Fréttablaðið - 13.11.2020, Side 36

Fréttablaðið - 13.11.2020, Side 36
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn. geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Við erum til staðar Leysum málin Við hvetjum þig til þess að hafa samband í gegnum rafrænar þjónustuleiðir okkar. Nánari upplýsingar á vodafone.is Netspjall vodafone@vodafone.isPanta símtal Mínar síður Fljúgðu burt dúfa kom til mín í nokkrum mis-munandi myndum og er fyrsti singúll af plötu sem mig langar til að gefa út árið 2021,“ segir tón- listarmaðurinn Auður um nýtt lag sem hann sendir frá sér í dag. Auður segir að dúfan sú hafi fyrst komið til hans í Mývatnssveit þar sem hann hefur á þessu ári eytt drjúgum tíma við tónsmíðar. „Fyrst var þetta kassagítarlag á Mývatni, síðan endurútsett með hipphopp- pródúksjóni og 808 bassa í Reykja- vík og loksins strípað niður í ekkert nema píanó og söng í Ártúninu.“ Nakið og berskjaldað Auður segist síðan í raun einfaldlega hafa slökkt á öllum rásunum þar til ekkert var eftir nema feltpíanó- leikur Magnúsar Jóhanns Ragnars- sonar. „Eftir var Maggi minn á feltpíanói og þegar maður tekur upp svona feltpíanó þá heyrast brak og brestir á hljómborði hljóðfærisins, ruggið í stólnum og andardrátturinn í tónlistarmanninum. Berskjaldað og nakið,“ segir Auður og bætir við að „vandvirki engillinn“ Styrmir Hauks hafi mixað lagið. „Þegar ég gaf út Afsakanir fékk ég mikið lof fyrir textana mína. Fólk sem þekkti mig ekki hrósaði mér fyrir að vera opinskár og tilfinn- ingalega hreinskilinn,“ segir Auður um sína aðra plötu sem hann sendi frá sér síðla árs 2018. Afsakanir á erfiðum stað „Þetta var að gerast á sama tíma og ég strögglaði mjög mikið með það að opna mig gagnvart fólki í kring- um mig. Ég var á erfiðum stað and- lega og fannst skrítið að fá einlæg skilaboð um að ég væri að hjálpa ungum strákum og stelpum þegar ég átti erfitt með að hjálpa sjálfum mér.“ Að baki tónlistarmanninum Auði er Auðunn Lúthersson sem gefur sjaldan á sér færi og er annálaður fyrir að forðast fjölmiðla og viðtöl. „Ég hef bara farið í eitt almennilegt viðtal og af þakkað mörg góð boð hjá fjölmiðlafólki sem vinnur mikil- væga vinnu. Hundsar utanaðkomandi greiningar Ég finn fyrir löngun til þess að aðskilja einkalíf mitt og atvinnu en ég gæti samt ekki hugsað mér annað en að semja út frá eigin tilfinn- ingum, upplifunum og umhverfi,“ segir Auður og víkur að óhjákvæmi- legum afleiðingum sinnar persónu- legu aðskilnaðarstefnu. „Fyrir vikið hef ég verið til umræðu í f jölmiðlum og sam- félagsmiðlum sem ýmist einlægur geðsjúklingur, dópaður snillingur, kynóður poppari og síðan femín- ísk fyrirmynd. Það er ekki mitt að segja og ég held ég sé frekar góður í að hunsa þessar utanaðkomandi greiningar. Ég veit aðeins það eitt að ég er tónlistarmaður og að listin á hug minn og hjarta.“ Töfrar Mývatns Örlögin og þá aðallega veiran bölvuð urðu til þess að í stað þess að láta sig hverfa til Los Angeles í Bandaríkjunum í vor endaði Auður í Mývatnssveit þar sem hann hefur dvalið með hléum og samið tónlist í rómaðri náttúrufegurðinni. Eða eins og hann orðaði það sjálfur á Instagram í apríl: „Lífið er skrítið lítið ferðalag. Ég átti one way ticket til LA á morgun, ætlaði að flytja og koma heim til að spila á þjóðhátíð og Airwaves.“ Hann tók þannig ástfóstri við Mývatn og þar varð, eins og áður segir, frumútgáfa nýja lagsins til ásamt efni í tvær plötur, eftir því sem næst verður komist. benediktboas@frettabladid.is toti@frettabladid.is Auður hunsar kjaftasögurnar enda hvorki dópaður né kynóður poppari Tónlistarmaðurinn Auður gefur í dag út lagið Fljúgðu burt dúfa og fékk vængi við Mývatn. Hann vonar að þetta lag verði aðeins forsmekkurinn að nýrri plötu sem hann langar að gefa út á næsta ári. Hann stendur vörð um einkalíf sitt og forðast viðtöl þótt það geti kallað yfir hann alls konar kjaftasögur sem hann lætur ekki trufla sig. Haustlitir Mývatns falla vel að Auði sem nýtur sín svo vel í sveitinni að þar hefur hann verið tíður gestur á þessu ári og samið ósköpin öll af nýrri tónlist. Þar á meðal það sem fær vængi á streymisveitum í dag. MYND/TJÖRVI JÓNS ÉG VEIT AÐEINS ÞAÐ EITT AÐ ÉG ER TÓNLISTARMAÐUR OG AÐ LISTIN Á HUG MINN OG HJARTA. ÉG VAR Á ERFIÐUM STAÐ ANDLEGA OG FANNST SKRÍTIÐ AÐ FÁ EINLÆG SKILABOÐ UM AÐ ÉG VÆRI AÐ HJÁLPA UNGUM STRÁKUM OG STELPUM ÞEGAR ÉG ÁTTI ERFITT MEÐ AÐ HJÁLPA SJÁLFUM MÉR. 1 3 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.