Fjölrit RALA - 15.08.1993, Blaðsíða 5

Fjölrit RALA - 15.08.1993, Blaðsíða 5
3 INNGANGUR Að beiðni Landsvirkjunar kortlagði Landnýtingardeild RALA gróður og landgerðir á hugsanlegum lónstæðum vegna Austurlandsvirkjunar á Norður- og Norðausturlandi sumarið 1990. Tilgangurinn með þessu verki var að kanna hvers konar og hve mikill gróður og ógróið land færi undir vatn við tvær hugsanlegar vatnsborðsstöður á eftirtöldum sjö svæðum, þar sem til greina kemur að gerð verði uppistöðulón: Amardal, Álftadal, Brú, Brúardölum, Fagradal, Lambafjöllum og Þríhymingsdal. Á nokkrum þessara svæða var um fmmkortlagningu að ræða en nokkur svæðanna höfðu verið kortlögð fyrir allmörgum áram og var sú vinna endur- skoðuð. Gróðurkortin em unnin á gmnni korta Orkustofnunar í mælikvarða 1:20 000. Kortin vom stafsect með hnitun með „microstation" hugbúnaði ffá Intergraf og tengd gagnagmnni með GWN - landupplýsingakerfi (GIS). Slík tenging korta og gagnagmnns hefur ekki verið fram- kvæmd hér á landi áður og var því um þróunarvinnu að ræða. Þessar aðferðir hafa verið þróaðar undir forsögn og í samvinnu við starfsmenn ísgraf hf. Hefur nú verið náð merkum áfanga í stafrænni kortagerð hér á landi því að telja má þessa aðferð fullbúna til notkunar og ekki þarf að taka fram hvaða þýðingu það hefur fyrir úrvinnslu gagna að þau séu á stafrænu formi. Niðurstöður rannsóknanna em birtar í meðfylgjandi töflum (1-7) og þarfnast þær nokkurra skýringa. Gróður er kortlagður eftir ríkjandi tegundum plantna í gróðurfélög - gróðurhverfi. Við úrvinnslu er reiknað út heildarflatarmál hvers þeirra á hveiju svæði. Til einföldunar við birtingu em gróðurhverfin hins vegar sameinuð í stæni einingar, þ.e. gróðurlendi, og er flatarmál þeirra sýnt í töflunum aftast í ritinu. í þeim em fimm talnadálkar og sýnir hinn fremsti hve mikið land er þakið af viðkomandi gróðurlendi en hinir dálkamir fjórir sýna hve þétt gróðurþekjan er, eða algróið land (+), meira en 2/3 gróið (x), hálfgróið (z) og minna en 1/3 gróið (þ). Því þéttari sem gróðurinn er því betra er að öðm jöfnu ástand hans og slitþol og minna um rof, enda þótt gróður geti vissulega verið gisinn af öðmm orsökum. Öll gróðurlendi í efri hluta taflnanna frá mosaþembu til blómlendis sem og ræktað land eru þurrlendi, en jaðar, mýrar, flóar og vatnagróður em votlendi með vaxandi rakastigi í þeirri röð sem þau em talin upp.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.