Fjölrit RALA - 15.08.1993, Blaðsíða 10

Fjölrit RALA - 15.08.1993, Blaðsíða 10
8 Lambafjöll Alls færu um 8570 ha lands undir vatn við efri vatnsborðshæð og þar af eru um 1324 ha af land með gróðri, eða um 15%. Um 93% af flatarmáli hins gróna lands eru í hæðarbeltinu milli neðri og efri vatnsborðsstöðu 425-640 m. Svæðið er lítt gróið en víðáttumikið og er gróður þess allfjölbreyttur. Þar er fyrst og fremst um þurrlendisgróður að ræða því að mikill hluti svæðisins er sendinn og hreyfing á sandinum eins og melgrashólar bera glöggt vitni um. Gróðurlendi á svæðinu eru graslendi. kvistlendi. iaðar. sefmóar. mvrar og mosabemba og smá flóasvæði er þar einnig. Gróðurfélög gras- lendisins eru hreint graslendi (Gramineae ssp. - Hl), graslendi með smárunnum (H3) og melgras (Leymus arenarius - H4). Gróðurfélög kvistlendisins eru krækilyng-víðir (Empetrum hermafroditum-Salix ssp. - B3), fjalldrapi-þursaskegg-grös (Betula nana-Kobresia myosuro- ides-Gramineae ssp. - C2), grávíðir-krækilyng (Salix callicarpea- Empetrum hermafroditum - Dl) og loðvíðir-grávíðir (Salix lanata-Salix callicarpea - D3). Þriðja víðáttumesta gróður- lendið á þurrlendi eru sefmóar og er þar eingöngu um að ræða þursaskegg (Kobresia myosuroides - El) og þursaskegg-smárunna (E2) sem eins og að framan greindi er mjög rýrt land. Aðeins um 9 ha af mosaþembu eru á svæðinu enda þrífst mosinn illa þar sem sandur er á hreyfingu. Um er að ræða tvö gróðurfélög en þau eru hrein mosaþemba (Rhacomitrium - Al) og snjómosi (Anthelia - A9). Af votlendisgróðri er jaðar lang víðáttumestur og eru helstu gróðurfélög hans mýrelfting (Equisetum palustre - Tl), hrossanál-stinnastör-grös (Juncus balticus-Carex bigelowii - Gramineae ssp. - T2), hálmgresi (Calamagrostis neglecta - T3), hrossanál-þursaskegg (Juncus balticus-Kobresia myosuroides - T8) og hrossanál-grávíðir (Juncus balticus-Salix callicarpea). Mýrar og flóar þekja samanlagt um 22 ha og eru helstu gróðurfélög þeirra stinnastör-hengistör (Carex bigelowii-Carex rariflora - Ul), stinnastör-grávíðir (Carex bigelowii-Salix callicarpea - U2), mýrastör (Carex nigra - U5), klófífa (Eriophorum angustifolium - V3) og vetrarkvíðastör (Carex chordorrhiza - V5). Þríhvrninssdalur AIls færu um 3409 ha lands undir vatn við efri vatnsborðsstöðu og þar af eru um 756 ha land með gróðri, eða um 22%. Um 75% af flatarmáli hins gróna lands eru í hæðarbeltinu milli neðri og efri vatnsborðsstöðu 580-620 m.

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.