Fjölrit RALA - 15.08.1993, Blaðsíða 7

Fjölrit RALA - 15.08.1993, Blaðsíða 7
5 með smárunnum (H3). Gróðurfélög mosaþembunnar eru mosaþemba með smámnnum (A4) og snjómosi (Anthelia - A9). Gróðurfélög jaðarsins eru mýrelfting (Equisetwn palustre - Tl) og hrossanál-grávíðir (Juncus balticus-Salix callicarpea - TIO). Hið takmarkaða mýrlendi í Álftadal er mýrastör-klófífa {Carex nigra-Eriophorum angustifolium - U7). Brú AUs færu um 2292 ha lands undir vatn við efri vatnsborðsstöðu á Brú og þar af eru um 1635 ha land með gróðri, eða um 71%. Af þessum gróðri eru um 83% í hæðarbeltinu milli neðra og efra vatnsborðs 345-395 m. Gróður á þessu svæði, sem er í eða við byggð, er mun fjölbreyttari, þéttari og gróskumeiri en á fyrmefndu svæðunum á hálendinu. Gróðurlendi eru sefmóar. graslendi. kvistlendi, star- móar, mýrar og iaðar. Gróðurfélög sefmóanna, sem eru aðallega í hlíðum, eru þursaskegg (Kobresia myosuroides - E1), þursaskegg-smárunnar (E2) og þursaskegg-ijúpnalauf {Kobresia myosuroides-Dryas octo- petala - E4). Þessi gróður er einkennandi fyrir mjög þurrt land og ofbeitt land sem er af þeim sökum orðið rýrt til beitar. Gróðurfélög graslendisins eru hreint valllendi {Gramineae ssp. - Hl), graslendi með stinnastör {Gramineae-Carex bigelowii - H2) og graslendi með smárunnum (H3). Að auki eru um 119 ha ræktað graslendi. Graslendi er kjörgróðurlendi búfjár á sumarbeit. Gróðurfélög kvistlendisins em fjalldrapi-blábeijalyng-krækilyng {Betula nana-Vaccinium uli- ginosum-Empetrum hermafroditum - Cl), fjalldrapi-þursaskegg-grös {Betula nana-Kobresia myosuroides-Gramineae - C2), fjalldrapi-víðir {Betula nana-Salix ssp. - C3) og loðvíðir-grá- víðir (Salix lanata-S. callicarpea - D3). Starmóamir em á hallandi landi þar sem rakaskilyrði em góð. Gróðurfélög þeirra em stinnastör (Carex bigelowii - Gl) og stinnastör-smámnnar (G2). Starmóar em metnir til jafns við graslendi hvað beitargildi til fjárbeitar varðar. Enda þótt mýrar á svæðinu séu ekki víðáttumiklar em þær fjölbreyttar að gróðurfari og

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.