Fréttablaðið - 13.11.2020, Síða 31

Fréttablaðið - 13.11.2020, Síða 31
BÆKUR Skógurinn Hildur Knútsdóttir Útgefandi: JPV Fjöldi síðna: 311 M a r g i r hafa ef laust beðið þess með mikilli e f t i r v æ n t- ingu að fá í hendur og hu g lok a- h l u t a n n í þ r í l e i k H i l d a r K n ú t s - dóttur sem hófst með s k á l d s ö g - unni Ljónið sem kom út 2018 og var fylgt eftir með framtíðartryllinum Nornin sem kom út í fyrra. Sú fyrrnefnda segir frá unglingsstúlkunni Kríu í okkar samtíma, fyrstu ástinni og dularfullum atburðum sem tengj- ast skáp í húsi á Skólastrætinu í hjarta Reykjavíkur. Í annarri bók- inni kynnumst við Ölmu, dóttur- dóttur Kríu, árið 2099 og þeirri Reykjavík sem loftslagsbreytingar hafa fært komandi kynslóðum og einnig þar verður skápurinn í Skólastræti miðpunktur dular- fullra og óskiljanlegra atburða. Titlar bókanna eru vitnun í ann- arsheimsfantasíu breska rithöf- undarins CS Lewis sem kom út árið 1950 og ber heitið Ljónið, nornin og skápurinn. Þar er skápur hlið inn í annan og gerólíkan heim, ekki ósvipað því sem gerist í þessum þrí- leik nema hvað nafn þriðju bókar- innar er ekki Skápurinn heldur vísar í það sem býr handan hans, sem er Skógurinn. Í bókinni fylgjumst við með Kríu fóta sig í heiminum handan skáps- ins sem er í senn alveg framandi en samt að einhverju leyti líkur okkar heimi, þar er líf, vatn og gróður en allt er þetta þó ólíkt því sem gerist okkar megin. Kría reynir að leysa ráðgátuna um sjálfa sig, húsið og hinn fagra og hættulega Davíð og jafnframt að skilja þennan nýja heim sem hún er skyndilega föst í. Og lesendur eru með henni í uppgötvun á nýjum heimi og leit að svörum við gátum hins gamla. Hildur Knútsdóttir er höfundur með óvenjulegt og ríkulegt ímynd- unaraf l og nær betri tökum á stíl- brögðum og orðfimi með hverri bók. Þessi bók heldur lesanda vel við efnið og heimurinn sem hún skapar er sannferðugur og vel hugs- aður. Í fyrri tveimur bókunum er daðrað við hið yfirskilvitlega en í Skóginum er fantasían eða jafnvel vísindaskáldskapur allsráðandi. Kría notar eðlisfræðilögmál til að reyna að skilja það sem hún upp- lifir og löngu máli er varið í að kynna og skýra þennan nýja heim sem við blasir, hvort sem lýtur að samfélagsuppbyggingu og vistkerfi, veðurfari eða stöðu himintungla. Aðeins minna og eiginlega of litlu púðri er hins vegar eytt í að tengja saman lausa þræði úr fyrri bókunum og skýra það sem þar gerist. Sem gæti valdið einhverjum lesendum ákveðnum vonbrigðum þar sem heilmikil spenna hefur fengið að byggjast upp á tveimur árum sem ekki fær þá lausn sem lokabókin í æsispennandi þríleik þarf helst að bjóða upp á. Áherslan er of mikil á skóginn á kostnað skápsins. Nema fjórða bókin sé í farvatninu. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og áhuga- verð fantasía sem nær samt ekki alveg að ljúka því verki sem hafið var. Skápurinn 3 online g jör ningad ag sk r á Sunday Seven-hópsins fer fram í dag, föstudaginn 13. nóvem- ber. Útsending hefst klukkan 20.00 og verður streymt í gegnum Artz- ine. is. Einnig er hægt að sjá við- burðinn frá viðburðasíðu hópsins sem ber heitið „Sunday 7 live on Friday the 13th“. Gjörningalistamennirnir koma fram í þessari tímaröð að íslenskum tíma: n 20.00 – Styrmir Örn Guðmunds- son + Agata Mickiewicz n 20.20 – Ásta Fanney Sigurðar- dóttir n 20.40 – Magnús Logi Kristinsson n 21.00 – Snorri Ásmundsson n 21.20 – Sigtryggur Berg Sigmars- son n 21.40 – Ingibjörg Magnadóttir n 22.00 – Darri Lorenzen Gjörningadagskrá Sunday Seven Snorri Ásmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÚTSENDING HEFST KL 20.00 OG VERÐUR STREYMTÍ GEGN UM ARTZINE.IS Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is | Opið alla virka daga 10–18 | Um helgar 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA „ÞETTA ER STÓRVIRKI.“ Þorgeir Tryggvason / Kiljan „Eins og varða í íslenskum barna- og unglingabókmenntum.“ Egill Helgason / Kiljan Skógurinn er æsispennandi og dularfull framtíðarsaga eftir verðlaunahöfundinn Hildi Knútsdóttur. Lokabindið í þríleiknum um Kríu. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21F Ö S T U D A G U R 1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.