Safnablaðið Kvistur - 2019, Side 24
Á dögunum gaf Rannsóknar-setur í safnafræðum við Há-skóla Íslands út greinasafnið
Saga listasafna á Íslandi. Ritstjóri er
Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Saga
flestra listasafnanna er ung og til-
vist margra þeirra spannar aðeins
fáeina áratugi. Bókin er engu að
síður heilmikill doðrantur sem
telur alls 566 blaðsíður enda um
25 greinar að ræða um jafnmörg
söfn. Raunar kemur á óvart hversu
víðtæk starfsemi listasafna er hér
á landi og ber það vott um mikinn
myndlistaráhuga um allt land.
Landsfjórðungarnir eiga allir sín
listasöfn þótt vissulega séu þau flest
á höfuðborgarsvæðinu en þar eru
einnig umsvifamestu safnastofn-
anir landsins. Listasafn Íslands og
Listasafn Reykjavíkur hafa raunar
hvort um sig nokkur söfn innan
sinna vébanda sem starfrækt eru
í húsum á mismunandi stöðum í
höfuðborginni. Aðeins eitt þeirra
fær sérumfjöllun í bókinni, en það
er Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
sem starfaði sem sjálfseignarstofnun
þar til það varð hluti af Listasafni
Íslands fyrir nokkrum árum.
Í aðfararorðum ritstjórans kemur
fram að umfjöllun um Listasafn
Skagfirðinga og Listasafn Akraness
(og hugsanlega fleiri) vanti í bókina
þar sem ekki var vitað af tilvist
þeirra fyrr en um seinan. Sú stað-
reynd endurspeglar út af fyrir sig
þörfina á riti sem þessu en saga
flestra listasafnanna í bókinni hefur
ekki áður verið skráð. Sú sem þetta
ritar saknar einnig umfjöllunar um
Listasafn Samúels Jónssonar í Selár-
dal, eins sérstæðasta og jafnframt
afskekktasta listasafns landsins. Þá
kemur á óvart að ekki sé minnst
einu orði á Safnahúsið við Hverfis-
götu þar sem yfirstandandi er metn-
aðarfull sýning á sjónrænum arfi
Íslendinga í samstarfi margra safna,
þar á meðal Listasafns Íslands og
Þjóðminjasafns Íslands. Hið síðar-
nefnda varðveitir jafnframt stóran
hluta listasögu fyrri alda á Íslandi
sem og ljósmyndasögu, en Sigurjón
greinir frá því að enginn hafi fengist
til að rita sögu Þjóðminjasafns-
ins. Fjarvera Þjóðminjasafnsins
(með kirkjulistargripum sínum og
annarri myndlist, þar á meðal í ljós-
myndasafni stofnunarinnar) verður
að teljast galli á bókinni. Þessi fjar-
vera vekur einnig spurningar um
skilgreiningar á íslenskri listasögu.
Ánægjulegt að sjá í bókinni greinar
um sögu Hönnunarsafns Íslands
og Ljósmyndasafns Reykjavíkur,
auk þess sem rakin er stutt saga
byggingarlistadeildar Listasafns
Reykjavíkur, en hvar liggja mörkin
þegar sjónlistir eru annars vegar?
Hvers vegna er ekki fjallað um Kvik-
myndasafn Íslands?
Í heild er bókin gríðarlega áhugaverð
lesning, á köflum fullítarleg en á
móti kemur að mikilvægt er að gera
skýra grein fyrir tilurð safnanna,
viðleitni til að fjármagna reksturinn
og efla starfsemina. Sú saga endur-
speglar á mikilvægan hátt eldmóð
sem stundum byggir á örlæti, fram-
tíðarsýn og starfi fárra einstaklinga,
framtakssemi og þrautseigju í menn-
ingarstarfi, oft við erfiðar aðstæður,
og síðast en ekki síst trú á gildi
listarinnar í samfélaginu. Sumar
greinar eru þess eðlis að lesandinn
hrífst auðveldlega með, má þar
nefna ævintýralega frásögn af björg-
unarstarfi Listasafns Vestmannaeyja
í eldgosinu 1973 og í Sveinssafni í
Krýsuvík þegar ekki var útséð um
húshitun fyrir veturinn. Þessi söfn
varðveita bæði merkilegar safn-
eignir en starfið er mikið til unnið í
sjálfboðavinnu. Gegnumgangandi í
umfjöllun bókarinnar er tilfinning
fyrir björgun menningararfs, þar á
meðal þeim sem tengist menningar-
og listasögu ákveðinna staða. Fróð-
legt er að lesa sér til um söfn sem
varðveita – samhliða verkum eftir
þekktari listamenn þjóðarinnar –
verk eftir staðbundna listamenn sem
eru lítt þekktir utan heimahaganna.
Safneignir geta verið samsettar
á ýmsan hátt og þannig myndast
áhugavert samhengi sem vinna má
úr með skapandi hætti í starfi safns-
ins, svo sem á sýningum, í rann-
sóknum og útgáfum og í söfnunar-
stefnu. Safnasafnið á Svalbarðseyri
hefur þá sérstöðu að safna alþýðulist
og myndlist jaðarsettra einstak-
linga, auk framsækinnar myndlistar
menntaðra listamanna. Auðvelt er
að nálgast upplýsingar um starfsemi
safnsins en það verður ekki sagt um
mörg önnur söfn sem fjallað er um
í bókinni og því ljóst að hún hefur
mikið heimildagildi. Bókin vekur
lesanda jafnframt til vitundar um
fjölbreytni listasafna á Íslandi, um
þau miklu menningarverðmæti sem
í þeim eru fólgin, og um hin ýmsu
tengsl þeirra, jafnt innanlands sem
út í heim.
Áherslur bókarinnar eru fyrst og
fremst sagnfræðilegar. Greinarn-
ar birtast í tímaröð eftir stofnun
viðkomandi safns, fyrst er fjallað
um Listasafn Íslands sem stofnað
var 1884 og síðast um Vatnasafnið
á Stykkishólmi sem opnað var árið
2007. Söfn eru stofnuð í ákveðnu
þjóðfélagsrými og endurspeglar
tilurð þessara tveggja safna mikl-
ar breytingar í þeim skilningi,
sem og í viðhorfum til hlutverks
Saga listasafna á Íslandi
BÓKARÝNI / Anna Jóhannsdóttir, myndlistarmaður og listfræðingur
24