Harmonikublaðið - 01.09.2015, Qupperneq 9

Harmonikublaðið - 01.09.2015, Qupperneq 9
staðnum þetta sama ár. Varðandi harmonikuna, þá óskaði hann eftir því að félagið gengist fyrir sölu á hljóð- færinu og andvirðið gengi til að greiða þau lán sem veitt voru til kaupanna. Félagarnir í Súðavík vildu ekki missa hljóðfærið úr byggðinni og samþykktu að Verkalýðs- og sjómannafélagið eignaðist nikkuna ásamt Búnaðarfélagi Súðavíkurhrepps og Iþróttafélaginu Þrótti, sem einnig höfðu staðið fyrir fjármögnun harmonikunnar. I bókum félagsins er ekkert frekar ritað um harmonikuna, en vonandi komst hún í hendur lipurs spilara, sem gat haldið uppi dansi í Samkomuhúsinu. Verkalýðs- og sjómannafélagið sá eitt um rekstur sam- komuhússins í Súðavík, eða Alþýðuhússins, einsog það var iðulega nefnt í bókum félagsins. Forysta félagsins var ekki búin að gleyma því takmarki að koma upp aðstöðu til kvikmyndasýninga. Og þá var verið að tala um alvöru formaður árið 1958 og setti nýjan kraft í málið. Afélags- fundi lýsti hann því yfir að „ef atvinnulífið ætti sér fyrir hendi að rísa úr þeim vesaldómi sem það nú væri í og við ættum að geta haldið unga fólkinu hér k(y)rru, þá mundi borga sig fyrir allan atvinnurekstur hér að leggja til allverulega upp(hæð) til eflingar kvikmynda hér.“ Fram kom á sama fundi að Friðfinnur Ólafsson framkvæmdastjóri Háskólabíós hafði gefið góð orð um það, þegar hann var síðast á ferð um Súðavík, að hann gæti útvegað góðar kvikmyndir til sýninga. Friðfinnur var í árafjöld framkvæmdastjóri Háskólabíós. Hann var uppalinn á Strand- seljum í Ögurhreppi og það vildi svo vel til að hann var fram- bjóðandi Alþýðuflokksins í Norðursýslunni við alþingiskosn- ingarnar 1956 og vorið 1959. En náði ekki kjöri. kvikmyndir á breiðfilmu. Jörundur Engilbertsson var Hljómsveit Aðalbjörns Tryggvasonar einhvern tíma fyrir 1960. Frá vinstri: Gunnar SumarliSason, Adal- björn Tryggvason, Finnbjörn Finnbjörnsson, Þórður Guðjón (Dúddi) Finnbjörnsson Ný nefnd var kosin í málið og safnaði hún loforðum meðal Súðvíkinga fyrir 18 þúsund krónum til kaupa á sýningarvél. Auk þess samþykkti hreppurinn að kaupa helming félagsins í litlu sýningarvélinni sem það átti með barnaskólanum á 5.500 krónur. Akveðið var að félagið tæki lán fyrir því sem vantaði uppá til að kaupa sýningarvél. Almennar kvikmyndasýningar hófust í Samkomuhúsinu í Súðavík sumarið eða haustið 1958. Súðvíkingar tóku þessari nýbreytni vel. I nóvember skilaði Ragnar Þorbergsson uppgjöri sem sýndi að hagnaður af kvik- myndasýningum og sælgætissölu var orðinn um 8.000 krónur og félagið fékk 2.000 krónur til baka af 10.000 króna láni til vélakaupanna. Annars var hagnaðurinn látinn renna til að greiða kostnað við heimtaugagjald, tryggingar og annan kostnað við húsið. Myndfrá ca 1948-1950 aftveimur harmonikuleikurum á síldveiSum á Samvinnubátfrá ísafirSi, þeim Þorsteini Finnbogasyni og Hinriki GuSmundssyni Heimild: Fundagerðabœkur Verkalýðs- og sjómannafélags Alft- ftrðinga. Harmonikuviðgerðir Tek að mér viðgerðir á harmonikum Gunnar Kvaran sími: 824-7610 9

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.