Harmonikublaðið - 01.09.2015, Side 8
Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga
kaupir harmoniku
Karítas Pdlsdóttir formaður Harmonikufélags
Vestfjarða sendi blaðinu pessa fróðlegu grein.
Þriðja bindi sögu verkalýðshreyfingarinnar á
Vestfjörðum eftir Sigurð Pétursson sagnfrœðing
kemur útsíðar ápessu ári. Nefnistpað Vindur
í seglum III og segir firá verkalýðsfélögum á
Isafirði og við Isafiarðardjúp á árum mikilla
samfélagsbreytinga áranna 1931-1970. Það er
Alpýðusamband Vestfiarða sem gefur út sögu
verkalýðshreyfingarinnar á Vestfiörðum.
Hér birtist kafli úr sögu Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Aljtfirðinga, sem fiallað er um
í bókinni. Verkalýðsfélagið stóð jyrir byggingu
samkomuhúss í Súðavík sumarið 1930 ásamt
fleiri félögum, en pegar tímar liðu varðpað eini
eigandi hússins. Félagsmenn vildu koma upp
kvikmyndasýningum í húsinu ogpað varjleira
sem verkafólk ogsjómenn í Súðavík studdu við
til að auka menningu í heimabyggð sinni.
Markús Kristjánsson sat lengi í húsnefnd Sam-
komuhússins í Súðavík. Vorið 1947 var til-
kynnt um lát hans á félagsfundi, en skömmu
áður hafði hann stungið upp á því að félagið
beitti sér fyrir kaupum á kvikmyndasýningar-
vél fyrir samkomuhúsið. Nefnd sem kosin var
í málið gerði grein fyrir athugun sinni sama
haust. Nefndin hafði leitað til Hannibals
Valdimarssonar, sem hafði reynslu af kaupum
á kvikmyndavélum og bíósýningum í Alþýðu-
húsinu á Isafirði. Hannibal var á fundi í sept-
ember og sagði að sýningavél fyrir mjófilmur
væri ódýrari og heppilegri kostur fyrir Súð-
Súðvísk stemming
víkinga. Til væri úrval af fræðslu- og skemmti-
efni til sýninga og auk þess væru breiðfilmur
mjög eldfimar. Hannibal var þökkuð „sú
velvild sem hann bæri til félagsins og byggð-
arlagsins.“
Arið 1948 barst sú frétt að hægt væri að fá
sýningarvél fyrir 17 þúsund krónur. Það
fannst félögunum í Súðavík of hátt verð, engir
peningar væru til í sjóðum og því rétt að „láta
þetta líða“. Það má til sanns vegar færa að
sjóðirnir voru ekki digrir. Tveimur árum síðar
kom fram að í kvikmyndavélarsjóði væru 836
krónur, en hússjóðurinn átti á sama tíma
9.428 krónur. Áhuginn var enn til staðar og
ný hugmynd kom fram árið 1953. Þá fór
Verkalýðs- og sjómannafélagið fram á að
hreppurinn gæfi eftir skemmtanaskatt á
skemmtunum félagsins, en hann yrði í staðinn
látinn renna til kaupa á sýningarvél. Upplýst
var að sýningarvél fyrir breiðfilmu kostaði
30-40 þúsund krónur. Hreppsnefnd hafnaði
þessari hugmynd, en ákvað í staðinn að kaupa
sýningarvél fyrir skóla þorpsins fyrir 5 þúsund
krónur. Félagsfundur óskaði eftir því að sýn-
ingarvélin fengist jafnframt til afnota fyrir
almenning. Verkalýðsfélagið eignaðist helm-
inginn í vélinni á móti skólanum. Lítil sýn-
ingarvél kom að takmörkuðum notum. Hægt
var að fá lánaðar fræðslu- og skemmtimyndir
frá myndasafni Fræðslumálaskrifstofunnar,
en alvöru kvikmyndir á breiðtjaldi var það
sem fólkið vildi. Súðvíkingar urðu enn um
sinn að gera sér ferð í Isafjarðarbíó til að sjá
stjörnurnar á hvíta tjaldinu.
Félag verkamanna og sjómanna í Álftafirði
eignaðist óvænt annað tæki til menningar-
auka. Það var á aðalfundi félagsins árið 1952
sem ákveðið var að styrkja Guðmund Pálma-
son til kaupa á harmoniku. Guðmundur var
kosinn fjármálaritari félagsins á sama fundi,
en hlutverk hans var að sjá um innheimtu
félagsgjalda. Með honum í stjórn voru Albert
Kristjánsson formaður, Jónatan Sigurðsson
varaformaður, Jörundur Engilbertsson ritari
og Bjarni Hjaltason gjaldkeri. Árið eftir tók
Guðmundur við starfi gjaldkera og skömmu
síðar var samþykkt að lána honum 1.000
krónur úr félagssjóði til kaupa á harmoniku
og bæta við öðru eins, ef með þyrfti. Onnur
tillaga um að láta baráttusjóð félagsins, en
verkfallssjóðurinn hét því nafni, lána Guð-
mundi og hann greiddi lánið til baka með
hljóðfæraleik á skemmtunum félagsins, var
hinsvegar felld. Næstu misseri liðu væntanlega
við hugljúfa harmonikutóna, meðal annars
þegar 25 ára afmælis félagsins var minnst vorið
1953. En á fyrsta fundi ársins 1954 dró til
tíðinda.
Guðmundur Pálmason tilkynnti úrsögn úr
félaginu og Albert formaður sagði frá því að
sú ásökun hefði komið fram innan félagsins
að Guðmundur hafi tekið sér fjármuni úr
sjóðum félagsins og formaðurinn hylmt yfir
með honum. Við athugun kom í ljós að
ásökunin var tilhæfulaus. Félagsfundur sam-
þykkti traustsyfirlýsingu til Guðmundar
Pálmasonar. Aðalfundur félagsins 1954 sam-
þykkti auk þess vítur á Bjarna Hjaltason vegna
ummæla hans um Albert formann og Guð-
mund gjaldkera. Guðmundur flutti burt af
Samkomuhúsið í Súðavík