Harmonikublaðið - 01.09.2015, Page 6
Fjölskylduhátíð FHS á nýjum stað
Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda í
Skagafirði var að venju um Jónsmessuhelg-
ina 19.-21. júní, en að þessu sinni var hún
haldin að Steinsstöðum í Lýtingsstaðar-
hreppi hinum forna í Skagafirði.
A Steinsstöðum er góð aðstaða, fallegt gisti-
heimili sem rúmar 40-45 manns og félags-
heimilið Árgarður, sem er virkilega snyrtilegt
A Steinsstöðum var stiginn vals.....
og rúmgott hús sem hentar vel fyrir svona
samkomu. Svæðið er enda eftirsótt af ferða-
fólki, fyrir ættarmót og hverskyns samkomur.
Því þurfa þeir sem hugsa sér að nota aðstöðu
þarna yfir fjölskylduhelgina að panta með
góðum fyrirvara. Gott tjaldstæði er staðsett
fyrir neðan félagsheimilið með fallegt útsýni
að Mælifellshnjúk. Þar er líka góð þjónusta
fyrir húsbíla, hjólhýsi, tjaldvagna og þess-
háttar. Þá er rafmagn, salernislosun, heitt og
kalt vatn og þvottaplan. Við tjaldsvæði er
einnig þjónustuhús með eldunaraðstöðu og
aðstöðu til að borða inni. Einnig er fín sund-
laug með heitum potti og lítill 9 holu golf-
völlur á svæðinu.
Gestir hátíðarinnar streymdu að á föstudeg-
inum og komu sér fyrir. Veður var viðunandi,
en veðurútlit nokkuð vafasamt. Menn voru
þó vongóðir, það er jú aðalsmerki harmo-
nikuunnenda. Upphitunardansleikur var
haldinn frá níu til miðnættis um kvöldið og
var mikið dansað. Spilarar voru Elín Jóhann-
esdóttir og Hermann Jónsson og svo Jón St.
Gíslason og Sigurður Leósson.
Laugardagsmorguninn heilsaði með sólskini
og blíðu og Mývetningnum Friðriki Stein-
grímssyni varð að orði þegar hann kom út:
Hér er allt með elegans
og augaS gleSur.
ÞaS erjjör ogfjöldi manns
ogfallegt veSur.
En dag skal að kveldi lofa og mey að morgni,
eins og þar stendur. Þetta reyndist svikaglenna
og ekki leið á löngu en veðurguðirnir gripu
til fólskubragða og kuldanepja lagðist yfir
svæðið. Þá bætti Friðrik við:
Himinhvolfin skýjum skarta,
skuggaleg má hljóSin heyra.
En þaS er engin þörfaS kvarta,
þegar ekki snjóar meira.
Á laugardeginum setti formaður dagskána kl.
13:30 með stuttu ávarpi, minntist meðal
annarra á fráfallinn félaga Kristján Þór Han-
sen málararmeistara, sem lék lengi á trommur
með hljómsveitum félagsins og var auk þess
lengi gjaldkeri félagsins. Bað hann samkomu-
gesti að rísa úr sætum.
Jón St. Gislason kynnti til leiks fimm unga
skagfirska harmonikuleikara, þá Arnar Frey
Guðmundsson 12 ára, Finn Héðinn Eiríksson
10 ára, Guðmund Ingvar Ásgeirsson 22ja ára,
Guðmund Smára Guðmundsson 12 ára og
Jón Hjálmar Ingimarsson 12 ára, spiluðu þeir
hver og einn en auk þess spilaði Guðmundur
Ingvar nokkur lög með Jóni St. Gíslasyni.
Voru þeim færð viðurkenningarskjöl og borð-
fáni félagsins að gjöf fyrir spilamennskuna.
Næstur á svið var harmonikuleikarinn Friðjón
Hallgrímson með sína litlu tvöföldu harmon-
iku. Spilaði hann nokkur lög og útskýrði á
milli laga hvernig spila ætti á hana. Þetta var
fróðleg og skemmtileg stund hjá Friðjóni,
sérstaklega fyrir þá sem aldrei hafa séð eða
heyrt í þessum harmonikum.
Það má skjóta því að hérna að Jóni Hjálmari
einum af ungu harmonikuleikurunum leist
svo vel á þessa harmoniku að þegar hann fór í
heimsókn til frændfólks í Svíþjóð stuttu eftir
þessa uppákomu kom hann til baka með eina
svona tvöfalda harmoniku og kemur hann til
með að sýna okkur hana á næsta móti.
Þá var komið að pistlahöfundi Birni Björnssyni
sem fór á kostum með gamansögur af ýmsu
tagi. Gunnar Rögnvaldsson lauk svo þessari
dagskrá með gamanmáli í tali og tónum.
Að dagskrá lokinni bauð Kvenfélag Lýtings-
staðarhrepps kaffihlaðborð, þar sem hver og
einn gat keypt sér miðdegiskaffi á vægu verði.
Kl. 18:00 var svo búið að hita kolin á grillinu
og gat hver sem vildi grillað þar kvöldmatinn.
Dansleikur hófst svo klukkan níu og stóð til
eitt um nóttina. Þar léku saman á harmonikur
þau Elín Jóhannesdóttir og Hermann Jónsson
og síðan Jón St. Gíslason ogjóhannes Jónsson
frá Akureyri sem var gestaspilari ásamt
Jóhanni Friðrikssyni trommuleikara. Spiluðu
þessar grúppur til skiptis á dansleiknum. Um
kl. 23:00 var gert hlé á dansleiknum og dregið
í happdrætti. Eftir hlé bættist Gunnar Rögn-
valdsson við spilamennskuna með Jóni,
Jóhannesi og Jóhanni, lék hann á gítar og
söng. Lagavalið var þessi gömlu góðu dægur-
lög, sem allir kunna og var duglega tekið undir
sönginn af samkomugestum.
Á sunnudeginum tók svo fólk saman pjönkur
sínar, skrapp í sund og kvaddi vini og kunn-
ingja.
6