Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Síða 37
S pennusagnakóngurinn Arnaldur Indriðason er Vatnsberi. Vatnsberinn er óstýrilátur og óhræddur við að ganga á skjön
við aðra. Hann berst fyrir litla manninn og
vill réttlæti. Vatnsberar eru þekktir fyrir að
vera náttúruelskandi hippar og ekkert við þá
er endilega talið hefðbundið. Hvorki fataval né
lífsstíll þeirra. Þar af leiðandi eru þeir áhuga
verðar týpur sem lita hversdagsleikann.
Æðsti meyprestur
Innsæi | Heilög þekking | Undirmeðvitund
Þetta tiltekna spil er komið til þess að minna þig á að
hlusta á og fylgja innra innsæi. Ef þig vantar svar við
einhverju skalt þú leita inn á við og treysta svarinu. Oft
vitum við rétta svarið en hjartað og rökhugsunin flækist
fyrir. Erfið ákvörðun getur verið sú rétta. Ákvörðunin
mun létta á þér – láttu til skarar skríða.
Töframaðurinn
Birtingarmynd | Útsjónarsemi | Kraftur | Innblástur
Töframaðurinn boðar nýja tíma og ný tækifæri. Hér áttar
þú þig á þínum eigin töfrum og hvernig þú getur kallað
hluti til þín. Hér rætast gamlar óskir sem virðast einfald-
lega flæða til þín. Við fáum öll svona tímabil í lífi okkar
þar sem allt virðist ganga upp og heppnin virðist endast.
Á þessum tíma er gott að gefa sér tíma í að hugsa vel
hvert þú vilt stefna og sjá það skýrt. Þegar maður er
skýr um hvað maður vill og af hverju, þá kemur allt heim
og saman.
Þristur í bikurum
Hátíð | Vinátta | Sköpun | Samvinna
Hér sé ég mikinn fögnuð og gleði. Það er verið að skála
fyrir einhverju samstarfi þar sem þrír koma saman og
láta ljós sitt skína. Þetta verður farsælt samstarf. Hér er
eitthvert nýtt ástríðuverkefni og mér finnst eins og þeir
sem vinna það með þér tengist þér fjölskylduböndum.
Þetta ár hefur verið einmanalegt fyrir marga en þetta
samstarf mun sannarlega bæta það upp.
Skilaboð frá spákonunni
Til þessa að tengjast innsæinu og fá svör þarf
stundum að skapa ró innra með sér og þá er hug-
leiðsla svarið. Mörgum finnst hugleiðsla krefjandi
en hún getur verið á úmsu formi, göngutúr eða jafn-
vel bakstur er mögulega þín leið.
STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Arnaldur Indriðason
SVONA EIGA ÞAU SAMAN
Vikan 11.12. – 17.12.
Vitum rétta svarið en rökhugsun flækist fyrir
Ástfangin jólabörn
MYND/SIGTRYGGUR ARI
stjörnurnarSPÁÐ Í
S öngkonan Ragnheiður Gröndal og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson eiga bæði afmæli í jólamánuðinum mikla.
DV lék forvitni að vita hvernig þessi desem
berbörn eiga saman þegar litið er til stjörnu
merkjanna.
Ragnheiður og Guðmundur eru bæði Bog
menn. Bogmaðurinn er eldmerki og fullur af
lífi. Það er frábær tilfinning að sjá tvo Bog
menn koma saman og ást þeirra blómstra, það
er eins og að fylgjast með barni vaxa úr grasi.
Ragga og Gummi, eins og þau eru kölluð, eru
bæði afreksfólk í tónlist og eldmóðurinn fyrir
listinni sameinar þau.
Það er aldrei langt í fjörið. Þegar við hugsum
um tvo Bogmenn í sambandi þá gætum við al
veg eins hugsað um tvo unglinga sem þykir allt
fyndið. Bogmaður verður auðveldlega ástfang
inn, þeim tekst að aðlagast hvor öðrum auð
veldlega, en eiga það til að breyta skoðunum
sínum og tilfinningum sínum til hvor annars
jafn auðveldlega.
Samkvæmt stjörnunum er pörun tveggja
Bogmanna yfirleitt ekki til langtíma, en það
kemur reglulega par sem gefur skít í líkurnar
og verður svo ástfangið að ekkert kemst á milli
þeirra. n
Ragnheiður Gröndal
Bogmaður
15. desember 1984
n Örlát
n Hugsjónamaður
n Húmoristi
n Framtakssöm
n Óþolinmóð
n Heiðvirð
Guðmundur Pétursson
Bogmaður
6. desember 1972
n Örlátur
n Hugsjónamaður
n Húmoristi
n Framtakssamur
n Óþolinmóður
n Heiðvirður
MYND/STEFÁN KARLSSON
Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna?
Hrútur
21.03. – 19.04.
Óvenju erilsöm vika er fram
undan hjá Hrútnum og þér
gætu fallist hendur. Nú reynir á
sköpunarkraft þinn til þess að
gera dagleg verk skemmtilegri.
Hvernig getur þú brotið daginn
upp? Skapaðu ævintýri í hvers-
dagsleikanum!
Naut
20.04. – 20.05.
Nautið þarf að endurskoða ein-
hver mál í vikunni. Mögulega
þarftu að taka erfiða ákvörðun
um eitthvert samband eða sam-
starf. Það eina sem skiptir máli
er að velja rétt fyrir þig en ekki
hugsa hvað er best fyrir aðra. Öllu
illu er best aflokið.
Tvíburi
21.05. – 21.06.
Tvíburinn hugsar oft ekki áður
en hann talar sem er oftast
skemmtilega skoplegt. En þessa
vikuna gæti hann þurft að leið-
rétta einhvern misskilning eða
vanda orð sín betur svo einhver
verði ekki særður.
Krabbi
22.06. – 22.07.
Þessa vikuna er Krabbinn í við-
skiptaham. Þú ert að velta fyrir
þér hvernig þú getur fjármagnað
næstu framkvæmdir og drauma.
Aldrei of seint í rassinn gripið,
þessi undirbúningur mun koma
sér vel fyrir komandi ár.
Ljón
23.07. – 22.08.
Heimurinn er nógu krefjandi
eins og hann er án þess að þú
bætir álagið með því gera lítið
úr sjálfum þér. Anda inn anda út
… og sleppa tökum á því sem þú
getur ekki breytt. Þú ert að gera
þitt besta og það er meira en
nóg. Við mælum með að þú bakir
piparkökur!
Meyja
23.08. – 22.09.
Rómantíkin er í loftinu og gott
betur! Meyjan svífur um á bleiku
skýi með fiðrildi í maganum. Hvort
sem þetta er sjálfsást, endur-
goldin ást eða ný ást þá erum
við afskaplega ánægð fyrir þína
hönd. Það er svo gott að elska!
Vog
23.09. – 22.10.
Þú ert skemmtilega kærulaus
þessa vikuna, það þarf mjög lítið
til þess að þú breytir plani þínu
eða hættir við skipulagið til þess
að hafa aðeins meira gaman eða
til þess að vinna aðeins minna.
Lífið er núna, njóttu þín!
Sporðdreki
23.10. – 21.11.
Megi kosmósið gefa þér æðru-
leysi til að sætta þig við það sem
þú færð ekki breytt, kjark til að
breyta því sem þú getur breytt og
visku til að greina þar á milli. Ef þú
ferð eftir þessu þá muna komandi
dagar ganga mun betur.
Bogmaður
22.11. – 21.12.
Þú ert eins og jólasveinninn
sjálfur með langan lista og tékkar
á honum tvisvar til þess að allt
batteríið gangi upp. Mikið að
gera en skipulagið gengur ótrú-
lega vel, þú nýtur þess að stroka
út af listanum og sérð komandi
jólafrí í hillingum!
Steingeit
22.12. – 19.01.
Vertu ófeimin við að biðja um
hjálp, við erum öll hérna fyrir þig
og, vá, hvað þú er mikið elskuð!
Gleymdi því aldrei! Farðu í sund
og hristu þennan þunga vetur
af þér og íhugaðu hvernig þínir
nánustu geta hjálpað þér eða
mögulega hvaða utan að komandi
hjálp væri best fyrir þig núna.
Vatnsberi
20.01. – 18.02.
Þú ert tilbúinn til þess að fara
dýpra inn í sambandið. Þú finnur
sterkar tengingar til einhvers
ákveðins, tilfinningu sem þú hefur
ekki áður fundið. Hver veit nema
fjölskyldan fái að hitta þessa
einstöku persónu í næsta zoom-
jólaboði.
Fiskur
19.02. – 20.03.
Fiskurinn borðar aðeins of mikið
af konfektmolum þessa vikuna
og skammast sín bara ekki neitt!
Enda hef ég aldrei hitt Fisk sem
fer á ketó. En meginmálið er að þú
trítar þig vel þessa vikuna eins og
sannkallaður kósí-kisi.
FÓKUS 37DV 11. DESEMBER 2020