Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Síða 4
MEST LESIÐ
Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST...
Jón Þór lætur af störfum
Jón Þór Hauksson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu,
hefur sagt starfi sínu lausu. Uppsögnin kemur í kjölfar uppá-
komu sem varð í fagnaði liðsins í Búdapest í Ungverjalandi
eftir að liðið hafði tryggt sér sæti í lokakeppni EM 2022. Jón
mun hafa farið yfir strikið gagnvart nokkrum leikmönnum og
látið óviðeigandi ummæli falla undir áhrifum áfengis.
Ríkið áfrýjar í uppgreiðslugjaldsmáli
Íslenska ríkið ætlar að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykja-
víkur um að uppgreiðslugjald Íbúðalánasjóðs á árunum 2005-
2013 hafi verið ólöglegt. Í niðurstöðunni fólst að lánasjóðnum
var óheimilt að krefja lánþega um uppgreiðslugjald þegar lán
voru greidd upp á þessu tímabili. Töluverðir fjármunir eru
undir í þessu máli enda mikill fjöldi lána sem tekinn var á
þessum tímabili. Ríkisstjórnin freistar þess nú að fá málið
tekið upp beint hjá Hæstarétti og sleppa millidómsstiginu,
Landsrétti.
Breyttar sóttvarnaaðgerðir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti í vikunni
nýjar sóttvarnareglur. Hægt var að opna sundlaugar fyrir
gestum að nýju í gær og veitingastöðum var heimilt að taka á
móti 15 einstaklingum og hafa opið til 22. Verslunum verður
heimilt að hleypa inn fimm manneskjum fyrir hverja tíu fer-
metra af húsnæði, mest 100 í einu. Áfram er þó almennt 10
manna samkomutakmörkun og fólk er hvatt til að velja fjöl-
skyldumeðlimi og vini sem verði hægt að hitta yfir hátíðarnar.
Teljast þá þeir aðilar innan jólakúlu einstaklings.
Elísabet Guðmundsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir, lýtalæknir og aktívisti gegn sótt-
varnaaðgerðum, kom til landsins síðustu helgi og neitaði að
fara í sýnatöku eða sóttkví. Var hún mætti skömmu eftir
heimkomu á mótmæli og því ljóst að hún braut gegn sótt-
varnareglum. Til umræðu hefur komið hvort Elísabet sé með
læknaleyfi eða ekki. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, staðfesti að svo væri ekki,
en Elísabet ætlar að stefna ríkislögreglustjóra fyrir staðfest-
inguna sem og stefna þeim sem hafa látið hörð orð um hana
falla í athugasemdakerfum.
Zúistabræður ákærðir
Bræðurnir Ágúst Árnar Ágústsson og Einar Ágústsson hafa
verið ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við
starfsemi félagsins Zuism trúfélag. Eru þeir taldir hafa svikið
úr ríkissjóði um 85 milljónir sem greiddar voru til þeirra í
formi sóknargjalda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem bræðurnir
hafa vakið athygli. En þeir voru áður þekktir sem Kickstar-
ter-bræður eftir að þeir stóðu fyrir söfnunum í gegnum söfn-
unarsíðuna Kickstarter en þeir voru báðir rannsakaðir af sér-
stökum saksóknara fyrir þá starfsemi og var Einar dæmdur
í fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna af einstaklingum.
92 prósent ætla í bólusetningu
Mikill meirihluti Íslendinga
er jákvæður gagnvart bólu-
setningu við COVID-19, en
samkvæmt könnun Maskínu
ætlar 61 prósent svarenda ör-
ugglega að láta bólusetja sig og
31 prósent ætlar líklega. Vonir
standa til að bólusetningar
hefjist hér á landi snemma á
næsta ári.
1 Talið að ölvun og talsmáti Jóns Þórs kosti hann starfið –
Niðrandi ummæli féllu fyrir framan
alla Jón Þór Hauksson, þjálfari
kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lét
niðrandi ummæli falla um leikmenn
er hann var undir áhrifum áfengis.
2 Kristján ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum –
Hlaut dóm fyrir fíkniefni, vopna-
burði og árás í fyrra Kristján Einar
Sigurbjörnsson var ákærður fyrir að
hóta lögreglumanni lífláti. Málið er
nú fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.
3 Stelpurnar hafa lengi viljað losna við Jón Þór úr starfi
Sá orðrómur hefur gengið að leik-
menn A-landsliðs kvenna hafi lengi
viljað losna við Jón Þór Hauksson
sem þjálfara.
4 Ótrúleg ástarsaga, 8 börn og fallegt líf í Grímsnesi
Guðrún Helga Jóhannsdóttir og
Yakhya Diop lifa mínímalísku lífi í
Grímsnesinu.
5 Elísabet lýtalæknir lenti í lögreglunni á Keflavíkur-
flugvelli – Var rekin fyrir rúmum
mánuði af Landspítala Elísabet
Guðmundsdóttir kom til landsins og
fór hvorki í skimun né sóttkví. Lög-
regla var kölluð til á vellinum þegar
Elísabet lét í ljós ætlun sína að fara
ekki eftir sóttvarnareglum.
6 Valtýr Björn um ábyrgð Borghildar í máli Jóns Þórs:
„Sorrí, þetta er búið…Bless“ Val-
týr Björn Valtýsson útvarpsmaður
telur Borghildi Sigurðardóttur, vara-
formann KSÍ, einnig bera ábyrgð á
máli Jón Þórs Haukssonar.
7 Daði Freyr fór í klippingu – Sjáðu fyrir og eftir mynd-
irnar Tónlistarmaðurinn Daði Freyr
Pétursson lét klippa hárið sem var
orðið töluvert sítt.
8 Gestum trúarhátíðar brá í brún þegar þeir horfðu upp
Par í ástaratlotum á hóteli í Taívan
gleymdi að draga gluggatjöldin fyrir,
gestir trúarhátíðar gátu því séð allt
sem fram fór á milli þeirra.
OnePortal er
vefgátt se gerir
fyrirtækjum og sveitar-
félögum kleift að veita íbúum
þjónustu allan sólahringinn, allt
árið um kring. Rafrænir innri ferlar
eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa
eða viðskiptavini, þar sem þeir
Gæða-
stjórnun á
stóran þátt í góðum
árangri fyrirtækja.
OneQuality er lausn sem
OneSystems bjóða heildarlausn
í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga
og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra
Hagkvæmar lausnir
með áherslu á rekjanleika,
auðveldan aðgang og gagnsæi.
OneRecords er öug lausn sem auðveldar
fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan
um mál sem er í g ngi á hverjum tíma.
Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála
innan fyrirtækisins og notendur
geta á einfaldan máta sótt
lista yr þau mál sem þeir
bera ábyrgð á.
Vilt þú koma
skjalamálunum
í lag?
VELJUM
ÍSLENST - VELJUM
ÍS
LE
NS
KT
-V
EL
JUM
ÍSLENSKT -
R cor
Mála- og skjal kerfi
Self-Service
www.one.is
OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is
www.one.is . one@one.is
sími: 660 8551 . fax: 588 1057
4 FRÉTTIR 11. DESEMBER 2020 DV