Fréttablaðið - 13.11.2020, Page 30
BUBBI ER EINN
FÆRASTI LAGA-
SMIÐUR SEM VIÐ HÖFUM ÁTT,
EF EKKI SÁ FÆRASTI, OG
FLOTTUR SÖNGVARI EN TEXTA-
GERÐ HANS ER ÞAÐ MERKASTA.
BÆKUR
Káinn, fæddur til að fækka
tárum
Jón Hjaltason
Útgefandi: Völuspá
Fjöldi síðna: 360
Þetta haustið fær Káinn, sem upp-
haf lega mun hafa merkt ljóð sín
K.N., verðskuldaða athygli. Fyrir
utan bókina sem hér er til umfjöll-
unar, gaf hljómsveitin Baggalútur út
ellefu laga plötu, Sólskinið í Dakóta,
í haust við ljóð Vestur-Íslendinga,
þar af eru níu eftir Káin.
Það leynir sér ekki
við lestur bókar-
innar um Káin að
höfundur hennar,
Jón Hjaltason sagn-
fræðingur, hefur haft
gaman af verkefninu.
Textinn er leiftrandi
af kímni enda hæfir
það vel umfjöllunar-
efninu, „fyrsta og eina
kímniskáldi Íslend-
inga“ eins og segir á
bókarkápu.
Um leið og sögð er
saga Kristjáns Níelsar
Jónssonar, Káins, er sögð saga þjóð-
ar og lýst aðstæðum sem hún bjó
við á síðari hluta 19. aldar,
örbirgð og vesæld. Káinn
lifði á þeim tímum þegar
stór hópur Íslendinga tók
sig upp og f lutti vestur
um haf í leit að betra lífi.
Nítján ára fluttist hann til
Vesturheims og settist að
í Winnipeg í Manitóba og
svo síðar í Norður-Dakóta.
Fyrir okkur sem nú
erum uppi er frásögnin
af líf inu á A k urey r i,
he i m a b æ s k á l d s i n s ,
framandleg þó ráma megi
í sambærilegar lýsingar úr sögu-
tímum. Þær voru þó, í minningunni
að minnsta kosti, fremur almenns
eðlis. Frásögnin af lífinu á Akureyri
á þessum árum er áhrifamikil og
sýnir vel hversu erfitt uppdráttar
blásnautt fólk átti á þeim tíma.
Þótt tilvera þessa fólks hafi verið
erfið og harðdræg virðist alltaf hafa
verið stutt í kímnina sem einkenndi
mest af skáldskap Káins. Káinn var
einn þeirra fjölmörgu sem fluttust
frá landinu og til Vesturheims. Þó
vonin hafi verið sterk um bærilegri
vist vestra þurfti einnig mikið að
hafa fyrir lífinu þar.
Saga Káins í Vesturheimi er
einnig saga þeirra landa hans sem
þangað f luttu og þeirra ástæðna
sem að baki bjuggu. Þannig er bók
Jóns Hjaltasonar saga skáldsins en
einnig sagnfræðileg heimild um líf
horfinna tíma bæði hér og ytra.
Jóni tekst vel upp og afrakstur-
inn er leiftrandi skemmtileg bók
þar sem stórmerkum tíma Íslands-
sögunnar eru gerð skil. Jafnframt er
í bókinni birtur fjöldi ljóða skálds-
ins sem sum hver eru þekkt og
önnur síður. Umbrot og frágangur
bókarinnar er til fyrirmyndar og vel
vandað til verka. Jón Þórisson
NIÐURSTAÐA: Eiguleg bók sem lýsir vel
aðstæðum í tveimur heimum á nítjándu
öldinni. Um leið og ævi ölkærs skálds
er rakin er dreginn fram merkur hluti
sögu Íslendinga þegar þeir fluttust unn-
vörpum vestur til að freista gæfunnar.
Leiftrandi bók um fyrsta kímniskáldið
Bubbi Morthens – Fer-illinn í fjörutíu ár er bók um tónlistarferil Bubba Morthens eftir Á r n a M at t h ía s s on blaðamann.
„Í bókinni rek ég uppruna Bubba,
segir frá umhverfinu sem hann
kemur úr og skýri hvers vegna
hann hefur brunnið svo fyrir því
að berjast fyrir réttindum smæl-
ingja. Svo byrjar sagan með látum
1980 þegar tvær lykilplötur hans,
Geislavirkir og Ísbjarnarblús, koma
út og breyttu rokksögunni. Í kjöl-
farið varð Bubbi Morthens á allra
vörum og hefur verið þar síðan,
óhemju af kastamikill og vinsæll
tónlistarmaður og sjónvarpsmaður,
umdeildur og dáður,“ segir Árni.
Spurður hvort hann hafi leitað til
Bubba við vinnslu bókarinnar segir
hann: „Ég leitaði til Bubba þegar
mér fannst tímasetningar stangast
á eða atburðarás óljós, en annars
byggir bókin á heimildasöfnun og
viðtölum við fjölmarga sem unnið
hafa með Bubba í gegnum árin og
þekkja hann vel. Ég fékk Bubba svo
til að segja mér frá nokkrum lykil-
lögum frá ferlinum.“
Árni kynntist Bubba í Vest-
mannaeyjum árið 1974. „Ég var
þá að fara á humarbát og við
urðum miklir vinir. Við vorum
tveir bess erwisserar og örugglega
alveg óþolandi, étandi sveppi og
reykjandi hass. Bubbi var alltaf
með gítarinn og báðir höfðum við
áhuga á amerískum þjóðlagasöng
og kassagítarblús. Bubbi er mjög
klár, fólk gleymir því oft af því per-
sónan sjálf er svo yfirþyrmandi.
Hann er vel lesinn og fólk sem les
mikið veit mikið.“
Merk textagerð
Spurður hvað geri Bubba að svo
merkilegum tónlistarmanni segir
Árni: „Bubbi er einn færasti laga-
smiður sem við höfum átt, ef ekki
sá færasti, og f lottur söngvari en
textagerð hans er það merkasta. Ég
held því fram að hann sé þjóðskáld
okkar í dag. Allir þekkja hann,
allir hafa skoðun á honum og fólk
kann lög hans. Ég held til dæmis að
nánast allir Íslendingar kunni Stál
og hníf.
Í textunum hefur hann veitt
Þjóðskáld okkar í dag og líka samviska þjóðar
Árni Matthíasson er höfundur bókar um tónlistarferil Bubba Morthens. Hann segir Bubba vera einn fær-
asta lagasmið sem við höfum átt en textagerðin sé það merkasta. Segir Bubba súmmera upp íslenska þjóð.
Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fjallar um fjörutíu ára feril Bubba Morthens í nýútkominni bók sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Bubbi Morth
ens hefur alltaf
verið eins og
við. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/ERNIR
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
aðgang að sínum innri manni og
einkalífi og hefur verið ótrúlega
duglegur að tala um alls kyns mál
sem fólk talar almennt ekki um,
eins og til dæmis sjálfsvíg, bága
stöðu kvenna og of beldi. Hann
samdi frábært lag um mann sem
átti barn sem varð morðingi. Hann
hefur verið þjóðskáldið okkar en
líka samviska þjóðarinnar.“
Alltaf verið trúbador
Bubbi hefur verið afkastamikill og
ekki slakað á síðustu ár og væntan-
leg er 34. sólóplata hans. „Ef við
teljum með plöturnar sem hann
hefur gert með hljómsveitum þá
eru þetta orðnar 44 plötur,“ segir
Árni og bætir við: „Hann hefur líka
gefið út frábærar ljóðabækur en
þar hefur hann meðal annars ort
um kynferðislegt of beldi sem hann
varð fyrir og þrengingar og erfið-
leika vegna neyslu.“
Spurður hvort hann sjái ákveðna
þróun á hinum langa ferli Bubba
segir Árni: „Bubbi hefur gert alls
konar hluti í gegnum tíðina og
spilað alls konar tónlist, meðal ann-
ars gefið út plötur með miklu rokki
og haft gríðarleg áhrif hvað það
varðar. Lili Marlene er rokkplata en
þar kemur hann fram sem trúbador
með rokkundirleik. Hann hefur allt-
af verið trúbador, Bubbi Morthens
með kassagítarinn.“
Eins og við
Á tímabili varð Bubbi fyrir allnokk-
urri gagnrýni þar sem hann þótti
verða orðinn full borgaralegur. Um
þetta tímabil segir Árni: „Móðir
þeirra bræðra innrætti þeim að
standa með smælingjanum og það
hefur verið rauður þráður í gegnum
líf Bubba. En þegar hann fór í með-
ferð í annað sinn og náði tökum á
neyslunni þá langaði hann til að
lifa smáborgaralegu lífi, vakna á
morgnana með börnunum og vera
heima þegar þau kæmu heim úr
skólanum. Á þeim tíma heillaðist
hann af þeim draumi, sem margir
voru uppteknir af, að það væri frá-
bært að vera ríkur og það væri gott
að græða. Hann færðist svo langt
til hægri að hann sagði í viðtali að
hann væri Sjálfstæðismaður. Svo
kom í ljós að hann var það ekki.
Það sem ég held að fólk sé mjög
hrifið af er að Bubbi hefur alltaf
verið eins og við. Hann talar til
okkar af því að hann er við, hann
súmmerar upp hina íslensku þjóð.“
1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING