Fréttablaðið - 17.11.2020, Page 8

Fréttablaðið - 17.11.2020, Page 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Ef einhver alvara er í því að vernda íslenskuna ríður á að nota ímynd- unaraflið og leita skap- andi leiða til að gera tungumálið spennandi fyrir ung- viðið sem deilir lífi sínu á TikTok og Instagram. Nú þegar fyrir liggur að aðgerðir ríkisstjórnar- innar gegn spillingu eru svo veik- burða að hún fær 18 mán- aða frest til að taka prófið aftur skiptir máli að geta séð heildarmynd- ina. LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDSHLUTUM OG ÓDÝRASTA ELDS- NEYTI LANDSINS Á DALVEGI, REYKJAVÍKUR- VEGI OG Á MÝRARVEGI, AKUREYRI SKILYRÐISLAUST Orkan – Ódýrt fyrir alla Í gær voru sagðar fréttir af því að íslensk stjórnvöld hefðu fengið 18 mánaða frest til úrbóta um raun-verulegar aðgerðir gegn spillingu. GRECO (The Group of States against Corruption), samtök ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, hafa farið yfir stöðuna, lagt fram tillögur og telja nú að tillögunum hafi ekki verið mætt í samræmi við þörf. GRECO hefur lagt sérstaklega áherslu á að stjórnvöld kynni þessar niðurstöður fyrir almenningi. Mánuður er síðan Ísland slapp af gráum lista FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það var því miður engin hending að Ísland endaði á þeim lista, því lengi hafði legið fyrir að aðgerðir gegn pen- ingaþvætti væru ófullnægjandi. Að lenda á slíkum lista er ekki bara álitshnekkir heldur getur hæglega haft í för með sér neikvæð áhrif á fjármálastarfsemi. Nú þegar fyrir liggur að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn spillingu eru svo veikburða að hún fær 18 mánaða frest til að taka prófið aftur skiptir máli að geta séð heildarmyndina. Það er ekki lengra síðan en í síðustu viku sem Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Alþingis, sagði á opnum fundi í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd að embættið hefði ekki burði til að sinna frumkvæðisathugunum á stjórnsýslunni. Vegna manneklu og verkefnaþunga getur embættið ekki sinnt því að kanna að eigin frumkvæði fram- kvæmd og lagastoð innan stjórnsýslunnar. Umboðs- maður var með orðum sínum að lýsa því að embættið getur ekki sinnt verkefnum sínum vegna þess að stjórnvöld fjársvelta embættið. Aðhaldshlutverk Umboðsmanns er mikilvægt. Frumkvæði er gríðar- lega þýðingarmikið í því sambandi. Ef embættið getur ekki tekið upp mál að eigin frumkvæði er trúverðugleiki embættisins í hættu. Það er trúverðug- leiki stjórnvalda sömuleiðis. Það hefur mikla þýðingu að næstu niðurstöður verði þær að tilmælum GRECO hafi verið mætt. Inn- lend viðvörunarljós frá Umboðsmanni eru hins vegar því miður í ágætu samræmi við alþjóðlegar úttektir. Það birtir vonda mynd. Hver er heildarmyndin? Þorbjörg Sig- ríður Gunn- laugsdóttir þingmaður Viðreisnar Vottorðið Rekstraraðilar Elko, Krón- unnar og Hagkaupa virðast þekkja Íslendinginn betur en heilbrigðisyfirvöld. Reyna átti að leyfa öllum sem fengið hafa kóvítið að sleppa því að ganga með grímur inni í verslunum þar sem engin ástæða sé til. Er gengið út frá því allir séu heiðarlegir góðborgarar sem standi saman. Rifjum upp bekkjarfélagann sem þurfti að „fara til tannlæknis“ eða gat ekki verið í skólanum vegna „fimleikaæfingar“, lesist „Nin- tendo-æfingar“. Þetta fólk er nú fullorðið. Og það er alveg örugglega visst um að vera búið að fá þetta því það hnerr- aði einu sinni í september. Bein sending Heilbrigðisyfirvöld velta nú fyrir sér hvernig hægt væri að bólusetja þjóðina. Ein hugmynd er að nota skóla, íþróttahús eða álíka húsnæði og skipta fólki niður eftir hverfum. Tekinn yrði einn góður laugardagur í þetta. Hverfunum er svo skipt niður á götur. Þar er síðan skrif borð þar sem sýnd eru skilríki og strikað yfir nafn þeirra sem búið er að bólusetja. Fólk fer svo inn í bás og fær sprautu. Um kvöldið yrði haldinn sjónvarpsviðburður þar sem Talningar-Tómas les upp nýjar tölur á klukkutíma fresti og Helgi Bjöss fær gesti í hlöðuna. Í gær, 16. nóvember á afmælisdegi Jónasar Hall-grímssonar, var degi íslenskrar tungu fagnað. Opinbert markmið með deginum er að beina athygli þjóðarinnar að stöðu tungunnar og gildi hennar fyrir þjóðarvitund og alla menningu. Árlegur tyllidagur með fögrum fyrirheitum gerir þó ósköp lítið í stóra samhenginu. Ef einhver meining er á bak við upphaflega markmiðið um að skoða stöðu tungunnar þyrftu þeir sem með valdið fara í þessum efnum að líta við í grunnskólum landsins. Þá er ég ekki að tala um undirbúna heimsókn í íslenskutíma þar sem afburðanemendur lesa ljóð eftir eitthvert höfuðskáldanna eða annað í þeim dúr heldur einfaldlega að prófa að tala við krakkana, og kannski enn frekar; hlusta á þau tala hvert við annað. Staðreyndin er nefnilega sú að allt niður í yngsta stig grunnskóla má heyra börn tala saman á ensku. Börn með íslensku að móðurmáli sem fengið hafa ensku- kunnáttu sína mestmegnis af YouTube. Fyrir átta árum var Íslenskuþorpið stofnað til að efla íslenskukennslu fyrir nemendur með íslensku sem annað mál. Þorpið er nú orðið að tilraunaverkefni tveggja grunnskóla með það að leiðarljósi að auka sam- skipti á íslensku í skólum. Þetta þarfa og góða verkefni kallast „Viltu tala íslensku við mig?“ og skilar vonandi árangri fyrir þann hóp sem það er miðað að. Ég væri þó ekki minna spennt fyrir átakinu „Viltu tala íslensku við vini þína?“ fyrir öll grunnskólabörn hér á landi. Það er staðreynd að með aukinni snjallsíma-, spjald- tölvu- og samfélagsmiðlanotkun yngstu kynslóðarinn- ar er hún útsettari fyrir ensku en kynslóðirnar á undan. Íslensk börn eru í dag farin að geta bjargað sér og rúm- lega það á ensku löngu áður en þau læra hana í skóla. Ýmsar málfarsvillur eins og röng setningaröðun slæðist inn með enskunni og svo verður ekki hjá því litið að heilir hópar barna og unglinga eiga hreinlega sín samskipti á ensku. Þetta er ný þróun og hún er hröð – mikið hraðari en viðbrögð yfirvalda. Ef einhver alvara er í því að vernda íslenskuna ríður á að nota ímyndunaraflið og leita skapandi leiða til að gera tungumálið spennandi fyrir ungviðið sem deilir lífi sínu á TikTok og Instagram. Það er mikilvægt að tryggja framtíð íslenskunnar í stafrænum heimi og að þróunin sé stöðug þegar kemur að tækni- og fagmáli. Í því samhengi má nefna verkefnið „Máltækni fyrir íslensku 2018 til 2022“, sem er ætlað að tryggja að íslenska verði gjaldgeng í stafrænum heimi gervigreindar og raddstýrðra tækja. En við verðum að byrja mikið fyrr og við verðum að gera það strax. Í gær fengu 70 grunnskólanemendur viðurkenn- ingu fyrir lestur, sögur, ljóð og fleira. Algjörlega til fyrirmyndar – en ég legg til að hugmyndaauðgin verði virkjuð enn frekar fram að næsta degi íslenskrar tungu. Við vitum sem er, að fæst börn og unglingar liggja yfir ljóðakverum – því ekki að veita einnig verðlaun fyrir íslenskun á algengum slettum, þýðingu á erlendum rapptexta eða handrit að tölvuleik á íslensku? Tuð og leiðréttingar kveikja ekki ástríðuna fyrir varðveislu okkar ástkæra ylhýra – það veit ég af biturri reynslu – við þurfum að gera það töff að tala íslensku! Ástkæra ylhýra 1 7 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.