Fréttablaðið - 13.11.2020, Side 10
Traust er það sem
skiptir öllu máli í
þessu og ég sem neytandi vil
geta treyst því að ég viti
hvert úrgangurinn
sem ég er að
flokka fari.
Guðmundur Ingi
Guðbrandsson,
umhverfis- og auð-
lindaráðherra
RÚV Skóla- og frístundaráð Reykja-
víkur kannaði ekki áhuga hjá
öðrum sjónvarpsstöðvum en RÚV
á fjórtán milljóna króna verkefni,
sem það samþykkti á fundi sínum
í vikunni, um að koma reykvískum
börnum á skjái landsmanna.
Fulltrúar meirihlutans fögnuðu
samningnum en fulltrúar Sjálf-
stæðisf lokksins bókuðu að rétt
hefði verið að kanna verð, og áhuga
annarra sjónvarpsstöðva.
Börn í Reykjavík fá að framleiða
sitt eigið efni, eins og stuttmyndir,
jafningjafræðslu, tískublogg og
f leira og fá að fara á námskeið í
tækni- og dagskrárgerð einu sinni
á ári. Tuttugu reykvískum ung-
mennum, ásamt jafnöldrum þeirra
annars staðar af landinu, er boðið
að taka þátt í því námskeiði. Ekki
kemur fram hversu mörg börn utan
Reykjavíkur fá að koma á námskeið-
ið en skóla- og frístundasvið Reykja-
víkur ákveður fyrirkomulagið.
RÚV mun þróa vefsjónvarpsefni
fyrir 8., 9. og 10. bekkinga, í samstarfi
við Skóla- og frístundaráð. Stofn-
unin mun leggja til tækja- og tækni-
búnað til að streyma frá að minnsta
kosti þremur unglingaviðburðum
á vegum ráðsins og sýna Skrekk í
beinni útsendingu auk þess að skrá-
setja skólaheimsóknir og sýna vefút-
sendingu frá undanúrslitunum.
Milljónirnar munu skiptast niður
á þrjú ár og er samningurinn settur
fram sem styrkur til að treysta
rekstrargrundvöll og starfsemi Ung-
RÚV. Áætlað tap RÚV á árinu er um
250 milljónir samkvæmt umsögn
Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra
við fjárlagafrumvarp næsta árs. – bb
Borgin vill
ungmenni í
sjónvarpið
Atriði í Skrekk 2019.
UMHVERFISMÁL „Úrvinnslusjóður
þarf að geta svarað því hvert það
fer sem er f lutt úr landi og hver
meðhöndlunin á því er, hvort sem
það er hér heima eða erlendis. Það
er algjört lykilatriði sem ég hyggst
taka upp við stjórn Úrvinnslu-
sjóðs,“ segir Guðmundur Ingi Guð-
brandsson, umhverfis- og auðlinda-
ráðherra.
„Ef að það er eitthvað í lagaum-
hverfinu eða ferlum sem þarf að
bæta þar þá mun ég gera það. Traust
er það sem skiptir öllu máli í þessu
og ég sem neytandi vil geta treyst
því að ég viti hvert úrgangurinn
sem ég er að flokka fari.“
Hann vinnur nú að lagabreyt-
ingum sem snúa að framtíðar-
fyrirkomulagi úrgangsmála. „Ég
hef verið með lagabreytingar í
vinnslu í ráðuneytinu síðustu tvö
ár sem ég tel að muni styrkja kerfið
okkar í úrgangsmálum. Við þurfum
umbyltingu í úrgangsmálum því við
erum ekki að standa við öll mark-
miðin okkar, þó svo að sumum
þeirra sé vissulega náð.“
Fram kemur í nýlegri umfjöllun
Stundarinnar um plastúrgang á
Íslandi að í raun sé enginn fjárhags-
legur hvati fyrir íslensk fyrirtæki til
að fara með plast í endurvinnslu,
Guðmundur segir að skerpa þurfi á
hvötum og slíkt sé í bígerð.
„Það sem ég er að horfa til er
að innleiða hringrásarhagkerfið,
það er rauði þráðurinn í minni
stefnu í úrgangsmálum. Það snýst í
fyrsta lagi um að draga úr myndun
úrgangs. Í öðru lagi að urða miklu
minna en við gerum í dag, sérstak-
lega af lífrænum úrgangi og þar
með draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda. Í þriðja lagi að auka
endurvinnslu.
Það sem ég hef þegar verið að
gera varðandi að draga úr myndun
úrgangs er meðal annars að setja
fram aðgerðaáætlun varðandi
plastmengun, þar sem er bönnuð
notkun burðarpoka úr plasti, og
markaðssetning ákveðinna vara
úr plasti líka bönnuð. Sú áætlun er
í átján liðum, snýst einnig um að
auka endurvinnsluna og einmitt að
nota hagræna hvata til að gera það,“
segir hann.
„Aðgerðaáætlun vegna matarsó-
unar er einnig á lokametrunum þar
sem stefnt er að helmingi minni
matarsóun árið 2030. Auk þess
hefur fræðsla verið aukin til muna.
Ég legg mikla áherslu á að þessar
áætlanir séu fjármagnaðar þannig
að við sjáum þær gerast og það eru
þær einmitt.“
Guðmundur Ingi segir að vinnan
nú snúi að því hvernig hvetja megi
til meiri endurvinnslu hér á landi,
bæði með efnahagslegum hvötum
og með auknu fjármagni til mála-
flokksins. „Við erum með í undir-
búningi að sveitarfélög og fyrirtæki
geti sótt um styrki til að hefja slíka
starfsemi.“ arib@frettabladid.is
Þarf fleiri hagræna hvata til
að auka endurvinnslu plasts
Umhverfisráðherra undirbýr lagasetningu sem snýr að framtíðarfyrirkomulagi úrgangsmála. Búa þarf
til hagræna hvata til að plast verði endurunnið. Þá kemur til greina að veita fyrirtækjum styrki til að
hefja endurvinnslustarfsemi. Þá er einnig stefnt að því að helminga matarsóun hérlendis fyrir árið 2030.
Stór hluti plasts sem fellur til er sendur til Svíþjóðar í brennslu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
BANDARÍKIN Sjónvarpsstöðin Fox
News var með flesta áhorfendur á
kosninganótt, ef miðað er við áhorf-
stölur úr sjónvarpi. Alls horfðu
tæpar 57 milljónir Bandaríkja-
manna á kosningavöku í sjónvarpi
sem er umtalsvert minna en árið
2016, þegar 71 milljón horfði. Ætla
má að aukið áhorf á netmiðlum hafi
hér sitt að segja.
Þrátt fyrir það setti Fox News
met með 13,7 milljónir áhorfenda.
Skýringin er mögulega sú að stöðin
höfðar til íhaldsmanna sem eru
frekar í eldri kantinum og síður
líklegir til að horfa á netinu. Fyrir
fjórum árum horfðu 11,5 milljónir
á kosningarnar á Fox News en þá
horfðu flestir á NBC, 12,1 milljón.
Í ár hrapaði NBC niður í 5,6 millj-
ónir en 9 milljónir horfðu á CNN.
Alls sýndu þrett án sjónvarpsstöðv-
ar frá kosningunum. – khg
Fox News vann
kosningarnar
Bill Hemmer hefur staðið vaktina á
Fox News í kosningunum.
Starfsmenn hvattir til stillingar
Þrátt fyrir að rólegt hafi verið um að litast utan við Hvíta húsið í Washington í gær var mikill erill inni í húsinu. Robert O’Brien, þjóðar öryggis ráð
gjafi Hvíta hússins, bað starfsmenn ó form lega um að halda ró sinni og halda á fram að vinna sína vinnu. En margir eru nú ó ró legir yfir gangi mála í
Banda ríkjunum þar sem Donald Trump, sitjandi Banda ríkja for seti, hefur neitað að játa sig sigraðan í forsetakosningunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð