Harmonikublaðið - 01.09.2015, Side 14

Harmonikublaðið - 01.09.2015, Side 14
Þingeyingar á faraldsfæti Þó tíðin hefi verið frekar svöl í sumar hér á norðausturlandinu, kom það ekki í veg fyrir að Harmonikufélag Þingey- inga héldi sína árlegu grillveislu að Sól- vangi á Tjörnesi þann 5. júní. Mæting var góð, veðrið viðunandi og dönsuðum við fram eftir kvöldi, en bara inni. Þann 24. júní fórum við svo með ferju, frá Dalvík til Grímseyjar, ríflega tuttugu saman í sæmilegu veðri og fengum þar tvo sólbjarta daga, en heldur kalda. Þetta var skemmtiferð, enginn dansleikur haldinn, en auðvitað var bæði spilað og dansað á gistiheimilinu og í veitingastað eyjarinnar, þar sem við borðuðum saman svartfugl og hnísu, nema þeir allra hefðbundnustu sem fengu sér auðvitað lamb. Ferðin tókst með ágætum, þorpið var skoðað, landslagið, fuglalífið og helstu staðir. Leiðsögn annaðist Asrún Alfreðs- dóttir, sem fædd er og alin upp í Grímsey og var hún félögum til aðstoðar með ferðir um eyna og erum við þakklát fyrir það. Heim var svo siglt þann 26. júní í glaða sólskini og góðu skyggni til lands og fjalla. Kveðja Hólmfríður Bjartmarsdóttir Myndir: Sigurður Ólafison á Sandi Þarna ríkir ósvikin spilagleði. Rúnar, Friðrik, Katrín, Jón ogAsgeir liðka sig í Sólvangi. Þeir voru ekki margir sólardagarnir í Grímsey síðastliðið sumar, en auðvitað var sól, þegar Þingeyingar mættu: Frá vinstri, Kristján, Jóel, Rúnar, Þórgrímur og Asgeir. Hildur Petra & Vigdís Það hlýtur að teljast til stórtíðinda að í vor leit dagsins ljós fyrsti geisladiskur þar sem tvær konur leika á harmonikur. Ef þetta eru ekki stórtíðindi veit ég ekki hvað orðið þýðir. I þriðja tölublaði Harmonikublaðsins á síðasta ári birtist viðtal við þær Hildi Petru Friðriksdóttur og Vigdísi Jónsdóttur þar sem útkoma disksins var boðuð. I maí gerðist svo undrið. Eg var viðstaddur tónleika Harmonikufélags Reykjavíkur í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem þær stöllur kynntu diskinn. Ekki varð ég fyrir vonbrigðum með hann og hef í sumar oft leikið hann mér til ánægju. Það er ekki síður merki- legt, að úti í hinum stóra heimi er mjög sjaldgæft að tvær konur sendi frá sér harmonikudisk. I öllu hinu stóra safni undirritaðs er ekki einn einasti diskur þar sem tveir kvenspilarar halda um 14 taumana. Það er spilagleðin sem dregur þessar vinkonur saman. Hún virkar eins og segull og þar sem Hildur og Vigdís eru vandaðir hljóðfæraleikarar verður útkoman mjög góð. Þær vita líka sín takmörk, sem er ákaflega mikilvægur kostur. Þá má ekki gleyma að hönnun disksins hefur tekist með miklum ágætum og fer ekki milli mála við fyrstu sýn, hvað þar er að finna. Þá má að iokum minnast á stór- skemmtilegt viðtal Sigurlaugar Mar- grétar Jónasdóttur við þær stöllur í morgunútvarpinu þann 28. ágúst síðast- liðinn. Eg óska þeim Hildi Petru og Vigdísi innilega til hamingju. Friðjón Hallgrímsson

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.