Fjölrit RALA - 15.08.1994, Side 5

Fjölrit RALA - 15.08.1994, Side 5
3 FORMÁLI Tildrög þess ritverks sem hér birtist eru þau að á fundi Verkefnaráðs í bútækni sem haldinn var í maí 1992, kom fram að nauðsynlegt væri að taka til endurskoðunar innra skipulag og aðbúnað í gripahúsum. í þessu sambandi var einkum fjallað um byggingar fyrir mjólkur- og nautakjötsframleiðslu. Slíkt endurmat er nauðsynlegt í ljósi gjör- breyttrar tækni við fóðuröflun, breyttra viðhorfa er snerta kröfur um aðbúnað við mjólkurframleiðslu og nú eru uppi aðrar áherslur varðandi geymslu og nýtingu búfjáráburðar. f framhaldi af þeirri umræðu var gerð framkvæmdaáætlun um þetta verk en hún er í þremur meginköflum. í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir gagnaöflun úr erlendum og innlendum heimildum. Einkum var ætlunin að leggja áherslu á samanburð ólíkra húsagerða með tilliti til ofangreindra þátta. Til að framkvæma þetta verkefni var sótt um fjárhagsaðstoð til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og hefur mestur hluti þessa verks verið styrktur af honum. Þær niðurstöður sem hér eru lagðar fram mynda mikilvægan grunn að áframhaldandi þróunarvinnu varðandi hagkvæmni við gerð og skipulag húsakosts við mjólkur- og nautakjötsframleiðslu. Verk þetta er unnið af Torfa Jóhannessyni, en hann hefur jafnhliða unnið að námskeiðum sem tengjast gæðastjórnun við mjólkurframleiðslu í samvinnu við Bændaskólann á Hvanneyri og Embætti yfirdýralæknis. Einnig hafa verið lögð drög að öðrum áfanga verkefnisins en með honum er ætlunin að gera bæði tæknilegan og kostnaðarlegan samanburð á ýmsum byggingagerðum og innra skipulagi. í lokaáfanga verkefnisins er gert ráð fyrir að nauðsynlegt reynist að gera beinar tilraunir með einstaka þætti til að aðlaga ýmis tæknileg atriði aðstæðum hérlendis. Bútæknideild, júlí 1994 Grétar Einarsson

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.