Safnablaðið Kvistur - 2019, Síða 31
31
Flest söfn fara nú þegar eina eða
fleiri af þessum leiðum. Sum hafa
tekið græna skrefið1 sem snýr að
rekstrarhluta stofnananna. Víða um
heim eru söfn hvött til að reikna út
kolefnispor2 sín og finna leiðir til að
kolefnisjafna þau.3 ICOM vinnuhópur
um sjálfbærni mun kynna í haust
nýjar leiðbeiningar til að hjálpa
söfnum að ná þessu markmiði.4
Sjálfbærni og langtímavarðveisla
eiga margt sameiginlegt. Í báðum
tilfellum er horft til framtíðar á tíma-
tengdan og hagkvæman hátt
og tekið mið af því hvað ákvörðunin
gæti haft í för með sér, til lengri eða
skemmri tíma.5 Sjálfbær varðveisla
miðar að jafnvægi á milli kröfunnar
um að uppfylla bestu skilyrði fyrir
varðveislu menningarfs og kröfunnar
um hagkvæmni í rekstri safna hvað
varðar t.d. efnis– og orkunotkun.6
Til að ná árangri verður að vera
samspil á milli eftirtaldra þátta:
Þekkingar um hrörnun safnkosts
og varðveisluskilyrði hans, túlkun
varðveislustaðla, efnisval m.t.t.
umbúða, hagsýni og endurvinnslu.
Umbúðir fyrir safngripi
Umbúðir verja gripina fyrir ljósi,
ryki, mengun, snertingu, hnjaski
og draga úr áhrifum umhverfis-
breytinga, sérstaklega raka-
breytinga. Endurnýjun umbúða er
mikilvægur liður í forvörslu gripa
af ýmsum gerðum gripa.
Sem dæmi má nefna umbúðaskipti
ljósmynda/filma sem getur verið
viðamikið verkefni. Söfn þurfa að
reikna kostnað við að skipta um um-
búðir (vinnutíma, efniskostnað) og
hversu langur tími mun líða áður en
nauðsynlegt verður að skipta um þær
á nýjan leik (10–30 ár eða lengur?).
Val umbúða byggist á efnastöð-
ugleika þeirra ásamt því hversu
vel þær eru tilþess fallnar að bæta
varðveisluskilyrði gripa. Þær geta
einnig orðið til þess að bæta aðgengi
að safngripunum (t.d. gegnsæjar
plastmöppur versus ógegnsæ pappírs-
umslög). Í þessu tilfelli væri sjálfbært
að velja umbúðir sem endast lengst
(efnafræðilega stöðugar) – en væri það
pappírinn eða plastið? Hvort efnanna
verður hægt að endurvinna eftir
30–50 ár?
Gæði efna í umbúðum hefur áhrif á
líftíma þeirra en umhverfisskilyrði í
geymslunum þar sem umbúðirnar og
safngripirnir eru varðveittir (hita–og
rakastig, mengun) hafa einnig áhrif
á efnasamskipti þeirra á milli. Því
verður að taka tillit til þessara atriða
þegar nýjar umbúðir verða fyrir
valinu. Til að auka sjálfbærni í varð-
veislu safngripa er nauðsynlegt að
skoða fyrst umhverfisskilyrði þeirra.
Til dæmis ef hitastigið er of hátt
(segjum yfir 20 gráður að meðaltali)
í ljósmyndageymslum verða efnahvörf
meiri og líftími gripa og umbúða því
styttri.
Umhverfisskilyrði fyrir
safngripi og orkunotkun
Síðustu 50 árin hafa forverðir veitt
söfnum ráðgjöf um umhverfisskilyrði
sem byggist á vísindarannsóknum
sem stærstu safnarannsóknastofur
heims hafa stundað á niðurbroti
safngripa. Nákvæmir staðlar hafa
verið gefnir út varðandi hita og
hlutfallslegt rakastig fyrir alla efnis-
flokka í þeim tilgangi að fyrirbyggja
skemmdir og hægja á niðurbroti
safngripa. Söfnin hafa verið hvött til
að bæta umhverfisskilyrði gripa bæði
í sýningarsölum og í geymslum, t.d.
með því að setja upp loftræstikerfi
og forðast raka– og hitasveiflur.
Orkunotkun hefur aukist í samræmi
við þessar úrbætur með þeim af-
leiðingum að rafmagnskostnaður er
orðinn stór liður í útgjöldum safna.
Frekari rannsóknir hafa leitt í ljós að
hægt er að endurskoða staðlana og
gefa önnur viðmið.7 Í staðinn fyrir að
mæla með æskilegu rakastigi (+/–5%),
er frekar mælst til þess að söfnin
leitist við að forðast öfgar. Sem dæmi
má nefna að ásættanlegar sveiflur í
rakastigi, þegar um lífræn efni8 er að
ræða, geta verið á milli 45% og 60%,
en ef þær fara yfir 65%, er hætta á
myglu. Skalinn fyrir sveiflur í þessu
tilfelli er þá 15 %. 9 Í öllum tilfellum
verður hvert safn að skoða árstíða-
sveiflur, tegund og ástand safnskosts
og húsnæðis til að geta fundið bestu
mögulegu varðveisluskilyrðin.
Reglulegar mælingar og söfnun
gagna eru ómissandi þáttur í að
hrinda í framkvæmd áætlun um
sjálfbæra varðveislu og það getur
tekið nokkur ár að finna þær lausnir
sem henta hverju safni fyrir sig.
Leiðbeiningar til
sjálfbærrar varðveislu
Stærstu varðveislustofnanir heims
hafa hafist handa við að gefa út
leiðbeiningar eða leiðarvísa til
að hjálpa söfnum við að innleiða
sjálfbæra varðveislu. Flest þessara
rita eru aðgengileg á netinu. Meðal
þeirra má nefna tvær handbækur
sem bandaríska rannsóknastofan,
Image Permanent Institute, gaf
út: IPI’s Guide to Sustainable Pres-
ervation Practices for Managing
Storage Environments (2012) og
IPI’s Methodology for Implementing
Sustainable Energy-Saving Strategies
for Collections Environments (2017).
Stofnunin heldur auk þess út heima-