Fjölrit RALA - 15.08.1993, Blaðsíða 6

Fjölrit RALA - 15.08.1993, Blaðsíða 6
4 Ógrónu landi er skipt í átta flokka eftir eðli og uppruna. Þess skal getið að á landi sem er skilgreint „ógróið“ getur verið allt að 5% gróðurhula. Flatarmál vatna og vatnsfalla var mælt sérstaklega. NIÐURSTÖÐUR Arnardalur Alls færu um 9639 ha lands undir vatn við efri vatnsborðsstöðu í Arnardal og þar af eru um 1616 ha land með gróðri, eða um 16%. Um 58% þessa gróðurs eru í hæðarbeltinu milli neðra og efra vatnsborðs 520-560 m. Gróðurfarið er afar einhæft. Gróðurlendi eru iaðar- eða hálfdeigja. graslendi. kvistlendi. mvrar og flóar. Gróðurfélög graslendisins eru hreint graslendi (Gramineae - Hl), með ýmsum grastegundum ríkjandi í gróðurfari, og melgras (Leymus arenarius - H4) sem er á víð og dreif um svæðið og bendir til mikils sandfoks. Eina kvistlendisgróðurfélagið er loðvíðir-grávíðir (Salix lanata-Salix callicarpea - D3) sem einnig er algengt þar sem jarðvegur er á hreyfingu. Jaðargróðurfélögin em mörg: mýrelfting (Equisetum palustre - Tl), hrossanál-stinnastör-grös (Juncus balticus-Carex bigelowii-Gramineae ssp. - T2), hálmgresi (Calamagrostis neglecta - T3), broddastör-víðir-stinnastör (Carex microglochin-Salix ssp -Carex bigelowii - T6) og hrossanál-vinguli (Juncus balticus-Festuca ssp. - T9). Mýra- og flóagróðurfélögin em stinnastör-grávíðir (Carex bigelowii-Salix callicarpea - U2) og gulstör (Carex lyngbyei - VI). Álftadalur AIls færu um 1518 ha lands undir vatn við efri vatnsborðsstöðu í Álftadal og þar af eru um 324 ha land með gróðri, eða um 21%. Af þessum gróðri eru um 74% í hæðarbeltinu milli neðra og efra vatnsborðs 580-620 m. Gróður er fábreyttur en gróðurlendi era kvistlendi. iaðar. graslendi. mosabemba og um 4 ha myrlendis. Gróðurfélag kvistlendisins em loðvíðir-grávíðir (Salix lanata-S. callicarpea - D3) og grasvíðir (Salix herbacea - D6), sem er snjódældagróður og er afleiðing mikilla snjó- þyngsla. Gróðurfélög graslendisins em hreint valllendi (Gramineae ssp. - Hl) og graslendi

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.