Fjölrit RALA - 15.08.1994, Side 14
12
Göngusvæði. Göngusvæðið nær t.d. oftast yfir fóðrunarsvæðið nema ef um er að ræða
fjós með jötulegubásum. Það er að jafnaði lagt steyptum rimlum en erlendis þekkjast
einnig heil gólf með stórum sköfum sem ganga fram og til baka. Rimlagólfin hafa notið
meiri vinsælda á Norðurlöndum og hérlendis eru þau eingöngu notuð, enda nýta þau kosti
haughúskjallaranna til fulls. Mikilvægt er að brúnir rimlanna séu ekki skarpar því ella
geta gripimir skaðað sig á þeim eða brotið upp úr brúnunum (Hjulstad, 1980;
MacCormack o.fl., 1992). Gólfgerðin virðist ekki skipta máli fyrir mjólkurffamleiðslu,
fóðurnýtingu eða efnaskiptasjúkdóma en hreinleiki kúnna og ástand klaufa er betra á
rimlum (0stergaard, 1981 a).
Legusvæði. Það getur verið líkt hefðbundnum básum við fóðurgang (jötulegubásar) eða
annars staðar en við fóðurgang (legubásar). Sumstaðar er ekkert sérstakt legusvæði heldur
liggja kýrnar á göngusvæðinu og einnig þekkist að láta kýmar liggja á óskiptu hálmbeði.
Jötulegubásafjós, þar sem kýrnar eru lausar á básum við fóðurgang, hafa ekki notið
mikillar hylli, hvorki hér heima né erlendis (Landbrugets Rádgivningscenter, 1991;
Grétar Einarsson, munnl. heimild). Helsti gallinn við þau er að liggjandi kýr verða fyrir
ónæði og jafnvel meiðslum af öðrum kúm sem ryðjast að fóðrinu.
Legubásar em svipaðir básum í venjulegum fjósum en stærðarhlutföll og milligerðir em
annars konar. Talið er að eigna megi uppfinningu legubása Breta að nafni Bramley en
það vom Bandaríkjamenn sem útfærðu hugmyndina (Þórir Baldvinsson, 1963). Mælt er
með málunum 100-110 x 200-220 (Magnús Sigsteinsson, 1993) og básgólfið þarf að vera
a.m.k. 12,5 cm hærra en göngusvæðið svo gripimir bakki ekki upp í básana (Gjestang og
Berg, 1975). Milligerðirnar þurfa að ná að aftari brún bássins og hönnun básanna þarf að
miðast við að kýrnar eigi auðvelt með að standa upp og leggjast. í gólf básanna eru
notaðar gúmmímottur og/eða hvers kyns undirburður.
Fjós án legusvæðis hafa aldrei náð verulegri útbreiðslu á Norðurlöndunum. Ástæðan er
fyrst og fremst sú að erfitt er að halda göngusvæðinu, sem þá er einnig nýtt sem
legusvæði, nægjanlega hreinu. Þá má nefna að í stöðlum um lífræna ræktun er bannað að
hýsa nautgripi í byggingum þar sem legusvæði er rimlar (Parish, 1990).
Að láta kýrnar liggja á taði hefur verið þekkt lengi erlendis en ekki notið vinsælda fyrr en
síðustu ár. Meginástæðumar eru lágur byggingarkostnaður þessara húsa og vaxandi áhugi
á dýravernd. Með ríflegri hálmnotkun má láta fara mjög vel um kýmar í þessum húsum
þrátt fyrir að þau séu óeinangruð. Andstaða við hálmbrennslu, sem leitt hefur til verð-
lækkunar á hálmi, og auknir möguleikar á að vélvæða meðhöndlun hálmsins hafa einnig
ýtt undir þessa þróun (Hansen, 1992). í stað afmarkaðra legubása hafa kýmar aðgang að
allstóru svæði, 5-6 m2/kú (Ekelund, 1992) þar sem þær geta legið að vild (legubeð).
Oftast er 2-3 m breiður, steyptur gangur eða rimlagólf meðfram fóðurganginum en aðrar
útgáfur eru einnig til. Til að halda legubeðinu hreinu og þurru þarf 5-15 kg af hálmi á kú
á dag (Laursen, 1980; Nordiske Jordbrugsforskeres Forening, 1982; Jonsson, 1993).