Harmonikublaðið - 01.09.2015, Page 12
hittist á harmonikumóti. Minnir í raun meira
á ættarmót. Þá er mikið faðmað og kysst, eins
og sagði í kvæðinu.
Hefðbundin dagskrá hófst upp úr níu á föstu-
dagskvöldið þegar fyrstu hljóðfæraleikararnir
stigu á svið, en það voru þeir Erlingur Helga-
son harmonikuleikari, Helgi E. Kristjánsson
gítarleikari, Hreinn Vilhjálmsson á bassa og
Eggert Kristinsson á trommur. Sveinn Sigur-
jónsson leysti Erling af um ellefuleytið og
Garðar Olgeirsson lauk síðan ballinu klukkan
eitt. Vel var tekið undir í dansinum, enda
vanir menn á sviðinu.
Laugardagurinn heilsaði með blíðu og eftir
vel útilátinn morgunverð hófst undirbúningur
fyrir tónleika dagsins. Það er handleggur að
stilla upp stólum fyrir 150 manns, en margar
hendur vinna létt verk. Magnus Jonsson hóf
leikinn á slaginu tvö með Hálsningfrán Söder
eftir Andrew Walter. Honum til fulltingis
voru þeir Helgi Kristjánsson á bassa og Fróði
Oddsson á gítar. Var ekki að heyra að ein og
hálf æfing lægi að baki. I kjölfarið kom síðan
hver gullmolinn af öðrum, Schottisakrobatik
eftir Ottar Akre, Valse brilliante eftir Egill
Hauge. Tangóinn ódauðlegi Love smiles eftir
Frosini var á sínum stað og sömuleiðis Jolly
Cabalero. Ekki má gleyma stórgóðum lögum
eftir Magnus, en tónleikunum iauk hann á
franska standardinum Indijferance eftir Tony
Murena. Þetta er smá sýnishorn því sem fram-
reitt var þarna af stakri snilld. Lagavalið þaul-
hugsað og undirtektir eftir því. Af mörgum
góðum harmonikuleikurum sem heimsótt
hafa FHUR í gegnum tíðina, er Magnus Jons-
son án efa einn af þeim bestu. Að tónleik-
unum loknum fóru gestir niður og skoðuðu
nikkur hjá EG tónum og endurnýjuðu
nokkrir hljóðfærin. Um kvöldið var síðan
sameiginlegur kvöldverður í félagsheimilinu
og tóku tæplega sextíu manns þátt í honum.
Sveinn Sigurjónsson var fyrstur á svið um
kvöldið. Magnus Jonsson tókvið afhonum.
Hann hafði reyndar sagt að dansmúsik væri
ekki á hans sviði. Ekki var það að heyra, því
gestir voru hæstánægðir með taktinn og
tempóið. Ekki tóku neinir aukvisar við af
Magnusi, þegar þeir Einar Guðmundsson,
Gunnar Kvaran og Aðalsteinn Isfjörð, keyrðu
allt á fulla ferð. Ballinu lauk svo með því að
Vindbelgirnir léku sína gömlu dansa til
klukkan eitt við ágætar undirtektir.
Sunnudagurinn heilsaði með sól og nú var
farið að leika um svæðið, enda aðstæður upp
á það besta. Varð hin besta skemmtun við
söng og spil, auk þess sem EG tónar stóðu
vaktina í húsinu. Hilmar Hjartarson tók
Magnus og frú með sér í bíltúr um Borgar-
fjörðinn og sýndi þeim undir leiðsögn helstu
sögustaði svæðisins. Nú var komið að loka-
kvöldinu. Að afloknum kvöldverði og samspili
tóku Vindbelgirnir upp þráðinn frá laugar-
Þá var lag á Varmalandi
Hin árlega harmonikuhátíð „Nú er Iag“, fór
fram á Varmalandi um verslunarmannahelg-
ina. Sérstakur gestur hátíðarinnar var Magnus
Jonsson, 37 ára Svíi, sem síðast lék hér á 15
ára afmælistónleikum blaðsins Harmonik-
unnar í Langholtskirkju, árið 2001. Að vanda
fóru fyrstu gestirnir að tínast að á miðviku-
deginum og strax á fimmtudegi var kominn
dágóður hópur á svæðið, sem var nú í allt
öðru og betra ástandi en á síðasta ári, þegar
allt var á floti vegna langvarandi rigninga. Það
er alltaf jafn gaman að fylgjast með þegar fólk
Harmonikuunnendur í öllum stærúurn
Kokkurinn á Varmalandi
SniLlingar að leik
12