Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Síða 10
10 FRÉTTIR Þjálfaði bardaga­ hana sem barn M itt prívatlíf er ósköp notalegt. Ég bý við Elliðavatn þar sem við Magga Pála, konan mín, vorum svo heppnar að finna fallegt gamalt hús með stóru landi og við höfum verið að dúlla okkur við að gera húsið og garðinn upp. Í vor, þegar það stefndi í að við yrðum svona mikið heima, þá fékk ég mér hænur. Það er nýjasta áhugamálið,“ segir Lilja Sig­ urðardóttir hlæjandi. Konan hennar er Margrét Pála Ólafsdóttir, höfundur Hjalla­ stefnunnar, og hafa þær komið sér vel fyrir í hlýlegu húsi við vatnið. Lilja segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á hænum, allt frá því hún þjálfaði bardaga­ hana sem barn. Ævintýra­ gjarnir foreldrar hennar bjuggu með börnin fjögur um víða veröld og það var í litlu þorpi í Mexíkó sem hún kynnt­ ist hanaati. „Þegar ég var barn fór ég fyrir skóla og hljóp með bardagahana fyrir mann sem var fatlaður og gat því ekki sjálfur hlaupið með hanana sína. Þetta var fyrsta vinnan mín og ég fékk borgað fyrir að þjálfa þessa bar daga hana. Mér fannst hanaatið spenn­ andi þegar ég var krakki en ég held að ég gæti ekki horft á það núna,“ segir hún. Lilja heldur aðeins hænur – engan hana – og þær geta verið býsna ákveðnar. „Ef það er enginn hani þá verður bara ein hænan yfirhæna. Það er ströng goggunarröð og skýrt hver er foringinn. Hinar verða bara að hlýða. Yfirhænan þarf ekki að gogga í aðrar hænur því hún er með tvær bestu vinkonur sínar með sér sem sjá um að gogga í aðrar hænur. Yfirhænan byrjar líka að éta, síðan þær sem eru henni næstar og þær sem eru síðastar í goggunar­ röðinni fá afgangana. Þetta er kannski ekki svo ólíkt mann­ legu samfélagi þó goggunar­ röðin sé öllu bókstaflegri hjá hænunum og þær eru ekkert að spara fantaskapinn er ein­ hver hænan reynir að teygja sig of langt. Öðru hvoru getur komið inn í hænuhóp ný og metnaðarfull hæna sem vill vinna sig upp metorðastig­ ann. Hún þarf þá að berjast fyrir sínu og þá verða átök og spenna um tíma. Þetta veltur líka hreinlega á persónuleika þeirra en ekki bara hvenær þær koma inn í hópinn. Mér finnst hænurnar vera afskap­ lega skemmtileg dýr og ég hef gaman af þeim. Þær borga svo leiguna með því að gefa okkur egg,“ segir hún hæstánægð. Ævintýragjarnir foreldrar Foreldrar Lilju eru Sigurður Hjartarson og Jóna Kristín Sigurðardóttir sem ólust upp Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is á Akureyri. Lilja er fædd árið 1972 á Akranesi og er yngst fjögurra systkina. Hún var aðeins fimm ára þegar hún flutti þaðan með fjölskyldunni og lagðist í heimshornaflakk. Þau bjuggu í Svíþjóð, Mexíkó og á Spáni auk þess að ferðast um fleiri lönd, en komu alltaf reglulega til Íslands. „Mamma og pabbi voru hálf­ gerðir hippar og víluðu ekkert fyrir sér að pakka bara öllu niður í ferðatöskuna og flytja milli landa. Pabbi stundaði rannsóknir á fornum hand­ ritum, hann var sérfróður í landafundum Kristófers Kólumbusar og við fluttum gjarnan á staði þar sem hann var að rannsaka einhver hand­ rit. Auðvitað var þetta líka ævintýragirni í þeim,“ segir Lilja en faðir hennar var einn­ ig vinsæll sögu­ og spænsku­ kennari auk þess sem hann stofnaði Hið íslenzka reða­ safn þegar hann var kominn á eftirlaun. Miklir heimshornaflakkarar Vegna mikilla flutninga á Lilja oft í vandræðum með að útskýra hvar hún ólst upp. „Ég tilheyri engri grúppu gamalla skólafélaga eða ein­ hverjum sérstökum árgangi í neinum skóla. Þegar ég var yngri öfundaði ég stundum krakka sem voru alltaf í sama skóla og bjuggu alltaf í sama húsinu, þar sem jafnvel var merkt við á hurðarkarmi eftir því sem þau urðu hærri í loftinu. Ég fékk ekki þessa festu en í staðinn er ég með opnari huga fyrir heiminum Lilja segir metnaðar- fullar hænur gjarnan berjast fyrir sínu. MYND/ERNIR Lilja Sigurðardóttir var að senda frá sér sína áttundu glæpasögu. Hún segir pabba sinn hafa kynnt heimsbókmennt- irnar fyrir henni en mömmu glæpasög- urnar. Lilja og konan hennar hafa bráðum verið saman í þrjátíu ár. Þær halda hress- ar hænur að heimili sínu við Elliðavatn. 11. DESEMBER 2020 DV GLÆPASÖGUR EFTIR LILJU Fyrirgefning 2010 Gildran 2015 Netið 2016 Búrið 2017 Svik 2018 Helköld sól 2019 Blóðrauður sjór 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.