Fjölrit RALA - 15.08.1993, Blaðsíða 9

Fjölrit RALA - 15.08.1993, Blaðsíða 9
7 (C. bigelowii-Eriophorum angustifolium - U4), mýrastör-gulstör (Carex nigra-C. lyngbyei - U8) og mýrelfting (Equisetum palustre - UIO). Algengustu flóar eru tjamastör (Carex rost- rata - V2) og klófífa (Eriophorum angustifolium - V3). Loks er að nefna jaðar en af honum er aðeins eitt gróðurfélag, þ.e. hálmgresi (Calamagrostis neglecta - T3). Gróður í Brúardölum er mun slitsterkari en á flestum öðrum grónum svæðum á Möðrudals- og Brúaröræfum og án efa er þama um að ræða einhver bestu beitilönd og verðmætustu gróðurlendi á hálendi Norðausturlands. Faeridalur AIIs færu um 3712 ha lands undir vatn við efri vatnsborðshæð og þar af eru um 650 ha land með gróðri, eða um 18%. Um 45% hins gróna lands er í hæðarbeltinu milli neðri og efri vatnsborðsstöðu 605-640 m. Gróður í Fagradal nýtur góðra gróðurskilyrða bæði hvað varðar skjól og jarðraka og eftir gróðurfari að dæma virðist snjór ekki liggja þar mjög lengi fram eftir vori. Gróðurinn ber þess ekki vott að vera undir verulegu beitarálagi og er nánast x jafnvægi við ríkjandi gróðurskilyrði. Ríkjandi gróðurlendi em starmóar. kvistlendi. mvrar, iaðar og graslendi. flóar og mosa- bemba. Eina gróðurfélag graslendisins er hreint graslendi (Gramineae ssp. - Hl) og eina gróðurfélag starmóans er stinnastör-smárannar (G2). Gróðurfélög kvistlendisins era krækilyng- blábeijalyng-sauðamergur (Vaccinium uliginosum-Empetrum hermafroditum-Loiseleuria pro- cumbens - B2) og ijúpnalauf-krækilyng-víðir (Dryas octopetala-Empetrum hermafroditum- Salix ssp.). Eina gróðurfélag graslendisins er hreint graslendi (Gramineae ssp. - Hl) og eina gróðurfélag mosaþembunnar er snjómosi {Anthelia - A9). Af votlendinu era mýrar víðáttumestar og era helstu gróðurfélög þeirra á svæðinu stinnastör- hengistör {Carex bigelowii-C. rariflora - Ul) og stinnastör-grávíðir {Carex bigelowii-Salix callicarpea - U2). Gróðurfélög jaðarsins era hrossanál-stinnastör-grös {Juncus balticus-Carex bigelowii-Gramineae ssp. - T2), hálmgresi {Calamagrostis neglecta - T3) og hrossanál- grávíðir {Juncus balticus-Salix callicarpea - T10). Loks era gróðurfélög flóans en þau era gulstör {Carex lyngbyei - VI) og hengistör {Carex rariflora - V4).

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.