Safnablaðið Kvistur - 2019, Qupperneq 19

Safnablaðið Kvistur - 2019, Qupperneq 19
19 Samkvæmt safnafræðingnum Robert Janes rækja söfn samfélags- legt hlutverk sitt með því að vera í sterkum tenglsum við nærsamfélag sitt og takast á við þær áskoranir og ógnir sem samfélagið og umhverfi þess stendur frammi fyrir. Árið 2009 gaf hann út bókina Museums in a troubled world: Renewal, Irrel- evance or Collapse? þar sem hann gagnrýndi íhaldssemi safna og hæg viðbrögð þeirra við samfélags- legum breytingum. Bókin er stór áfellisdómur á söfn þegar kemur að viðbrögðum þeirra við þeim flókna vanda sem felst í loftslagsbreytingum af mannavöldum og breyti söfn ekki um stefnu telur Janes næsta víst að söfn sem samfélagslegar stofnanir hreinlega fjari út og hætti að skipta nokkru máli fyrir þá sem þeim er ætlað að starfa í þágu fyrir. Í bókinni Curating the Future: Museums, Communities and Climate Change (2016) eru tekin saman mörg ólík dæmi um aðgerðir safna í lofts- lags– og umhverfismálum. Ritstjórar bókarinnar Jennifer Newell, Libby Robin og Kirsten Wehner halda því fram að í safnaheiminum hafi orðið ákveðin kúvending um 2010 þar sem sífellt fleiri söfn takast á við loftslagsvandann. Á sama tíma rekja þær áherslubreytingar þar sem söfn af öllum toga prófa skapandi og gríp- andi leiðir til að tengjast nærsamfé- lagi sínu í stað þess að leggja áherslu á miðlun vísinda– og tæknilegrar þekkingar á vandanum. Það sem hér fylgir er stutt ágrip á hinu ört vaxandi sviði safnafræða og safnastarfs sem tekur fyrir um- hverfismál. Ætlunin er að skoða áskoranir sem snúa að hugtökum eins og mannöldin og sjálfbærni og hvernig þau hafa áhrif á hefðbundnar forsendur safnastarfs svo sem að- skilnað menningar og náttúru, túlkun og framsetningu safngripa og samvinnu safna við nærsamfélagið. Samband menningar og náttúru Í safnastarfi er það viðtekin venja að náttúruminjasöfn geri sögu og stöðu náttúrunnar skil á meðan lista– og menningarminjasöfn taka fyrir sögu og samtíð mannkyns, þjóða, menningar og lista. Í ljósi umfangsmikilla áhrifa mannsins á jörðina og hvernig menning og nátt- úra mynda flókin tengsl sín á milli þar sem víxlverkun áhrifa móta hvort tveggja, er það óhjákvæmilegt að skoða hvernig þessi svið skarast. Síðast liðinn áratug hefur átt sér stað heilmikil umræða um afleiðingar þess að skilgreina núverandi tímabil í sögu jarðarinnar sem mannöld (e. Anthropocene). Í grunninn er um Tilbúinn veggur á sýningu Deutsches Museum þar sem ýmsum tæknilegum uppgötvunum eru gerð skil og tengingar með áherslum á umhverfisáhrif eru teiknaðar á milli safngripanna. Í stóra skarðinu fyrir miðju veggsins stendur umrædd gufuvél. Ljósmynd: Bergsveinn Þórsson.

x

Safnablaðið Kvistur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.