Fréttablaðið - 13.11.2020, Side 22

Fréttablaðið - 13.11.2020, Side 22
Haukur hefur verið virkur þátttakandi í að byggja upp frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og kenndi sitt fyrsta nám­ skeið í stofnun fyrirtækja árið 2009 en núna er hann í fullu starfi við námskeiðahald. „Þetta var ekki úthugsað hjá mér þegar ég byrjaði. Það var nei­ kvæðni í samfélaginu á þessum tíma, en ég tel mig vera frumkvöð­ ul og eitt helsta einkenni frum­ kvöðla er að hugsa í lausnum, ég setti þess vegna saman frítt námskeið til að hjálpa fólki að skapa sín eigin störf. Það voru 250 manns sem komu á það. Fimm­ tán fyrirtæki voru stofnuð í beinu framhaldi og ennþá fleiri á næstu mánuðum og árum á eftir. Það var upphafið hjá mér að því að byrja að kenna en það var aldrei planið hjá mér,“ segir hann. Haukur heldur úti vefsíðunni frumkvodlar.is þar sem hann bloggar reglulega um frumkvöðla­ starf. Nýlega gerði hann óform­ lega könnun á Facebook­hópnum Íslenskir frumkvöðlar til að fá innsýn í það hvað kemur helst í veg fyrir að fólk láti drauma sína rætast og stofna fyrirtæki. Haukur skrifar á bloggið að við fyrstu sýn virðist hindranirnar vera nokkuð fjölbreyttar en þegar betur er skoðað megi sjá að þær snúast allar um ótta og skort á réttu auðlindunum. Efst á lista yfir þær hindranir sem fólk nefndi var skortur á fjármagni, næst kom að erfitt væri að taka skrefið úr öruggu starfi yfir í eigin rekstur, því næst kom óvissa með næsta skref, ótti um að mistakast og skortur á tíma. Haukur segir að lausnir á þessum vandamálum séu yfirleitt ekki f lóknar en hann fer yfir þær á blogginu og skrifar meðal annars: „Algengasta hindrunin er skortur á fjármagni. Þetta er afsökun sem heyrist alls staðar í umhverfi frumkvöðla, en stað­ reyndin er sú að það þarf ekki mikið fjármagn til að fara af stað. Það að vera frumkvöðull er ekki bara að setja upp excel­skjal með viðskiptaáætlun og afkomuspá næstu ára. Það að vera frum­ kvöðull er að koma sér af stað með litlum tilkostnaði með hugmynd sem svo vex og dafnar í það sem þú vilt að hún verði, en það tekur tíma. Þú þarft að finna lausnir óháð því hvaða takmörkunum þú ert háð/ur, hugsa út fyrir kassann. Besta leiðin til að fjármagna fyrir­ tæki er að byrja strax á því að selja vöruna eða þjónustuna sem fyrir­ tækið býður upp á. Það er hægt að gera með litlum tilkostnaði, jafnvel á netinu, þú þarft ekki skrifstofuhúsnæði, f lotta heima­ síðu, nafnspjöld eða sérhannað logo til að byrja.“ Aðspurður segir Haukur að niðurstöður könnunarinnar hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart. „Þetta eru sömu ástæður og ég hef heyrt hjá fólki á nám­ skeiðunum hjá mér. En þetta eru yfirstíganlegar hindranir. Lang­ stærsta hindrunin er þessi andlega hindrun. Fólki finnst þetta svo stórt og f lókið. En þetta er ekkert svo f lókið. Það þarf ekki að vera vísindamaður til að finna úr út þessu. Ég verð oft var við það á námskeiðunum að þá kviknar á perunni hjá fólki, það fær yfirsýn yfir hvernig ferillinn er og þá verður þetta allt miklu auðveld­ ara,“ segir Haukur. Hann segist hafa kynnst því sjálfur þegar hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki að það var erfitt að fá skýr svör og lítið var um fræðslu um fyrirtækjarekstur. „Þegar ég var í námi var þessi möguleiki lítið kynntur fyrir mér. Og mér finnst almennt mjög mikilvægt að þetta sé möguleiki. Sérstaklega í svona ástandi eins og er núna, fólk er að missa vinnuna og það er ekkert auðvelt að fá vinnu. Af hverju þá ekki að búa sér til vinnu með því að stofna fyrir­ tæki?“ segir Haukur og bætir við: „Auðvitað er þetta mikil lær­ dómskúrfa, þegar fólk er að fara út í eitthvað sem það hefur ekki gert áður. En það er til fullt af aðgengi­ legu efni til að fá upplýsingar. Ég hef verið að skrifa mikið af greinum og búa til myndbönd þar sem ég tala við aðra frumkvöðla. Fólk getur aflað sér mikið af upp­ lýsingum í dag svo þetta ætti ekki að vera svo óyfirstíganlegt lengur.“ Haukur segir að hann sjálfur hafi ákveðið fyrir um það bil tveimur og hálfu ári að breyta til og fá sér venjulega vinnu. Hann var nýbúinn að selja fyrirtækið sitt og hann og konan hans voru að stofna fjölskyldu. Hann hugsaði með sér að þá væri kannski örugg­ ara að starfa fyrir einhvern annan. „En svo þegar COVID kom þá var ég látinn fara. En þá var það frumkvöðlaeðli mitt og reynsla mín af því að reka fyrirtæki sem bjargaði mér. Ég þurfti ekki aftur í það að fara að leita að vinnu, sérstaklega út af þessu ástandi, heldur gat ég nýtt mér þá þekk­ ingu sem ég hafði og stofnaði fyrirtæki og ég starfa á fullu við það. Þetta er líka það sem ég hef mest gaman af svo þetta var full­ komin lausn fyrir mig. Andlega hindrunin er stærst Haukur Guðjónsson er frumkvöðull með langa reynslu af fyrirtækjarekstri og námskeiðahaldi. Nýlega gerði hann óformlega könnun á því hvað hindrar fólk í að stofna eigið fyrirtæki. Haukur segist vera frumkvöð- ull í eðli sínu. MYND/AÐSEND Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . N ÓV E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.