Safnablaðið Kvistur - 2019, Side 6

Safnablaðið Kvistur - 2019, Side 6
 1.b. Þrátt fyrir að vera illa skrifuð, þá nær nýja tillaga ICOM að orða sumar af mikilvægustu áskorunum samtímans. Hún gæti verið lesin með öfugum formerkjum sem upptalning á því sem flest söfn gera ekki; þau nota ekki safneignina og þá vísinda- legu þekkingu sem aflað er innan þeirra, tungumál sýninganna, rýmið sem þau hafa til ráðstöfunar og um- gjörðina til að þjóna nærumhverfinu. Í staðinn þá þjóna sum þeirra starfs- frama safnstjórans og sérfræðing- anna, önnur sjá um að koma stjórn- málamönnum áfram, eða draga vagn ferðamálaiðnaðarins. Auðvitað sinna þau rannsóknarstarfi, fræðslustarfi og hafa menningaráform en þessi atriði eru ákvörðuð af starfsfólkinu og eru á þeirra forsendum. Án þess að ráðfæra sig eða taka með í reikn- inginn þarfir, menningu og tungu- mál eðlilegra viðtakenda, sem er samfélagið umhverfis safnið. Safnið er hlekkur í neti vísindalegra–, menningarlegra–, og fræðslustofn- anna sem gegna hlutverki, þau ættu að vinna saman að velferð og þró- un samfélagsins: Háskólar, skólar, bókasöfn, skjalasöfn – allar gerðir samfélagslegra stofnana deila ábyrgð í notkun, varðveislu og fræðslu um arf- leifðina. Þar er ekkert nýtt á ferðinni en ef söfn ná ekki markmiðum sín- um, þá ættum við ekki að breyta skil- greiningu þeirra, heldur starfseminni á þá leið að þau þjóni á skilvirkan hátt samfélaginu sem þau tilheyra. 2.a. Ég myndi ekki orða það svona, heldur er það þannig að söfn standa frammi fyrir róttækum valmöguleikum. Þau geta ákveðið að þjóna smekk og væntingum þeirrar mergðar ferða- manna sem ferðast frá einu safni til annars og fámenns hóps menntaðra og menningarlegra gesta; þetta á við um flest stærstu söfnin sem eiga dýr- mætasta safnkostinn og mestu pening- ana til að eignast einstök listaverk og útbúa risastórar sýningar. Það er þetta sem í nýlegri grein í Time var kallað „iðnaður“. Hér hefur valið þegar átt sér stað og það mun ekki breytast á næst- unni. Nýja tillaga ICOM og fylgjendur hennar munu ekki breyta því. Eða: Þau geta ákveðið að breyta aðferðum sínum, dagskránni og aðlagað tungu- málið nærsamfélaginu, m.ö.o. þau geta sett það efst á dagskrá að þjóna samfélaginu eins og það leggur sig, eftir getu, og með því orðið fulltrúar alheimsarfleifðar þessa samfélags. Þetta er háð þremur tengdum þátt- um, skilningi og eldmóði starfsfólks, samkomulagi og stuðningi fjármála- valdsins og valdhafa í stjórnmálum, virkri þátttöku einstaklinganna í samfélaginu sem um ræðir, hér ekki aðeins í hlutverki neytenda heldur samstarfsmanna. Seinni kosturinn á við um stærstan hlut safna, sem eru lítil og fátæk og sjaldan heimsótt af ferðamönnum. Þau eru stundum einu menningar- stofnanir samfélagsins. Ef og þegar þau setja samfélagsleg verkefni á dagskrá, þá munu þau sjálfkrafa fjalla um mál sem eru mikilvæg fólki. Þau miðla þeim til fólksins, í safninu eða það sem betra er, utan safnveggjanna, framsett á skýran og aðgengilegan hátt. Það eru mörg góð dæmi um slíka ferla, í fjöldamörgum löndum, stórum og lítlum, ríkum og fátækum. Ítölsk vist- söfn (en. Ecomuseums), Mexíkósk sam- félagssöfn, Brasilísk frumbyggjasöfn, Vestur-Afrískir menningarbankar (en. Culture Banks) hafa sannað að það virkar, þrátt fyrir mikið erfiði, enda eru þau ekki alltaf álitin alvöru söfn. 2.b. Rannsóknir verða alltaf skylda safna, en á nýjan máta. Rannsókn ætti að vinna jafnt meðal þeirra lærðu og þeirra sem vita. Þau lærðu eru fræði- menn sem nýta sér eigin rannsóknar- bakgrunn á arfleifðina í felti og í rannsóknarstofunni, á meðan þau sem vita eru einstaklingar í samfélaginu, raunverulegir eigendur arfleifðarinnar sem búa yfir styrkri þekkingu, bæði sinni eigin og þeirri sem er sameigin- leg, á hlutum, landslagi, hefðum, and- legri sannfæringu, og ættu að koma til greina sem meðhöfundar hverrar rannsóknar, sýningar og útgáfu sem eru tengdar arfleifðinni þeirra. Varðveisla hefur tvær ólíkar merk- ingar hérna. Annars vegar er það varð- veisla safnkosts, sem verður að vera tryggð, að minnsta kosti eins lengi og safnkosturinn er mikilvægur og hefur gildi. Á hinn bóginn, er varðveisla lifandi arfleifðar sem felst í að virða merkingu og sum af helstu einkenn- um hlutarins, líka ef notkun hans hefur breyst og honum umbreytt til að gegna nýju hlutverki. Varðveisla gæti í sumum tilfellum kallað á varðveislu minninga um arfleifð á ljósmyndum eða með annari tækni, þegar uppruna- legi hluturinn eða hefðin er horfin. Samtímamálefni þarf alltaf að tengja arfleifðinni. Samfellu í náttúru og menningu þarf til að útskýra og gera samhengið skiljanlegt í því sem gerist í dag og á morgun. Vistsöfn sem eru tileinkuð þátttöku nærsamfélaganna, þróun þeirra og sjálfbærri framtíð, nota fortíðina, minningarnar, arfleifð- ina í hlutum og hefðum sem frjóan jarðveg, til að rækta framtíðina. Hugues de Varine er fyrrum formaður ICOM (1965–1974) og ráðgjafi á sviði staðbundinnar samfélagsþróunar, með áherslu á vistsafnafræði og samfélags- lega safnafræði (1990–2013). Ég dáist að fólki sem finnst það geta skilgreint safn „fyrir 21 öldina“ á tveimur fyrstu áratug- um þessarar aldar og sér fyrir sér stofnun sem mun þjóna fólki, segjum eftir fimmtíu ár. Heimur- inn breytist svo hratt að hvert og eitt safn þarf annað hvort að aðlagast nýjum aðstæðum og nýjum samfélagslegum þörf- um – óháð hvaða skilgreiningu sem er – eða deyja (sem gerist í mörgum löndum, söfn hverfa af sjónarsviðinu því þau koma ekki lengur að gagni). 6

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.