Fjölrit RALA - 15.08.1994, Page 11

Fjölrit RALA - 15.08.1994, Page 11
9 • Kúnum á að líða vel hvort sem þær liggja eða standa innan þess svæðis sem þeim er ætlað. • Kýmar þurfa að eiga auðvelt með að standa upp og leggjast, án þess að innréttingar eða annað í umhverfinu trufli þær. • Kýrnar eiga að geta étið og drukkið auðveldlega. • Básinn á að vera þannig gerður að saur og þvag berist auðveldlega frá kúnni og sitji ekki eftir í básnum. • Ónæði frá öðrum kúm þarf að vera í lágmarki. • Fóður eða fóðurleifar frá fóðurgangi eiga ekki að berast inn í básinn, né heidur vatn úr brynningarskálum. • Vinnuaðstaða við mjaltir, þrif bása og aðra hirðingu kúnna þarf að vera góð. • Básinn og umhverfi hans þarf að endast vel. (Hendrén, 1971; Snorri Sigurðsson, 1994). Skipta má básum í þrjá flokka; langbása, stuttbása og bása í fjósum með mjaltabás. Munurinn á lang- og stuttbásum liggur í því að við hönnun stuttbása er gert ráð fyrir að kýmar liggi með hausinn inni á fóðurganginum (2. mynd) en kýr á langbásum liggja hins vegar aftan við jötugrindina. Langbásar eru afar fátíðir hérlendis. Básar í fjósum með mjaltabás eru eins og stuttbásar en milligerðir og bindingar eru öðruvísi. 2. mynd. Algeng útfærsla á bás. Figure 2. A common cow-stand. Algengast er að básbotninn sé steyptur og oft eru gúmmímottur lagðar ofan á múrhúðina. Gúmmímottumar em almennt taldar til bóta fyrir kýrnar eins og síðar kemur fram. Báslengd er oft erfitt að skilgreina nákvæmlega. Algengast er að miða við innri brún jötukants að framan og mæla aftur að flór. Stundum eru rimlar (steyptir eða úr tré) aftast í básunum, þeir em yfirleitt mældir með básnum. Hérlendis er mælt með að básar séu 135- 145 cm langir (Magnús Sigsteinsson, 1993). Kannanir hafa hins vegar leitt í ljós að báslengdir eru mjög breytilegar eða á bilinu 110-165 cm (Magnús Sigsteinsson o.fL,

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.