Harmonikublaðið - 01.09.2015, Blaðsíða 21
Steingrímur Sigfusson
Tónskáldið sem á lagið í blaðinu að þessu
sinni er Steingrímur Sigfússon. Lagið er til í
tveimur útgáfum. Fyrri upptakan er frá 1960,
en þar syngur Sigurður Olafsson lagið með
hljómsveit Jónatans Ólafssonar. Sú upptaka
er til á geisladisknum Utvarpsperlur, sem kom
út árið 2002 á vegum Ríkisútvarpsins. Hin
upptakan er frá 1971, af plötu með feðgin-
unum Sigurði Ólafssyni og Þuríði Sigurðar-
dóttur.
Steingrímur var fæddur að bænum Stóru
Hvalsá í Hrútafirði þann 12. júní 1919. Á
fjórða ári fór Steingrímur að Bæ í Hrútafirði
og þar ólst hann upp. I Bæ var orgel og á þetta
hljóðfæri lærði hann undirstöðuatriði í tónlist
hjá Ragnhildi Finnsdóttur sem þar bjó. Hún
hefur að öllum líkindum áttað sig fljótt á því,
að í þessum unga dreng bjó tónlistargáfa. Svo
mikið er víst að átta ára gamall var hann
farinn að leika á orgelið. Ekki er ólíklegt að
einhvers staðar hafi leynst harmonika en
nokkur af systkinum Steingríms léku á hljóð-
færi, en þar lék Steingrímur á sínum fyrstu
dansleikjum ásamt Hans bróður sínum. Milli
fermingar og tvítugs fór Steingrímur í Reykja-
skóla og þar bætti hann við tónlistarkunn-
áttuna, undir leiðsögn Áskels Jónssonar frá
Mýri í Breiðdal. Þar má segja að lokið hafi
tónlistarnámi Steingríms Sigfússonar.
Það segir sitt um álit manna á tónlistarhæfi-
leikum Steingríms, að tæplega tvítugur að
aldri var hann ráðinn kirkjuorganisti og tón-
listarkennari til Patreksfjarðar. Þar var starfs-
vettvangur hans næstu tvo áratugina. Frá
þessum árum eru einnig flest þeirra laga sem
urðu vinsæl á árunum um og eftir 1950. Hann
vann til margra verðlauna í danslagakeppni
S.K.T. sem hófst 1951. Lög eins og Síldar-
valsinn, Mikið var gaman að því, Til þín, Litla
stúlkan og mörg fleiri hljómuðu í óskalaga-
þáttum útvarpsins. Flesta textana samdi Stein-
grímur en hann var ágætis hagyrðingur. Text-
arnir lýsa höfundinum ágætlega. Margir eru
þeir fullir af gáska og lífsfjöri en á milli trega-
fullir. Steingrímur var að eðlisfari léttur og
kátur, en hann háði lengi harða glímu við
þann óvægna Bakkus, sem átti eftir að velgja
honum löngum.
Rétt eftir 1960 yfirgaf Steingrímur Patreks-
fjörð og tóku nú við nokkur ár þar sem hann
var á Suðurlandi við tónlistarkennslu og kór-
þjálfun á vegum þjóðkirkjunnar. Hann var í
Vestmannaeyjum, Hvolsvelli, Hafnarfirði og
nokkur ár á Fáskrúðsfirði. Það var svo 1970,
að Steingrímur Sigfússon var ráðinn sem
organisti og skóiastjóri tónlistarskólans á
Húsavík. Þar starfaði hann til æviloka og hafði
veruleg áhrif á tónlistarþróun á Húsavík. Frá
þeim tíma liggur eftir hann mikið af kirkju-
tónlist, sönglögum sem sungin voru af kórum
af svæðinu. En nú var tekið að hausta í lífi
listamannsins frá Stóru Hvalsá. Hann hafði
lifað hratt og hvergi hlíft sér þegar gleði var
annars vegar þó stundum væri gleðin sú
beiskju blandin.
Hann lést 20. apríl 1976.
Steingrímur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem lést í
blóma lífsins 1959. Síðari kona hans var Guð-
björg Þorbjarnardóttir.
Friðjón Hallgrímsson
Skemmtanir Félags harmonikuunnenda
í Reykjavík veturinn 2015-2016:
10. október
21.nóvember
9.janúar
13.febrúar
19.mars
ló.apríl
7.febrúar
7. maí
8. maí
Laugardagur Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Laugardagur Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Laugardagur Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Laugardagur Árshátíð og Þorrablót í Breiðfirðingabúð
Laugardagur Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Laugardagur Dansleikur í Breiðfirðingabúð
Sunnudagur Tónleikar í Iðnó
Laugardagur Harmonikudagurinn
Sunnudagur Tónleikar í Iðnó
21