Fjölrit RALA - 15.08.1994, Síða 6

Fjölrit RALA - 15.08.1994, Síða 6
4 YFIRLIT Hér eru teknar saman niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna um samanburð á mismunandi fjósgerðum. Flest bendir til að ný- og endurbyggingar fjósa muni stóraukast á allra næstu árum. Taka þarf afstöðu til hvemig æskilegt sé að ný fjós líti út. Hér er athyglinni beint að samanburði á básafjósum og lausagöngufjósum, einkum legubásafjósum. Þegar kostir legubásafjósanna miðað við básafjós eru skoðaðir kemur í ljós að mjaltaskeiðsnyt kúnna er minni en sjúkdómar færri og frjósemi betri. Þegar þessir þættir em vegnir saman (nyt á árskú) er lítill munur á afurðum. Þá er vinna við hirðingu minni en byggingarkostnaður hærri. Fáar tilraunir hafa verið gerðar til að draga alla þessa þætti saman en fátt bendir þó til að lausagöngufjósin séu lakari kostur en básafjós. Með hliðsjón af þessu er dregin sú ályktun að rannsóknir á húsvist nautgripa þurfi í auknum mæli að beinast að hönnun og útfærslu legubásafjósa með sérstakri áherslu á hagræna útreikninga. SUMMARY The rate of stable constmction will, most likely, increase rapidly in the next few years. The design of future stables should be thoroughly considered. In this review, results of Icelandic and foreign research on housing systems for dairy cattle are discussed. Comparing cubicle stables (loose housing systems) and conventional stables (tie stall systems), indicates better health and reproduction in cubicle stables, but less milk production. Taken together, little difference is found in milk production per cow/year in loose versus tied stables. In addition, work load per animal is reported less in cubicle stables. However, building cost is usually higher in loose than conventional stables. In conclusion, loose stable for dairy cattle are considered compatible to tied stall systems. With this in mind, future research should to more extend be directed towards loose housing systems for dairy cattle.

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.