Fjölrit RALA - 15.08.1994, Page 32
30
Almennt. Algengustu leiðirnar til að meta aðbúnað húsdýra eru sjúkdómaskráning,
atferlisrannsóknir og mælingar á lífeðlisfræðilegum þáttum. Skráning sjúkdóma er einföld
og mikið notuð en gefur mjög takmarkaðar upplýsingar um velferð gripanna.
Atferlisrannsóknir eru tímafrekar og oft flóknar í uppgjöri og túlkun, enda erfitt að
skilgreina hvað sé ..eðlileg" hegðun og hve óæskileg frávik frá henni séu. Mælingar á
hormónum og öðrum lífeðlisfræðilegum þáttum eru enn sem komið er nokkuð dýrar og
hafa gefið misvísandi niðurstöður.
Það sem flækir málið er að mismunandi mælingar gefa oft ólíkar niðurstöður. Sem dæmi
má taka nýlega danska samanburðarrannsókn á aðbúnaði nauta á bás, rimlagólfi og á
hálmbeði. Bundnu nautin áttu í greinilegum erfiðleikum með að standa upp og leggjast,
lágu oft í óeðlilegum stellingum og sýndu óeðlilegt atferli. Á hinn bóginn var vaxtarhraði
þeirra meiri og fóðumýting betri en hinna flokkanna auk þess sem sýkingar í klaufum
voru mun fátíðari (Andersen o.fl., 1991). Mat okkar á hvort húsvistarformið sé heppilegra
fer eftir því hvaða mælistika er notuð; atferli, lífeðlisfræði eða sjúkdómar.
Mælt hefur verið með því að rannsóknir á velferð dýra beinist að því að einangra ákveðin
vandamál (t.d. óheppilegar bindingar eða undirlag í bás) og leita síðan lausna á þeim
(Rushen og de Passillé, 1992). Dýr sem sýna frávik í atferli, s.s. liggja lengur/skemur en
eðlilegt er talið eða eru lengi að standa upp og leggjast, gefa vísbendingar um að
umhverfið sem þau eru í henti þeim ekki. Þetta getur skilað sér í brenglun á
hormónaframleiðslu, sem veldur vaxtartruflunum eða fijósemisvandamálum, eða
meiðslum, s.s. spenastigum, marblettum og liðabólgum svo fátt eitt sé nefnt. Með
þekkingu á því hvemig dýrin haga sér við „eðlilegar aðstæður" má hanna umhverfi sem
dregur úr hindrunum og fækka þar með álagsþáttunum.
í básafjósum eru það einkum básinnréttingar, bindingar, jötukantur og framhlið báss sem
hindra eðlilegar hreyfingar gripanna en í lausagöngufjósunum of stuttir legubásar, léleg
gólfefni, hár jötukantur og óþrif (Jprgensen, 1974). í lausagöngufjósum þarf þar að auki
að taka tillit til félagslegra þátta; aðallega félagslegrar drottnunar (social dominance). í
kúahjörðum ríkir ákveðin virðingarröð þar sem hver kýr veit hvar hún stendur í
samanburði við aðrar kýr. Þröngir gangar og botnlangar valda því að Iægra settar kýr geta
ekki flúið átök þegar þær mæta sterkum kúm. Þetta leiðir til streitu með afleiðingum sem
þegar hefur verið getið um (Wierenga, 1991).
Átpláss. Sýnt hefur verið fram á að kýr í hárri nyt geta étið fylli sína af gróffóðri, þótt
tvær til þrjár kýr séu um hvert átpláss en áttími minnkar og árekstrar milli kúa aukast
(Konggaard, 1983; Olofsson, 1992). Ekki er ljóst hvaða áhrif barátta um átpláss hefur á
velferð kúnna (Olofsson, 1992) og hvergi er mælt með öðru en einu átplássi á kú.
Ingvartsen og Andersen (1993) ályktuðu út frá fjölda rannsókna á vexti nautgripa að
fækkun átplássa niður fyrir eitt á grip virtist minnka afurðasemi þeirra. Sé haft í huga að
fækkun átplássa fylgir oft minnkun stía eru ólrkar niðurstöður rannsókna skiljanlegar.