Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2020, Side 40
11. desember 2020 | 49. tbl. | 111. árg.
dv.is/frettaskot askrift@dv.is 512 7000
SAND KORN
MYND/CAT GUNDRY-BECK
LOKI
Sósa sig!
„Sexí sósumyndir“
Nína Richter, fyrrverandi
blaðakona, sat nýlega fyrir í
sósuauglýsingu fyrir sósufyr
irtækið Lefever sem staðsett
er á Djúpavogi. Fyrirtækið
framleiðir meðal annars
vinsæla sterka sósu eða „Hot
sauce“ undir nafninu Bera.
Nína greindi frá myndatök
unni í skemmtilegri færslu á
samfélagsmiðlinum Twitter.
„Ég sat fyrir í jólasósu
auglýsingu á dögunum og
held að ekkert rammi þetta
ár jafn mikið inn eins og sexí
sósumyndirnar af settinu,“
sagði Nína og bætti við að
jólagjöfin í ár væri sósa.
Stjörnufans á
Hverfisgötu
Veitingahúsið NoConcept
var opnað í byrjun október á
Hverfisgötu. Þótti mörgum
nóg um enda veitingastaðir
að róa lífróðurinn í öðru
hverju húsi. Hugrekkið hefur
þó borgað sig og er staðurinn
ákaflega vinsæll, ekki síst
í hádeginu. Fræga fólkið
flykkist þar að og þykja pits
urnar sem allar heita eftir
Tom Cruisemyndum sér
lega góðar. Hafði einn gesta
þó orð á því í vikunni þegar
Einar Kárason, höfundur
Djöflaeyjunnar, yfirgaf
staðinn og inn gekk Friðrik
Þór Friðriksson, leikstjóri
samnefndrar kvikmyndar, að
kannski hefðu nöfn réttanna
frekar átt að koma úr kvik
myndum Friðriks eða bókum
Einars. n
Gefðu gjöf frá
frægustu hönnuðum heims
Epal / Harpa / Skeifan 6 / Kringlan / Laugavegur 70 / 5687733 / epal@epal.is / www.epal.is