Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Qupperneq 16
16 EYJAN
Stóra Græna-
fjall á Fjalla-
baksleið syðri
sem er hluti
hálendis Ís-
lands norðan
Mýrdalsjökuls
norður til
Landmanna-
lauga og
Hrauneyja.
MYND/VILHELM
Tillaga nefndar um mörk þjóðgarðs ásamt Vatnajökulsþjóðgarði og
friðlýstum svæðum innan markanna. MYND/STJÓRNARRÁÐIÐ
11. DESEMBER 2020 DV
Erla
Hlynsdóttir
erlahlyns@dv.is
STÆRSTI ÞJÓÐGARÐUR EVRÓPU
Hálendisþjóðgarður myndi ná yfir um 30% af öllu landinu en um helmingur svæðisins
er þegar friðlýstur. Umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi um þjóðgarðinn í vikunni.
Á MANNAMÁLI
Þ ann 8. desember síðast-liðinn mælti Guðmund-ur Ingi Guðbrandsson
umhverfisráðherra fyrir
frumvarpi um miðhálendis-
þjóðgarð. Í ræðu sinni á Al-
þingi sagði hann meðal ann-
ars: „Hálendisþjóðgarður
yrði án efa stærsta framlag
Íslendinga til náttúruvernd-
ar í heiminum hingað til og
myndi styrkja ímynd Íslands
á erlendri grundu. Þetta tæki-
færi skulum við ekki láta úr
greipum okkar renna.“
Ákveðið í ríkis -
stjórnar sáttmála
Hugmyndir um stofnun þjóð-
garðs á miðhálendinu ná aftur
á síðustu öld. Fjölmargir nátt-
úruverndarsinnar hafa bar-
ist fyrir þessu verkefni um
langan tíma og varðað leiðina
af hugsjón. Í sáttmála ríkis-
stjórnar Framsóknarflokks,
Sjálfstæðisflokks og Vinstri-
hreyfingarinnar – græns
framboðs um ríkisstjórnar-
samstarf og eflingu Alþingis
frá 30. nóvember 2017 er
stofnun þjóðgarðs á miðhá-
lendinu meðal stefnumála – í
fyrsta sinn í ríkisstjórnarsátt-
mála.
Í samræmi við það var
skipuð þverpólitísk nefnd
þingmanna frá öllum stjórn-
málaflokkum á Alþingi, auk
fulltrúa umhverfis- og auð-
lindaráðuneytisins, forsætis-
ráðuneytisins og sveitarfélaga
um stofnun þjóðgarðs á mið-
hálendinu í apríl 2018 og skil-
aði nefndin af sér skýrslu til
umhverfisráðherra í desem-
ber 2019 þar sem finna mátti
tillögur um hvernig best væri
að standa að stofnun slíks
þjóðgarðs.
Hvað er Hálendis-
þjóðgarður?
Gert er ráð fyrir að Hálendis-
þjóðgarður verði sjálfstæð
stofnun undir yfirstjórn ráð-
herra. Lög um Vatnajökuls-
þjóðgarð myndu falla úr gildi
og Vatnajökulsþjóðgarður yrði
hluti Hálendisþjóðgarðs auk
þeirra svæða á miðhálendinu
sem þegar hafa verið friðlýst
á grundvelli náttúruverndar-
laga og heyra undir stjórn-
sýslu Umhverfisstofnunar.
Um helmingur svæðisins
nýtur nú þegar verndar og
má þar nefna Vatnajökulsþjóð-
garð, Hofsjökul og Þjórsárver,
Kerlingarfjöll, Landmanna-
laugar og Hveravelli.
Nái þessar hugmyndir fram
að ganga verður Hálendis-
þjóðgarður stærsti þjóðgarð-
ur í Evrópu og með honum
myndu ein stærstu óbyggðu
víðerni sem finnast í Evrópu
fá vernd.
Fimm ár í vinnslu í
Stjórnarráðinu
Um fimm ár eru síðan verk-
efnið hófst í Stjórnarráðinu,
í stjórnartíð Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknar, með
skipun nefndar um forsendur
fyrir þjóðgarði á hálendinu. Í
stjórnarsáttmála Sjálfstæðis-
flokks, Bjartrar framtíðar og
Viðreisnar var talað um aukna
vernd miðhálendis.
Þrátt fyrir þetta ríkir alls
ekki þverpólitísk sátt um
frumvarpið, og ýmsir full-
trúar samstarfsflokka Vinstri
grænna í ríkisstjórn hafa
gagnrýnt ýmis atriði þess.
Þá hefur einnig komið fram
gagnrýni frá stjórnarand-
stöðunni. Helstu athugasemd-
ir felast í að samráð hafi ekki
verið nægjanlegt, sér í lagi við
sveitarstjórnir og þá sem búa
næst fyrirhuguðum þjóðgarði.
FETAR, hagsmunasamtök
fyrirtækja sem starfa við
ferðaþjónustu á sérútbúnum
bifreiðum, hafa kallað þjóð-
garðinn pólitísk hrossakaup:
„Hálendisþjóðgarður er risa-
vaxið mál sem varðar þjóðar-
hag til allrar framtíðar og því
ótækt að hálendið, ferðafrelsi
og perlur íslenskrar náttúru
verði skiptimynt í valdatafli
stjórnmálaflokka.“
Guðmundur Ingi segist hins
vegar afar bjartsýnn á að
frumvarpið verði að lögum.
Þó má reikna með einhverjum
breytingum á því í meðförum
þingsins.
Upphaflega stóð til að hann
myndi mæla fyrir frumvarp-
inu á síðasta vorþingi en því
var frestað, meðal annars því
öll ráðuneyti ákváðu að fækka
þeim þingmálum sem átti að
leggja fram í vor þannig að
mál tengd heimsfaraldrinum
gætu verið sett í forgang.
Hluti af gagnrýni felst ein-
mitt í að frumvarpið sé lagt
fram svo seint á síðasta vetri
sitjandi ríkisstjórnar.
Flóknara skipulag
Lagt er til að stjórnskipu-
lag Hálendisþjóðgarðs verði
svipað og í Vatnajökulsþjóð-
garði en vegna stærðar hans
er það nokkuð flóknara en
annarra þjóðgarða. Felst
munurinn einkum í skiptingu
þjóðgarðsins í sex rekstrar-
svæði og skipan umdæmis-
ráða en í Vatnajökulsþjóðgarði
eru fjögur rekstrarsvæði
og svæðisráð. Umdæmisráð
gegna samkvæmt ákvæðum
frumvarpsins hliðstæðu hlut-
verki og svæðisráð Vatnajök-
ulsþjóðgarðs, en lagt er þó til
að ákveðin verkefni færist frá
stjórn til umdæmisráðs. Auk
þess mun forstjóri stofnunar-
innar heyra beint undir ráð-
herra en ekki stjórn.
Önnur efnisákvæði eru
hins vegar að mestu leyti
þau sömu fyrir Hálendisþjóð-
garð og eru í gildandi lögum
um Vatnajökulsþjóðgarð, til
dæmis um stjórnunar- og
verndar áætlun, almennar
meginreglur um háttsemi í
þjóðgarðinum, starfsemi í
þjóðgarðinum, atvinnustefnu,
landnýtingu, þjónustu auk al-
mennra reglna um eftirlit og
valdheimildir vegna þess.
Afleidd störf í héraði
Þegar Guðmundur Ingi mælti
fyrir frumvarpinu minnti
hann á að í gildandi fjármála-
áætlun hefur þegar verið gert
ráð fyrir fjármagni til upp-
byggingar meginstarfsstöðva
og rekstrar þjóðgarðsins.
„Slík uppbygging býr til
afleidd störf, eykur þjónustu
heima í héraði, laðar til sín
ferðamenn sem hafa þá áhuga
á að dvelja lengur á hverjum
stað fyrir vikið, og nýta sér
þá þjónustu sem er í boði á
viðkomandi svæði. Ekki síst
býður slíkt upp á tækifæri til
að auka þá þjónustu og bæta
nýrri við þegar ferðamaður-
inn hefur fleiri ástæður til að
stoppa lengur á þeim stöðum
sem uppbygging á sér stað,“
sagði hann í ræðunni.
Þá benti Guðmundur Ingi á
að þegar litið er til opinberra
starfa og horft til Vatna-
jökulsþjóðgarðs sem dæmi
þá voru samtals 34 ársverk
fastra starfsmanna í þjóð-
garðinum haustið 2020. Þar
af 30 á starfssvæðum þjóð-
garðsins en fjögur á höfuð-
borgarsvæðinu. Þá voru 114
einstaklingar við sumarstörf
í þjóðgarðinum síðastliðið
sumar, allt störf úti á lands-
byggðinni. n
Hálendis-
þjóðgarður
yrði án
efa stærsta
framlag
Íslendinga
til náttúru-
verndar í
heiminum.