Fjölrit RALA - 15.08.1994, Side 25

Fjölrit RALA - 15.08.1994, Side 25
23 í breskum stöðlum fyrir lífrænan búskap með nautgripi er kveðið á um að hver gripur (500 kg) þurfi að hafa 9 m2 í stíuplássi ef um sam- eiginlegt legusvæði er að ræða (þá er átt við hálm- beð) en 6 m2 ef gripimir hafa aðgang að afmörk- uðu legusvæði hver fyrir sig (Parish, 1990). Þetta er margfalt meira rými en venja er að nota hér- lendis. Greinilegt er að hér er um athyglisverðar niðurstöð- ur að ræða. íslenskar rannsóknir á þessu sviði hljóta að teljast brýnar, sérstaklega með tilliti til umræðu um markaðs- setningu vistvænna afurða erlendis. Fe/dag - FU/day Fe/kg vaxtar - FU/kg LW Dagl. vöxtur (g) - Daily gain (g) m2/grip - m2/animal 6. mynd. Át, fóðumýting og vöxtur gripa við mismunandi rými á grip. Úr 194 daga rannsókn á nautum sem við upphaf tilraunar voru 250 kg (Andersen og Ingvartsen, 1991). Figure 6. Feed consumption, utilisation and daily gain of fattening bulls kept in pens with different stocking density. From the study of Andersen and Ingvartsen (1991), with 250 kg bulls, that lasted for 194 days. Vinna_______________________________________________________________________ Margar rannsóknir hafa sýnt fram á minni vinnuaflsþörf við gegningar í lausagöngufjósum en í básafjósum. Munurinn verður meiri eftir því sem fjósin stækka, en þegar um lítil fjós er að ræða liggur munurinn aðallega í betri vinnuaðstæðum, sérstaklega við mjaltir. Erfitt er að yfirfæra erlendar vinnumælingar á okkar aðstæður. Mikilvægt er að endumýja sem fyrst vitneskju um vinnuþörf og vinnuálag við hirðingu nautgripa hér á landi.___________ Almennt. Á 7. mynd eru teknar saman tölur úr nokkrum íslenskum, dönskum, sænskum og þýskum vinnumælingum. Vinnuþörfin í lausagöngufjósunum er að jafnaði 0,5-1,5 mín. minni á kú hvem dag en í básafjósunum. Þá er munurinn á Danmörku og íslandi vemlegur, eða ríflega fjórar mínútur á kú og dag. í 25 kúa fjósi munar því meira en 600 klst. á ári á vinnu við hirðingu. Að vísu eru íslensku tölurnar elstar og líklegt er að afköst hafi aukist nokkuð frá þeim tíma er rannsóknirnar voru gerðar. Lundqvist (1988) rannsakaði vinnuálag við gegningar í fjósum í Svíþjóð. Með því að

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.