væri ef hluti Fiski­ slóðar 37c sem hefur nú þegar verið úthlutað til Reykjavíkurborgar, væri stúkuð af fyrir smáhýsin.“ Þingvangur ehf. hefur átt lóðirnar Héðinsgötu 1 og 2 og Köllunar­ klettsveg 3 frá árinu 2016 og kveðst hafa unnið með Reykjavíkurborg og Faxaf lóahöfnum að skipulagi svæðisins. Bent er á að Þingvangur hafi kært málið og úrskurðarnefnd umhverfis­ og auðlindamála hrund­ ið áformum borgarinnar þegar á árinu 2019. „Í stað þess að una við úrskurð og haga seglum eftir vindi hefur Reykjavíkurborg nú, í kjölfar þess að hafa verið gerð afturreka með ólög­ mætar skipulagsáætlanir, af óbil­ girni gripið til þess ráðs að freista þess að koma til leiðar grundvallar­ breytingum á aðalskipulagi sem tekur til reitsins,“ segir í bréfi lög­ manna Þingvangs. Þá segir Þingvangur að breyt­ ingarnar séu í andstöðu við skipu­ lagslög. „Og eru því miður settar fram þrátt fyrir að umbjóðandi okkar hafi boðið borginni að reisa umrædd smáhýsi tímabundið á annarri lóð sem félagið hefur til umráða,“ segir í athugasemdinni. Þingvangur hafi kostað miklu til og hagað sínum áætlununum í samræmi við gildandi aðalskipu­ lag. Breytingar á því myndu leiða til tjóns fyrir félagið, algerlega að ófyrirsynju. „Þegar við bætist það mark sem sértæk búsetuúrræði eru brennd, er enn augljósara að ef til­ lögur Reykjavíkurborgar yrðu að veruleika, yrði umbjóðandi okkur fyrir verulegu tjóni.“ Eignarhaldsfélagið Sigtún bendir á í sinni athugasemd að mikill skortur á bílastæðum sé á Kletta­ svæði og af því ástandi hafi skapast gríðarleg hætta. Eina stæðið sé á umræddri lóð á Héðinsgötu fyrir 28 bíla. „Er gert ráð fyrir að sá eini blettur sem kallast getur bílastæði sé lagður undir þessi áform um smáhýsi,“ segir í bréfi Sigtúns. „Nú þegar er stórhætta á þessu svæði fyrir jafnt gangandi og akandi veg­ farendur og er svæðið á engan hátt tilbúið til búsetu.“ gar@frettabladid.is Smáhýsaplön enn í mótbyr en borginni boðnar aðrar lóðir Reykjavíkurborg mætir enn andstöðu vegna áforma um smáhýsi fyrir skjólstæðinga velferðarþjónustu sinnar. Nú er lagst gegn því að þau verði annars vegar á bílastæði við hlið Sorpu úti á Granda og á bíla- stæði á Héðinsgötu í Laugarnesi. Eigandi lóða á síðarnefnda staðnum segir borgina sýna af sér óbilgirni. Á lóðinni Héðsinsgötu 8 eru nú bílastæði sem sögð eru vera einu eiginlegu stæðin á svæðinu þar sem mikill skortur sé á stæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Dansskóli fyrir börn á aðra hönd og Sorpa á hina er sögð óheppilegur staður fyrir smáhýsi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nú þegar er stór- hætta á þessu svæði fyrir jafnt gangandi og akandi vegfarendur og er svæðið á engan hátt tilbúð til búsetu. Eignarhaldsfélagið Sigtún SAMFÉLAG Þrjátíu fyrirtæki, fimm sveitarfélög og níu opinberir aðilar hlutu viðurkenningu Jafnvægisvog­ arinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA), á stafrænni jafnréttisráðstefnu félags­ ins í gær. Á ráðstefnunni kynnti Eliza Reid forsetafrú viðurkenningarhafa sem voru þeir þátttakendur sem náð hafa að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Á síðasta ári hlutu átján þátttakendur viðurkenningu en í ár voru þeir alls 44 talsins. Á þessu ári undirrituðu alls átta sveitarfélög og tólf opinberir aðilar viljayfirlýsingu um að vinna að markmiðum Jafnréttisvogarinnar og bætast þannig í hóp þeirra 116 aðila sem nú þegar hafa skrifað undir slíka yfirlýsingu. Vegna aðstæðna var ekki hægt að halda ráðstefnuna með hefðbundn­ um hætti og í ár var einu tré plantað fyrir hvern viðurkenningarhafa. „Hugmyndin kom upp á fundi hjá okkur þegar okkur var ljóst að það væri ekki hægt að gera hlutina með sama hætti og áður,“ segir Thelma Kristín Kvaran, verkefnastjóri Jafn­ vægisvogarinnar. Skógræktarfélag Reykjavíkur úthlutaði Jafnvægisvoginni stað í Heiðmörk, sem hlotið hefur nafnið Jafnréttishlíð, þar var trjánum plantað. Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, segir stað­ inn fara jafnréttinu vel. „Mannauðs­ stjórnun og stjórnun er ekkert annað en garðyrkja. Þú þarft að sá, vökva, næra, snyrta og huga að birtu og samsetningu gróðursins. Það þarf að hreinsa beðin reglulega og arfinn vex mjög hratt ef hann er ekki tekinn upp með rótum,“ segir hún. Stefnt er að því að gróðursetja tré á hverju ári. „Það væri ánægjulegt að sjá hlíðina fyllast á næstu árum, með auknu jafnrétti,“ segir Thelma. –bdj Planta trjám fyrir jafnrétti Ráðstefnan var haldin rafrænt í ár. 1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.