Fjölrit RALA - 15.08.1994, Síða 21

Fjölrit RALA - 15.08.1994, Síða 21
19 Danskar og sænskar rannsóknir hafa sýnt að fái kýr í básafjósum möguleika á klukkutíma hreyfingu utanhúss daglega yfir vetrartímann batnar frjósemi og tíðni flestra sjúkdóma minnkar. Enginn munur er þó á tíðni júgurbólgu og ekki hafa verið staðfest áhrif á nyt (Krohn og Rasmussen, 1990; Gustavsson, 1994). Hreyfingin skiptir minna máli fyrir kýr sem eru úti á sumrin (Krohn og Rasmussen, 1990). Þessar niðurstöður þykja benda til þess að jákvæð áhrif lausagöngufjósa liggi í fleiri atriðum en bara hreyfingu eða að klukkutíma hreyfing sé ekki nóg til að draga áhrifin fram. Júgur- Spena- Efna- Meltingar- Frjó- Burðar- Sjúkd. í Annað bólga stig skipta- sjúkd. semis- erfiðl. fótum og sjúkd. vandam. klaufum 5. mynd. Tíðni sjúkdóma í mismunandi fjósgerðum (J0rgensen, 1976; Konggaard, 1980 b; Bakken, 1983). Figure 5. Disease frequency in different stable types. Unweight mean of three studies (Jprgensen, 1976; Konggaard, 1980 b; Bakken, 1983). From left: Mastitis, teat tramping, metabolic disorders, digestive disorders, reproductive disorders, calving problems, claw and leg disorders, other. Aðrir þættir. Eins og bent var á í upphafi þessa kafla eru júgurbólga og fótamein þeir nautgripasjúkdómar sem umhverfið hefur hvað mest áhrif á. Oft er um að ræða samspil margra atriða og niðurstaða margra rannsókna verður því: "Allt hefur áhrif á allt". Sem dæmi má taka að sýking í júgra getur verið afleiðing spenameiðsla sem geta svo aftur or- sakast af fótameinum sem eru til komin vegna óhentugs umhverfis eða slakrar hirðingar. Mikilvægt er að þetta samband sé haft í huga við túlkun rannsókna á þessu sviði. Básar þurfa að vera það langir að kýrnar standi ekki með afturfæturna aftur á flórristum. Það veldur skemmdum á klaufum, sérstaklega ef ristin er úr svo sverum pípum að kýrnar standi aðeins á einni pípu. Ef ristin er úr grönnum teinum er meiri hætta á legusárum á hæklum og hnjálið (Magnús Sigsteinsson o.fl., 1972). Norskar rannsóknir hafa sýnt að bein tenging milli haughúss og fjóss veldur aukinni tíðni júgurbólgu. Nefndar hafa verið þrjár meginástæður þess:

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.