Fréttablaðið - 13.11.2020, Síða 20

Fréttablaðið - 13.11.2020, Síða 20
Við fengum Sigríði Björk Bragadóttur matgæðing með meiru og annan eiganda að Salt Eldhúsi, sem er að öllu jöfnu kölluð Sirrý, til svipta hulunni af sínum uppáhalds vetrarrétti sem á vel við þessa dagana. „Ég á mjög marga uppáhaldsrétti sem ég elda reglulega. Íslensk kjöt- súpa er reglulega á borðum um vetrarmánuðina og er ég þá með mismunandi útfærslu á henni eftir skapi og stemningu. Grísakóte- lettur í raspi eins og amma gerði eru oft á borðum á veturna þegar öll fjölskyldan er í mat og þá með heimalöguðum rauðrófum og epla- salati.“ Kjarnmikill, kryddaður og spennandi réttur „Reyndar er Chili con carne sá réttur sem mér datt samt fyrst í hug og kannski af því ég er stöðugt að þróa þann rétt og finnst gaman að elda hann og síðan er þetta kjarn- mikill réttur, kryddaður og spenn- andi. Einfaldur en samt flókinn því hann er eins og allt annað sem við matreiðum jafn góður og hráefnið sem fer í hann. Við grínumst oft með það á heimilinu hvaða mat við myndum velja að borða ef við ættum bara eftir að borða eina máltíð í þessu lífi. Þegar best tekst til við að elda chili-ið hefur þessi réttur gjarnan verið minn.“ Skvetta af rauðvíni og dökkt súkkulaði „Ég byrjaði að kaupa nautakjöt beint frá bónda fyrir nokkrum árum, grasfóðrað holdanaut frá Hálsi í Kjós. Ég keypti nautahakk hjá þeim og fann hvernig allir nautakjöts- og hakkréttir sem ég hafði gert áður urðu svo miklu betri og þá fór chilirétturinn minn að þróast í það sem hann er í dag. Splæsti í hann góðri skvettu af rauðvíni og keypti mjög dökkt súkkulaði (77% eða 85%) til að setja út í hann síðast. Í Suður-Ameríku er dökkt súkkulaði notað í kjötrétti en þá er það ósætt súkkulaði sem fæst þar. Ég kaupi það stundum á ferðalögum en dökka súkkulaðið sameinar svo skemmtilega kryddin og kjarnann í réttinum. Ofnsteiktir kartöflubátar, sýrður rjómi og lárperusneiðar er allt sem þarf sem meðlæti. Ég hita líka nachos stutta stund í ofninum og ber fram með en þær mega ekki vera með osta- bragði eða kryddaðar, bara „natur“. Gott að „kósa“ sig með chili Aðspurð segir Sirrý að elda- mennskan á hennar heimili Súkkulaðið toppar réttinn Matur er manns megin sagði skáldið og það eru svo sannarlega orð að sönnu. Það má líka gera ráð fyrir að eldamennskan og áherslan í matargerðinni breytist eftir árstíðum, veðri og vindum. Sigríður Bragadóttir rekur matreiðsluskólann Salt Eldhús. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Chili con carne með rauðvíni og súkkulaði. Sjöfn Þórðardóttir Matarást Sjafnar breytist þegar veturinn skellur á og súpurnar skipi þá meira hlut- verk. „Eldamennskan breytist svo sannarlega þegar veturinn knýr á dyr, þá er kryddaðri matur, kjarn- miklir pottréttir og súpur í for- grunni. Þegar ég bjó í Frakklandi borðuðum við gjarnan matar- miklar súpur á kvöldin, þar er ekki kynt í húsum eins og hér því þar er kynding dýr, þar er max 18°C inni í húsum og súpur hlýja kroppinn svo vel. Sem betur fer getum við hér á landi hitað húsin vel en þegar slydda og slagveður er úti er nota- legt að „kósa“ sig með gott chili.“ Chili con carne að hætti Sirrýjar 3 msk. olía 2 laukar, saxaðir mjög smátt 2-3 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 1 rauður chili-pipar, saxaður eða ½ tsk. chiliflögur 600 g gæða nautahakk 1 kúfuð tsk. kumminduft 1 kúfuð tsk. reykt paprika, (smoked paprika) 1 dl rauðvín (má aðeins vera meira eða um 1½ dl ef þið eigið) 1 dós góðir saxaðir tómatar, (nota tómata og safa) eða smá- tómata í dós 1 msk. tómatpúra (tomatpuré) 1 dl vatn 1 dós nýrnabaunir, safi sigtaður frá og þær skolaðar 15-20 g súkkulaði 85% (kannski minna, smakka til) fæst í heilsu- deildum verslana Salt og nýmalaður pipar og nauta- kraftur ef þarf Byrjið á því að skera laukinn smátt og steikja hann í olíunni við vægan hita þar til laukurinn fer að verða glær, gott er að gefa þessi svolítinn tíma. Notið rúmgóðan pott eða pönnu með loki. Bætið söxuðum hvítlauk og chili-pipar í síðustu mínúturnar. Bætið nauta- hakkinu í pottinn (eða pönnuna) og steikið með lauknum þar til það er vel brúnað. Setjið kummin og papriku út í og steikið með í 1 mínútu. Bætið rauðvíni út í og látið malla í nokkar mínútur. Bætið þá tómötum, tómatmauki og vatni í pottinn og hrærið saman við. Látið þetta allt malla við vægan hita undir loki í 40 mínútur. Bætið nýrnabaunum í í lok suðutímans, þær eru soðnar en þurfa að hitna vel í gegn. Brjótið súkkulaði í litla bita, setjið út í og látið bráðna saman við. Smakkið til með salti og pipar og bætið ef til vill chilif lögum og nautakrafti út í ef ykkur finnst rétturinn megi vera sterkari. Ef tómatpúran er súr, fer eftir tegund, er ráð að bæta örlitlum púðursykri í og það gildir alltaf þegar hún er notuð. Borðið með heitum nachosflögum, sýrðum rjóma og lárperumauki. Njótið vel. NÝ HÁRLÍNA FRÁ LAVERA NÝTT Sölustaðir: heilsuverslanir, Hagkaup, Heimkaup.is og valin apótek. Fylgdu okkur: „Lavera Íslandi“ • Einstök formúla sem þykkir og mýkir. • Sjö nýjar tegundir af sjampói og næringu. • Lífrænt vottað og sílikon frítt í endurunnum umbúðum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.