Harmonikublaðið - 01.09.2015, Side 11

Harmonikublaðið - 01.09.2015, Side 11
IÞA GOMLU GOÐU Gamla greinin er úr blaðinu Harmonikan frá því í maí 1993. Hún greinir frá Hátíð harmonikuunar á Hótel Islandi. Þetta var svo sannarlega engin smá hátíð. Þess háttar heyrir því miður fortíðinni til. iv vi / /H \ \ \ \ / Birt með góðfúslegu leyfi ritstjóra Harmonikunnar. F\^>X//fí\\\y\\ u wsV'jlw/ / / o \ \ \ Hátíð harmoníkunnar, metnaðarfull samkoma Einleikarar og boðsgestir sem fram komu á hátíðinni-frá v. Sveinn Rúnar. Crettir Björnsson. Sigmund Delili, Aðalsteiim ísfjörð, Reynir Jónasson og Karí Jónaiansson. Jónu Einarsdóttm vantar á myndina, hluti stórsveitarinnar bakvið. Það þarf djörfung og dug ásamt tröllatm á málefnið þegar farið er út í svo yfirgripsmikið verkefni sem hátíð harmoníkunnar hjá Harm- oníkufélagi Reykjavíkur á Hótel Is- landi sjöunda maí síðastliðinn. Ég hygg að ekki þurft að líta mörg ár til baka og ímynda sér raddir sem hefðu sagt að ekkert þýddi að fara út í harmoníkusamkomu af slíkri stærðargráðu. Mér hættir eflaust til að vera nokkuð yfirlýsingaglaður á stundum en sannleikurinn er sagna bestur. Hvað mig varðar hoppaði hjarta mitt af ánægju og stemning- artilfinningu meðan á hátfðinni stóð og ég læt mér ekki til hugar koma að agnúast út í einhver smáatriði tónlistar- eða skipulagsleg fyrir það að í heildina hafði samkoman yfir sér sterkan metnaðarblæ og var út- varpað í beinni útsendingu í ríkisút- varpinu að hluta. Kynnir var for- maður H.R. Örn Arason. Ég get ekki þagað yfir fyrirbæri hins er- lenda boðsgests, Sigmund Dehli, að nota Midi búnað eins og poppari í klassískum stykkjum á borð við Bffluguna og það án harmoníku- hijóða, heldur hárrísandi rafmagns- spenning. Sigmund er toppspilari og í írska laginu Whisky í morgun- mat og norsku þjóðlegu lagi gleymdist rafmagnið fljótt og hinn eini og sanni Sigmund Dehli lék eins og honum einum er lagiö, næmleikinn, líftð og gleðin. íslenskir einleikarar spjöruðu sig líka vel, Jóna Einarsdóttir var fmgralipur og Sveinn Rúnar. Grettir Björnsson og Reynir Jónasson gerðu góða hluti eins og vænta mátti og yljuðu notalega til innstu hjartaróta. Gesta- spilarinn var Aðalsteinn ísfjörð frá Húsavtk og ekkert sjáanlegt um að taugakerfið færi úr skorðum við að spila fyrir allan þennan manntjölda. Kvartett “ Gleraugnakvartettinn “ með þeim Erni Arasyni, Sveini Rúnari. Einari Friðgeir og Karli Jónatanssyni lék Norðannepjuna eftir Karl J. og fjölntargt fleira var boðið uppá. t.d. léku ungir nemend- ur Karls Jónatanssonar í upphafi að ógleymdri stórsveitinni með ein- leikurum í bland á tónleikum kvöldsins. Sigmund Dehlí kom einnig fram með bakröddum þeirra H.R. manna; trommum, gítar og bassa ásamt að spila með danshljómsveitinni um kvöldið. Keppnislag vegna lands- mótslagakeppninnar var gert heyr- um kunnugt, vinningshafi reyndist vera ungur harmoníkuleikari, Einar Friðgeir Björnsson. Reynir Jónas- son lék vinningslagið og stóð höf- undurinn vtð hlið spilarans á með- an. í lagakeppninni vann Örlygur Eyþórsson önnur verðlaun og Helgi V Karlsson þriðju. Sitthvað ileira gerðist þarna en hér læt ég staðar numið. Eftir ábyggilegunt heimild- unt hef ég að hátíðin hafi staðið undir sér fjárhagslega og 400 að- göngumiðar hafi selst. Að auki voru hljómsveitarmeðlimir og fleiri á vegum félagsins nálægt 100 manns. Félagsmenn og fleiri gestir komu síðan saman á Kringlukránni sunnu- dagskvöldið 9. maí þar sém tekið var hressilega í belginn og fengu þar ýmsir að spreyta sig tneð Sig- ntund Dehli í tali og tónum. Til hamingju H.R. H.H. 19

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.