Fréttablaðið - 13.11.2020, Síða 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Íslenskir neytendur eru kröfuharðir og þó að þeim finnist frábært að það séu í boði
íslenskar vörur þá er það til lítils
nema vör urnar standist saman
burð í gæðum og verði,“ segir
Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðar
forstjóri Ölgerðarinnar. Hann
segir að átakið Íslenskt skiptir
máli sé þörf áminning um að
íslenskar framleiðsluvörur séu
góður kostur. „Við erum ekki að
gagnrýna erlendar vörur heldur
viljum við minna á þær íslensku,“
segir hann. „Við finnum að áhugi
á íslenskum vörum hefur aukist
enda eru landsmenn meðvitaðir
um stöðu í efnahagsmálum vegna
áhrifa COVID19. Við sáum þetta
líka skýrt árin 20092010,“ bætir
hann við.
Átak þessara sex framleiðslu
fyrirtækja varð til þegar að
nýstofnuð auglýsingastofa, Cirkus,
hafði samband við nokkur fyrir
tæki og kynnti hugmyndina. „Það
er gaman að segja frá því að við
höfum fundið áhuga hjá fleiri
íslenskum fyrirtækjum á að slást
í hópinn, sem sýnir enn frekar
hversu nauðsynlegt menn telja
að minna á íslenskar vörur,“ segir
Gunnar.
„Skilaboðin hafa fengið jákvæð
ar viðtökur og því ber að fagna.
Með átakinu viljum við hvetja
Íslendinga til að vera vakandi fyrir
því að ef íslenskar vörur eru jafn
góðar eða betri, á svipuðu verði
eða hagstæðara, að velja frekar
íslenskt. Neytendur hafa val og um
þessar mundir skiptir það miklu
máli að velja íslenskt. Það skiptir
máli í efnahagslegu tilliti en einnig
er oft um umhverfislegan ávinning
að ræða líka.
Við í Ölgerðinni bjóðum mikið
úrval drykkjarvara sem við fram
leiðum hér á landi. Við erum þar í
harðri samkeppni við innflutning
en teljum okkur standast saman
burð, bæði hvað varðar verð og
gæði. Við værum ekki með þá
hlutdeild sem við erum með á
drykkjarvörumarkaðnum ef við
værum ekki að standa okkur. Við
gerum miklar kröfur til okkar og
neytendur virðast kunna að meta
útkomuna,“ segir hann. „Það er
ólíklegt að Íslendingar haldi jól án
Egils Malts og Appels íns. Sú tvenna
verði varla íslenskari. Ástarsam
band Malts og Egils Appelsíns varð
til árið 1955 þegar Egils Appelsín
kom á markaðinn. Síðan þá hefur
þessi blanda verið órjúfanlegur
hluti af jólahaldi landsmanna,“
segir hann.
„Ég held að allir séu sammála um
að við viljum hafa áfram íslenska
framleiðslustarfsemi á mörgum
sviðum. Við erum þannig sam
mála um að íslenskt skiptir máli en
það er líka hollt fyrir okkur að rifja
það upp endrum og sinnum. Um
það snýst þetta átak,“ segir Gunnar
og bendir á að eftir erfitt ár muni
fólk reyna að gera vel við sig í jóla
haldinu. „Það gætir aðeins bjart
sýni um betri tíma og slíkt hefur
strax áhrif. Auðvitað mun staðan
í efnahagsmálum hafa áhrif á jóla
haldið með einhverjum hætti. Þær
atvinnuleysistölur sem við erum
að horfa á eru skuggalegar og ég
vona svo sannarlega að það lagist
f ljótt. Það er einmitt þess vegna
sem ég vil hvetja neytendur til þess
að hugleiða vel val á neysluvörum,
því með því að velja íslenskt þá
stuðlum við að atvinnusköpun hér
heima. Íslensk framleiðslufyrir
tæki eru að standa sig frábærlega
vel og bjóða upp á ótrúlegt úrval
af góðum vörum. Þetta er alls ekki
sjálfgefið. Markaðurinn hér er lítill
og framleiðendur þurfa að reiða sig
á góða hlutdeild til þess að fram
leiðslan hreinlega beri sig,“ segir
Gunnar.
Pétur Thor er framkvæmdastjóri
Sælgætisgerðarinnar Freyju. Guðrún Haf steinsdóttir, markaðs
stjóri Kjöríss, er alltaf mjög með
vituð um að velja íslenskar vörur.
Guðný Steinsdóttir, markaðsstjóri
MS, segir mikilvægt að vekja athygli
á íslenskri framleiðslu.
Pétur Guðnason hjá Gæða bakstri
segir sjaldan hafa verið jafn brýnt
að velja íslenskt og nú.
Auðjón Guð mundsson er
framkvæmda stjóri markaðs og
sölusviðs Nóa Síríus.
Framhald af forsíðu ➛ Með átakinu
viljum við hvetja
Íslendinga til að vera
vakandi fyrir því að ef
íslenskar vörur eru jafn
góðar eða betri, á svip-
uðu verði eða hagstæð-
ara, að velja frekar
íslenskt.
Sælgætisgerðin Freyja
„Fyrstu framleiðsluvörur Freyju
voru Valencia súkkulaði og hin
klassíska Freyju rjómakara mella
sem er enn framleidd og seld í
óbreyttri mynd. Hjá Freyju starfa
núna um það bil 50 manns,“
segir Pétur Thor Gunnarsson,
framkvæmda stjóri Freyju. „Íslensk
sæl gætisgerð er að mörgu leyti
einstök og hefur leitt til vöruþró
unar á sælgæti erlendis. Djúpur
og Sterkar Djúpur voru sem dæmi
fyrsta sælgæti sinnar teg undar
en núna finnst sams konar sæl
gæti víða um Evrópu framleitt af
gríðarstórum framleiðendum.
Annað dæmi er Hrís sem var
fyrst framleitt árið 1933 en fram
leiðsla á sams konar vörum hófst
erlendis árið 1936. Framleiðsla
Freyju er mannfrek og eru þær
íslensku hefðir sem hafa skapast
við framleiðsluna hafðar að
leiðarljósi í gegnum allt ferlið. Við
viljum hvetja landsmenn til þess
að velja íslenska framleiðslu af
því að íslenskt skiptir þjóðina svo
miklu máli. Íslensk framleiðsla og
handverk eru ekki bara efnahags
lega mikilvæg heldur menningar
lega einnig,“ segir Pétur.
Kjörís
„Ég vel alltaf íslenskt ef ég get.
Það er mikill kostur að geta keypt
íslenskt grænmeti, kjöt, þvotta
efni, salernispappír og annað.
Með vali mínu veit ég að ég er að
skapa störf hér heima. Sama gildir
um fólk sem velur Kjörís fram yfir
sambærilega, erlenda vöru,“ segir
Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðs
stjóri Kjöríss.
„Margfeldniáhrifin út í sam
félagið út af þessari einu ákvörð
un eru gríðarleg. Kjörís kaupir
umbúðir og hráefni af íslenskum
birgjum, sem stuðlar að atvinnu
sköpun hér heima. Og með því að
velja Kjörís þá tryggirðu starfs
fólki fyrirtækisins í Hveragerði,
sem eru á sjötta tug, atvinnu,“
segir hún.
„Íslensk matvöruframleiðsla
stenst fyllilega samanburð
við erlenda framleiðslu hvað
varðar gæði og verðlag. Aukning
matvælafram leiðslu hér heima
helst enn fremur í hendur við
auknar kröfur neytenda um
rekjanleika og hreinleika vara sem
og heimsmarkmiðið um sjálf
bærni.“
Mjólkursamsalan
„Mjólkursamsalan hefur frá
upphafi verið í eigu íslenskra
kúabænda og fjöl skyldna þeirra.
Eigendur eru kúabændur sem
búsettir eru um allt land og segja
má að MS sé stærsta fjölskyldu
fyrirtæki lands ins,“ segir Guðný
Steinsdóttir, markaðsstjóri MS.
„Markmið fyrirtækisins er að
taka við mjólk og umbreyta í
hollar og góðar mjólkurafurðir í
takt við þarfir neytenda. Ein af
lykil áherslum hjá MS hefur verið
öflug vöruþróun síðustu áratug
ina, sem hefur skilað fyrirtækinu
fjöl mörgum vörum sem íslenskir
neyt endur þekkja vel, ein þessara
vara er Kókómjólkin góða, sem
er með vinsælustu vörum fyrir
tækisins en framleiðsla á henni
hófst fyrir tæpum 50 árum,“ segir
Guðný.
„Íslensk framleiðsla er allt
annað en sjálf sögð þar sem mark
aðssvæðið okkar er lítið. Við erum
stolt af öllum vörunum okkar og
viljum að neytendur hafi val en
viljum á sama tíma vekja athygli á
því hvernig gæti farið fyrir lands
þekktum vörum ef íslenskrar mat
vælaframleiðslu nyti ekki við.“
Gæðabakstur
„Vörur Gæðabaksturs skipa stóran
sess á veislu borðum Íslendinga.
Það er varla hægt að hugsa sér
hangikjöt án þess að fá flatkökur
og laufa brauð með,“ segir Pétur
Guðnason, rekstrarstjóri fram
leiðslusviðs Gæðabaksturs. „Með
því að missa framleiðslu úr landi
töpum við þjóðlegum áherslum
og hefðum. Íslenska rúgbrauðið er
sætt og ég hugsa að Íslendingur
inn yrði illa svikinn ef eingöngu
væri boðið upp á sólkjarnabrauð
með þorra bakkanum,“ segir hann.
„Á þessu ári höfum við lagt
mikla áherslu á vöruþróun og þá
sérstaklega þegar kemur að lág
kolvetnavörum, en það er nauð
synlegt fyrir fólk sem er með
vitað um heilsuna að geta gripið í
einfalda kosti þegar það er undir
tímapressu,“ segir Pétur. „Vör
urnar okkar eru íslenskt hand verk.
Margir halda að fyrirtæki af okkar
stærðargráðu sé keyrt áfram af
vélum en hjá okkur er það fólkið
sem er í lykilhlutverki.“
Nói Siríus
„Það eru mikil forréttindi að fá að
vera í hlutverki gleði gjafans og við
erum rosalega heppin hvað Nói
skipar stóran sess hjá Íslending
um,“ segir Auðjón Guðmundsson,
framkvæmdastjóri markaðs og
sölusviðs hjá Nóa Síríus.
Nói hefur fagnað 100 ára
afmæli sínu í ár. „Við þekkjum öll
mikilvægi þess að hafa öfluga
innanlandsfram leiðslu; ekki bara
út af þjóðar skútunni, heldur
eigum við öll vini og vandamenn
sem vinna við innlenda fram
leiðslu og sölu. Þetta skiptir okkur
öll máli og þegar kreppir að eru
Íslendingar snöggir að styðja við
íslenska framleiðslu og þjónustu,“
segir hann. „Við erum heppin með
gott úrval af frábærum, íslenskum
vörum og margar hverjar hafa
fylgt Íslendingum í áratugi. Slíkt
myndi ekki gerast nema íslenski
valkosturinn uppfyllti kröfur
neytenda. Stuttar flutningaleiðir,
inn lendur uppruni margra hrá
efna, góð loftgæði og hrein íslensk
orka við framleiðsluna gerir það
líka umhverfisvænna að velja
íslenskt.“
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R