Fjölrit RALA - 15.08.1994, Side 33
31
Legupláss. Mjólkurkýr liggja í 8-14 tíma á sólarhring, mest að næturlagi. Þær standa upp
og leggjast 15-30 sinnum á sólarhring og því þarf að huga vel að básgerð og bindingum
(Jprgensen, 1974; Krohn og Munksgaard, 1993).
Bundnar kýr eyða lengri tíma í að leggjast og standa upp en lausar og þær nota einnig
lengri tíma til að undirbúa athafnimar. Sama gildir þegar bornar eru saman kýr á hörðu
undirlagi (múrhúð, lítill undirburður) og mjúku (gúmmímottur, mikill undirburður)
(Krohn, 1992; Krohn og Munksgaard, 1993).
í samantekt Wierenga (1991) kemur fram að ungar kýr liggja að jafnaði lengur en gamlar
og legutíminn í hyrndum, lausum hjörðum er styttri en þar sem kýmar em afhomaðar. Af
öðmm þáttum sem auka legutíma má nefna mjúkt undirlag í bás, stóra rúmgóða bása og
mikið framboð af legubásum í lausagöngu (Wierenga og Hopster, 1991).
Margar rannsóknir hafa sýnt að kýr í lausagöngufjósum liggja skemur en kýr í
básafjósum. Munurinn helgast að hluta til af því að lausu kýmar eyða meiri tíma í að
hreyfa sig en getur einnig stafað af meira ónæði í lausagöngufjósunum (Nygaard, 1981;
Foldager o.fl., 1993). Þetta á sérstaklega við ef rými á grip er af skornum skammti eða ef
legubásar eru miklu færri en gripimir (Ingvartsen og Andersen, 1993). Fræðilega séð
mega kýrnar vera fleíri en legubásamir. Legutími kúnna styttist ekki þó að básamir séu
1/3 færri en kýmar heldur skiptast þær á að liggja og nýting básanna batnar.
(Gebremedhin o.fl., 1985; Wierenga og Hopster, 1991). Þetta hefur verið túlkað þannig
að það skipti kýmar miklu að liggja í básunum, því ella myndu þær ekki brjóta upp
flokksmunstrið og liggja að degi til og meðan fóðrað er. Þá hefur verið sýnt fram á að
tíðni júgurbólgu er hærri í legubásafjósum með minna en einn legubás á kú en þar sem
básamir em fleiri en kýmar (De landbmgstekniske Underspgelser, 1976). Líkleg skýring
er að kýma liggi á göngusvæðinu þar sem óþrif og hætta á spenameiðslum er meiri. Með
hliðsjón af þessu hefur hvergi verið mælt með öðm en a.m.k. einum bás á kú.
Gebremedhin o.fl. (1985) fundu að kýr velja bása, sem fylltir eru með kurluðum trjáberki
eða sagi, meira en þrisvar sinnum oftar en steypta bása og nær tvisvar sinnum oftar en
bása með gúmmímottum. Munurinn minnkaði ef undirburðurinn (sag) í steyptu básunum
var aukinn úr 40-50 mm vikulega í 75-100 mm. í írskri rannsókn reyndust legubásar með
gúmmímottum vera mun vinsælli en legubásar með múrhúð (nýtingin var 79% á móti
44%) (O'Connell o.fl., 1991). írar telja gúmmímottur í básum æskilegar en ekki
nauðsynlegar. Þeir mæla þó eindregið með þeim í fjós þar sem undirburður er af skomum
skammti (Kelly o.fl., 1993).
Aðrir þættir. í ljós hefur komið að kýr eru óhreinni í fjósum með opnum flór en ristaflór
(Torfi Jóhannesson, 1993). Ástæðan er sennilega sú að ef lélegur vatnshalli er á flómum,
óhreinkast halar kúnna og þær slá síðan um sig skítnum.
í sömu rannsókn fannst ekki samband milli báslengdar og punktmats á þrifum í bás.