Harmonikublaðið - 01.09.2015, Síða 10
Sumarhátíð F.H.U.E. og H.F.Þ. 2015
Árleg sumarhátíð FHUE og HFÞ haldin að Breiðumýri í Reykjadal 24.
- 26. júlí 2015.
Hátíðin byrjaði með hefðbundnu sniði, stóra tjaldið var sett upp um
hádegisbil á fimmtudag og skrautljósin hengd upp í garðinum. Um
kvöldmatarleytið voru komnir nokkuð margir gestir en Breiðumýrarhá-
tíðin hefur ætíð dregið að sér harmonikuunnendur víðsvegar að af land-
inu og hafa veðurspár sáralítil ef nokkur áhrif.
Föstudagurinn hjá okkur vinnudýrum fór í undirbúning fyrir helgina
einnig þurfti að skrifa auglýsingar m.a. um hljóðfæraleikarana og setja
utan á húsið og margt fleira.
Mótið byrjaði svo á föstudagskvöld með ávarpi Þórhildar Sigurðardóttur
formanns H.F.Þ. Að því loknu brast á með dansi, enda margir farnir að
bryðja mélin í óþreyju. Eftir það var dansað bæði úti í tjaldinu og inni
til klukkan tvö um nóttina. I tjaldinu byrjuðu Norðfirðingarnir Omar
Skarphéðinsson og Guðmundur Skúlason. Einnig söng dótturdóttir
Ómars, Máney Sól með þeim félögum. Aðalsteinn Isfjörð frá Sauðárkróki
Það varþétt setinn Svarfaðardalurinn d tónleikunum
Málin rtzdd í rómantísku andrúmslofii
tók við af honum og Akureyringarnir og hjónin Valberg Kristjánsson og
Steinunn Einarsdóttir tóku ásamt Pálma Björnssyni o.fl. næstsíðustu
törnina áður en Héraðsbúarnir Jón Sigfússon og Sigurður Eymundsson
luku ballinu. Inni í húsi byrjaði hljómsveitin Braz frá Akureyri sem afhenti
síðan stuðið til Reykdælingsins Asgeirs Stefánssonar. Jón Arni Sigfússon
Mývetningur tók við af Asgeiri áður en Strákabandið lauk kvöldinu.
A laugardaginn voru tónleikar og þar komu fram þeir Jón Arni Sigfússon,
Mývatnssveit, Katrín Sigurðardóttir og Rúnar Hannesson Húsavík,
Gunnar Kvaran Reykjavík, Hafliði Ólafsson Akureyri, Baðstofubandið
Vestfjörðum og Einar Guðmundsson Akureyri. Auk þeirra léku þau
saman dúett, Sigríður Indriðadóttir frá Akranesi á þverflautu og Helgi
E. Kristjánsson frá Selfossi á gítar.
Arlegt happdrætti var og margt góðra vinninga og sáu þeir Pétur og Rúnar
um sölu miðanna og vöktu þeir óskipta athygli fyrir klæðaburð.
Síðdegis var svo kveikt upp í stóra grillinu og grilluðu þar margir saman
og snæddu svo kvöldverðinn inni í húsinu. Var þá kátt á hjalla samkvæmt
venju.
Um kvöldið var svo dansleikur frá tíu til þrjú um nóttina. I tjaldinu
byrjaði Strákabandið, en Dansbandið leysti þá af. Þá var komið að Guð-
10
manni Jóhannssyni, en tjald-
ballinu lauk síðan harmo-
nikudúettinn Við ogVið, sem
eru þær Hildur Petra Friðriks-
dóttir og Vigdís Jónsdóttir
einn dásamlegur bræðingur af
Eyfirðingum og Gaflara. Inni
í húsi hófu leikinn þeir Sig-
urður Leósson, Aðalsteinn
Isfjörð og Einar Guðmunds-
son. Þessu fýlgdu eftir Akur-
eyringarnir Kristján Þórðarson
og Guðmundur Sigurpálsson.
Aðalsteinn Isfjörð tók næstu
vakt og þá var komið að Sveini
Sigurjónssyni. Það kom svo í
hlut Dansbandsins að ljúka Hver getur sagt nei takk við svona happdratt-
þessari Breiðumýrarhátíð 2015 issölumenn
um þrjú leytið. Var dansgleðin
ósvikin og mikil.
Ekki dugar að tefla aðeins fram harmonikuleikurum og því komu margir
fleiri hljóðfæraleikarar að dansleikjunum. Þar má nefna m.a. frændurna
Jóhann og Gunnar Möller, gítar og bassa Arna Ketil, Magnús Kristinsson
trommur, Pálma Björnsson og Hermann Arason gítar og söngur, Helga
E. Kristjánsson gítar, Finn Finnsson, Grím Vilhjálmsson, og Pétur
Ingólfsson bassa, Arna Ólafsson harmonikku í BRAZ, Ingólf Jóhanns-
son hljómborð og Ragnheiði Júlíusdóttir söngkonu í Dansbandinu.
Af þessari upptalningu sést að enginn skortur er á áhugasömu tónlistar-
fólki sem góðfúslega vill leika á dansleikjum og ber að þakka sérstaklega
fýrir þeirra framlag.
Veðrið þessa helgina var nú ekki sem best, enda vart hægt að tala um
sumar þetta árið. Kalt var en þurrt að mestu en sólin lét samt sjá sig af
og til. Því voru því ekki margir sem treystu sér að leika úti undir beru
lofti, en þeir alhörðustu létu sig þó hafa það og skemmtu sér og öðrum
nærstöddum með söng og hljóðfæraleik.
Mæting á mótið var með besta móti og voru um 200 manns samankomin
og skemmtu sér hið besta.
Aðstandendur þakka öllum sem komu fram á tónleikum, léku fyrir dansi,
og aðstoðuðu við framkvæmd mótsins, svo og öllum þeim sem komu til
að dansa og skemmta sér í góðra vina hópi.
Þá er það von okkar að þessi árlegi viðburður megi endurtaka sig um
ókomin ár.
Bestu kveðjur, Filippía og Valberg. MyndirtValbergKristjánsson
Sirrý og Helgi d tónleikunum